Þar sem ástin er kæfð Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Andrean Sigurgeirsson skrifa 19. maí 2021 09:31 Á Íslandi má oft sjá regnbogafána á ótrúlegustu stöðum. Oft eru þeir litlir og virðast kannski óþarfir, en jafnvel krítaður regnbogafáni á töflunni á kaffihúsi vermir mörgu hinsegin fólki um hjartað og gefur til kynna að um öruggara rými sé að ræða. Það að fáninn okkar er að einhverju leyti orðinn hluti af daglegu lífi hér á landi, getur orðið til þess að við gleymum því að regnbogafáninn er tákn sem víða er talið stórhættulegt. Á fjölmörgum stöðum í heiminum nýtur hinsegin fólk nefnilega hvorki tjáningar- eða félagafrelsis. Hinsegin fólk er víða beitt ofbeldi, handtekið, fangelsað, pyntað og líflátið fyrir að vera eins og það er. Ástin er kæfð. Nú er væntanlegur til Íslands utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, og tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu fyrir hönd Rússa á morgun, fimmtudag. Í tilefni komu hans viljum við hvetja fólk til þess að mótmæla því óréttlæti og ofbeldi sem hinsegin fólk þarf að sæta af hálfu rússneskra stjórnvalda með því að hefja regnbogafánann á loft. En rifjum fyrst upp nokkur brot af þeirri markvissu skerðingu mannréttinda sem hefur átt sér stað í Rússlandi á undanförnum árum. Árið 2013 ákváðu rússnesk stjórnvöld að banna svokallaðan ‘hinsegin áróður’ með viðauka við barnaverndarlög. Lögin má túlka mjög vítt og þau hafa það í för með sér að í raun er bannað að öllu leyti að sýna samkynja sambönd sem eðlilegan hluta af samfélaginu. Áróðurslögin banna þannig alla opinbera viðburði hinsegin fólks, m.a. gleðigöngur og aðrar samkomur. Þau hafa nú í átta ár verið notuð á markvissan hátt til þess að þagga niður í baráttufólki fyrir mannréttindum og til þess að kynda undir hatri á hinsegin fólki. Rússneskum stjórnvöldum hefur með þessum hætti tekist að auka andúð almennings á hinsegin fólki á methraða. Í fyrra voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu stjórnarskrárbreytingar sem fólu meðal annars í sér að skilgreina hjónaband sem einungis samband karls og konu. Borgaraleg réttindi samkynja para og lagaleg staða hinsegin fjölskyldna er því engin í Rússlandi og engar breytingar í augsýn. Síðastliðið haust tókst naumlega að koma í veg fyrir lagabreytingar sem áttu að skerða réttindi samkynja para enn frekar og koma í veg fyrir að trans fólk geti fengið lagalega viðurkenningu á kyni sínu, en björninn er þó ekki unninn. Samhliða skerðingu á lagalegum réttindum hafa rússnesk stjórnvöld látið hreinar ofsóknir gegn hinsegin fólki viðgangast óátaldar. Í apríl 2017 hófu yfirvöld í sjálfsstjórnarhéraðinu Tsjetsjeníu skipulagða útrýmingu á hinsegin karlmönnum, eða svokallaða hreinsun. Hundruðir karlmanna voru handteknir og pyntaðir grimmilega fyrir það eitt að hrífast af sama kyni og a.m.k. þrír voru myrtir. Í byrjun árs 2019 bárust síðan fréttir af því að hafist hefði ný hrina ofsókna. Samkvæmt baráttusamtökunum Russian LGBT Network voru um 40 manns tekin haldi og tvö myrt. Yfirvöld í Rússlandi vissu af þessum ofsóknum og leiddu þær hjá sér og hika raunar ekki við að framselja hinsegin fólk sem flúið hefur til Rússlands aftur til Tsjetsjeníu, eins og nýleg dæmi sanna. Í Rússlandi heldur barátta hinsegin fólks því áfram við erfiðar aðstæður, þökk sé hugrökku fólki sem leggur líf sitt í hættu til þess að berjast fyrir betri heimi. Hinsegin aktívistar eru meðal annars ítrekað handtekin og sótt til saka fyrir þann meinlausa gjörning að hefja merki hinsegin fólks á loft í almannarýminu: Regnbogafánann. Táknið sem við sjáum svo víða á Íslandi að við gleymum því hversu mikilvægt það er. Samtökin ‘78 hvetja öll þau sem geta til þess að nýta það frelsi sem við höfum hér á landi og standa með rússneskum systkinum okkar. Sýnum hinsegin fólki í Rússlandi að okkur er ekki sama, styðjum við staðfestu þeirra í flóðbylgju mótlætis og haturs. Flöggum regnbogafánanum á fánastöngum, úti í glugga, á vinnustöðum, í skólum. Sýnum Sergei Lavrov og rússneskum stjórnvöldum að þeim mun aldrei takast að kæfa ástina með hatri. Flöggum fyrir mannréttindum! #FLÖGGUM Þorbjörg Þorvaldsdóttir er formaður Samtakanna '78 og Andrean Sigurgeirsson