Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2021 14:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á tali í Hörpu í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Blinken gagnrýndi Rússa á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Þar sagði hann Rússa hafa haldið fram ólögmætum kröfum í hafréttarmálum. Þá gagnrýndi hann Rússa fyrir að vilja hernaðarvæða svæðið. Fram undan er fundur Blinkens og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Reykjavík til viðbótar við fund Norðurskautsráðsins þar sem Bandaríkin eiga sæti og Rússar taka við formennsku. Viðtal Heimis Más Péturssonar við Katrínu Jakobsdóttur má sjá í heild að neðan. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir áherslur Íslands á Norðurslóðum auðvitað á þeim nótum að svæðið verði laust við hernaðarumsvif. Þetta sé lágspennusvæði. Horfa eigi frekar til loftslagsmála enda sjáist breytingar í þeim efnum greinilega á svæðinu, betur en annars staðar. „Það er mikil valdabarátta og menn að marka sér stöðu fyrir þennan fund sem er að hefjast hér,“ segir Katrín við fréttastofu. Ráðherrarnir, fánanir og Harpa með Faxaflóa í baksýn.Vísir/Vilhelm Hún sagðist fagna því að Bandaríkin væru að auka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á nýjan leik og leggi áherslu á loftslagsmál. Sömuleiðis kynjajafnréttismál þar sem sé tilefni til samvinnu. Katrín og Blinken ræddu um stöðu heimsfaraldursins og mikilvægi þess að uppbygging að honum loknum verði græn og sjálfbær. Sömuleiðis hvernig hægt verði að tryggja bólusetningar í öllum heimshornum. Katrín lýsti ánægju sinni með að Bandaríkin séu aftur orðin aðili að Parísarsáttmálanum og ítrekaði mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu á sviði loftslagsmála. Málefni Ísraels og Palestínu voru einnig rædd á fundinum. Katrín lýsti þeirri afstöðu íslenskra stjórnvalda að koma verði á vopnahléi og hvatti til þess að bandarísk stjórnvöld beittu sér fyrir friðsamlegri lausn á svæðinu sem byggði á tveggja ríkja lausninni. Katrín segir landtöku Ísraela auðvitað metna ólöglega út frá alþjóðalögum. Upptöku frá blaðamannafundi Guðlaugs Þórs og Blinken má sjá að neðan. Að lokum ræddu Katrín og Blinken um mikilvægi alþjóðalaga og þess að lýðræði og mannréttindi séu höfð í forgrunni. Þá ræddu þau sérstaklega um kynjajafnréttismál og málefni norðurskautsins. „Ísland og Bandaríkin hafa ávallt átt góð og mikilvæg samskipti og þessi fundur undirstrikaði það. Ég fagna sérstaklega stefnubreytingu bandarískra stjórnvalda í loftslagsmálum og nýjum áherslum þeirra í jafnréttismálum. Þá hvatti ég til þess að bandarísk stjórnvöld beiti sér fyrir friðsamlegum lausnum á alþjóðavettvangi,“ segir Katrín á vef Stjórnarráðsins. Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Rússland Tengdar fréttir Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08 „Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. 18. maí 2021 12:08 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Blinken gagnrýndi Rússa á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Þar sagði hann Rússa hafa haldið fram ólögmætum kröfum í hafréttarmálum. Þá gagnrýndi hann Rússa fyrir að vilja hernaðarvæða svæðið. Fram undan er fundur Blinkens og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Reykjavík til viðbótar við fund Norðurskautsráðsins þar sem Bandaríkin eiga sæti og Rússar taka við formennsku. Viðtal Heimis Más Péturssonar við Katrínu Jakobsdóttur má sjá í heild að neðan. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir áherslur Íslands á Norðurslóðum auðvitað á þeim nótum að svæðið verði laust við hernaðarumsvif. Þetta sé lágspennusvæði. Horfa eigi frekar til loftslagsmála enda sjáist breytingar í þeim efnum greinilega á svæðinu, betur en annars staðar. „Það er mikil valdabarátta og menn að marka sér stöðu fyrir þennan fund sem er að hefjast hér,“ segir Katrín við fréttastofu. Ráðherrarnir, fánanir og Harpa með Faxaflóa í baksýn.Vísir/Vilhelm Hún sagðist fagna því að Bandaríkin væru að auka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á nýjan leik og leggi áherslu á loftslagsmál. Sömuleiðis kynjajafnréttismál þar sem sé tilefni til samvinnu. Katrín og Blinken ræddu um stöðu heimsfaraldursins og mikilvægi þess að uppbygging að honum loknum verði græn og sjálfbær. Sömuleiðis hvernig hægt verði að tryggja bólusetningar í öllum heimshornum. Katrín lýsti ánægju sinni með að Bandaríkin séu aftur orðin aðili að Parísarsáttmálanum og ítrekaði mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu á sviði loftslagsmála. Málefni Ísraels og Palestínu voru einnig rædd á fundinum. Katrín lýsti þeirri afstöðu íslenskra stjórnvalda að koma verði á vopnahléi og hvatti til þess að bandarísk stjórnvöld beittu sér fyrir friðsamlegri lausn á svæðinu sem byggði á tveggja ríkja lausninni. Katrín segir landtöku Ísraela auðvitað metna ólöglega út frá alþjóðalögum. Upptöku frá blaðamannafundi Guðlaugs Þórs og Blinken má sjá að neðan. Að lokum ræddu Katrín og Blinken um mikilvægi alþjóðalaga og þess að lýðræði og mannréttindi séu höfð í forgrunni. Þá ræddu þau sérstaklega um kynjajafnréttismál og málefni norðurskautsins. „Ísland og Bandaríkin hafa ávallt átt góð og mikilvæg samskipti og þessi fundur undirstrikaði það. Ég fagna sérstaklega stefnubreytingu bandarískra stjórnvalda í loftslagsmálum og nýjum áherslum þeirra í jafnréttismálum. Þá hvatti ég til þess að bandarísk stjórnvöld beiti sér fyrir friðsamlegum lausnum á alþjóðavettvangi,“ segir Katrín á vef Stjórnarráðsins.
Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Rússland Tengdar fréttir Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08 „Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. 18. maí 2021 12:08 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08
„Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. 18. maí 2021 12:08