varaformaður Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Rússland Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi má oft sjá regnbogafána á ótrúlegustu stöðum. Oft eru þeir litlir og virðast kannski óþarfir, en jafnvel krítaður regnbogafáni á töflunni á kaffihúsi vermir mörgu hinsegin fólki um hjartað og gefur til kynna að um öruggara rými sé að ræða. Það að fáninn okkar er að einhverju leyti orðinn hluti af daglegu lífi hér á landi, getur orðið til þess að við gleymum því að regnbogafáninn er tákn sem víða er talið stórhættulegt. Á fjölmörgum stöðum í heiminum nýtur hinsegin fólk nefnilega hvorki tjáningar- eða félagafrelsis. Hinsegin fólk er víða beitt ofbeldi, handtekið, fangelsað, pyntað og líflátið fyrir að vera eins og það er. Ástin er kæfð. Nú er væntanlegur til Íslands utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, og tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu fyrir hönd Rússa á morgun, fimmtudag. Í tilefni komu hans viljum við hvetja fólk til þess að mótmæla því óréttlæti og ofbeldi sem hinsegin fólk þarf að sæta af hálfu rússneskra stjórnvalda með því að hefja regnbogafánann á loft. En rifjum fyrst upp nokkur brot af þeirri markvissu skerðingu mannréttinda sem hefur átt sér stað í Rússlandi á undanförnum árum. Árið 2013 ákváðu rússnesk stjórnvöld að banna svokallaðan ‘hinsegin áróður’ með viðauka við barnaverndarlög. Lögin má túlka mjög vítt og þau hafa það í för með sér að í raun er bannað að öllu leyti að sýna samkynja sambönd sem eðlilegan hluta af samfélaginu. Áróðurslögin banna þannig alla opinbera viðburði hinsegin fólks, m.a. gleðigöngur og aðrar samkomur. Þau hafa nú í átta ár verið notuð á markvissan hátt til þess að þagga niður í baráttufólki fyrir mannréttindum og til þess að kynda undir hatri á hinsegin fólki. Rússneskum stjórnvöldum hefur með þessum hætti tekist að auka andúð almennings á hinsegin fólki á methraða. Í fyrra voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu stjórnarskrárbreytingar sem fólu meðal annars í sér að skilgreina hjónaband sem einungis samband karls og konu. Borgaraleg réttindi samkynja para og lagaleg staða hinsegin fjölskyldna er því engin í Rússlandi og engar breytingar í augsýn. Síðastliðið haust tókst naumlega að koma í veg fyrir lagabreytingar sem áttu að skerða réttindi samkynja para enn frekar og koma í veg fyrir að trans fólk geti fengið lagalega viðurkenningu á kyni sínu, en björninn er þó ekki unninn. Samhliða skerðingu á lagalegum réttindum hafa rússnesk stjórnvöld látið hreinar ofsóknir gegn hinsegin fólki viðgangast óátaldar. Í apríl 2017 hófu yfirvöld í sjálfsstjórnarhéraðinu Tsjetsjeníu skipulagða útrýmingu á hinsegin karlmönnum, eða svokallaða hreinsun. Hundruðir karlmanna voru handteknir og pyntaðir grimmilega fyrir það eitt að hrífast af sama kyni og a.m.k. þrír voru myrtir. Í byrjun árs 2019 bárust síðan fréttir af því að hafist hefði ný hrina ofsókna. Samkvæmt baráttusamtökunum Russian LGBT Network voru um 40 manns tekin haldi og tvö myrt. Yfirvöld í Rússlandi vissu af þessum ofsóknum og leiddu þær hjá sér og hika raunar ekki við að framselja hinsegin fólk sem flúið hefur til Rússlands aftur til Tsjetsjeníu, eins og nýleg dæmi sanna. Í Rússlandi heldur barátta hinsegin fólks því áfram við erfiðar aðstæður, þökk sé hugrökku fólki sem leggur líf sitt í hættu til þess að berjast fyrir betri heimi. Hinsegin aktívistar eru meðal annars ítrekað handtekin og sótt til saka fyrir þann meinlausa gjörning að hefja merki hinsegin fólks á loft í almannarýminu: Regnbogafánann. Táknið sem við sjáum svo víða á Íslandi að við gleymum því hversu mikilvægt það er. Samtökin ‘78 hvetja öll þau sem geta til þess að nýta það frelsi sem við höfum hér á landi og standa með rússneskum systkinum okkar. Sýnum hinsegin fólki í Rússlandi að okkur er ekki sama, styðjum við staðfestu þeirra í flóðbylgju mótlætis og haturs. Flöggum regnbogafánanum á fánastöngum, úti í glugga, á vinnustöðum, í skólum. Sýnum Sergei Lavrov og rússneskum stjórnvöldum að þeim mun aldrei takast að kæfa ástina með hatri. Flöggum fyrir mannréttindum! #FLÖGGUM Þorbjörg Þorvaldsdóttir er formaður Samtakanna '78 og Andrean Sigurgeirsson varaformaður Samtakanna '78.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun