Lægri laun ekki forsenda rekstrarins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2021 06:16 Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar. Óvissa ríkir um framtíðarkjör starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar eftir að Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tók við rekstri þeirra af Akureyrarbæ um síðustu mánaðamót. Viðræður um nýja kjarasamninga starfsmanna milli stéttarfélaga þeirra og Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis á Akureyri eru á frumstigi en Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir að fyrirtækið þurfi að semja upp á nýtt. Það vakti nokkra athygli í lok síðasta mánaðar þegar Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, sagði í samtali við miðilinn N4 að hún gerði ráð fyrir því að kjör starfsmanna yrðu verri á nýjum kjarasamningum. Kjarasamningar einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu við stéttarfélögin eru almennt verri en sveitarfélaganna. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) og stéttarfélagsins Einingar-Iðju, sem er stéttarfélag flestra starfsmanna Öldrunarheimilanna, lýsti furðu sinni á orðum bæjarstjórans og þótti þau vond skilaboð inn í samningaviðræður sem ekki voru hafnar. Teitur segist ekki geta tjáð sig um hvernig hann hugsi sér að nýir samningar verði: „Það er ekki meiningin að breyta þessu eitthvað stórkostlega en við getum ekki verið á kjarasamningi sveitarfélaganna áfram enda ekki slíkur aðili.“ Greiða enga leigu Viðræður um nýja kjarasamninga við stéttarfélögin hefjast að hans sögn líklega á næstu vikum. Í fyrrnefndu viðtali bæjarstjórans við N4 kom þá fram það viðhorf hennar að launalækkanir starfsfólks Öldrunarheimilanna væru forsendur þess að reksturinn, sem Akureyrarbær kvaðst ekki geta sinnt lengur, stæði undir sér: „Starfsmannaveltan er mikil og nýtt starfsfólk fer á nýja kjarasamninga þegar það er ráðið til starfa. Kostnaðurinn við reksturinn lækkar því mjög fljótlega, þegar nýtt fólk er ráðið inn á öðrum kjarasamningum,“ sagði Ásthildur. Teitur segir þetta þó ekki forsendu þess að Heilsuvernd hafi getað séð fyrir sér að reka Öldrunarheimilin á meðan Akureyrarbær vildi ekki gera það. „Við sjáum fyrir okkur að það séu einhverjar breytingar í farvatninu til dæmis í fjárveitingum enda verið sýnt fram á vanfjármögnun rekstrar hjúkrunarheimila. Þá erum við ekki að greiða leigu fyrir húsnæðið.“ Það hafi vegið einna þyngst í ákvörðuninni um að taka við starfseminni. Það munar miklu að greiða ekki leigu út úr rekstrinum. „Síðan sjáum við tækifæri til samþættingar í þeirri heilbrigðisþjónustu sem við rekum og að geta nýtt starfsfólk og reynslu í þeim verkefnum sem við sinnum.“ Eldri borgarar Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Það vakti nokkra athygli í lok síðasta mánaðar þegar Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, sagði í samtali við miðilinn N4 að hún gerði ráð fyrir því að kjör starfsmanna yrðu verri á nýjum kjarasamningum. Kjarasamningar einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu við stéttarfélögin eru almennt verri en sveitarfélaganna. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) og stéttarfélagsins Einingar-Iðju, sem er stéttarfélag flestra starfsmanna Öldrunarheimilanna, lýsti furðu sinni á orðum bæjarstjórans og þótti þau vond skilaboð inn í samningaviðræður sem ekki voru hafnar. Teitur segist ekki geta tjáð sig um hvernig hann hugsi sér að nýir samningar verði: „Það er ekki meiningin að breyta þessu eitthvað stórkostlega en við getum ekki verið á kjarasamningi sveitarfélaganna áfram enda ekki slíkur aðili.“ Greiða enga leigu Viðræður um nýja kjarasamninga við stéttarfélögin hefjast að hans sögn líklega á næstu vikum. Í fyrrnefndu viðtali bæjarstjórans við N4 kom þá fram það viðhorf hennar að launalækkanir starfsfólks Öldrunarheimilanna væru forsendur þess að reksturinn, sem Akureyrarbær kvaðst ekki geta sinnt lengur, stæði undir sér: „Starfsmannaveltan er mikil og nýtt starfsfólk fer á nýja kjarasamninga þegar það er ráðið til starfa. Kostnaðurinn við reksturinn lækkar því mjög fljótlega, þegar nýtt fólk er ráðið inn á öðrum kjarasamningum,“ sagði Ásthildur. Teitur segir þetta þó ekki forsendu þess að Heilsuvernd hafi getað séð fyrir sér að reka Öldrunarheimilin á meðan Akureyrarbær vildi ekki gera það. „Við sjáum fyrir okkur að það séu einhverjar breytingar í farvatninu til dæmis í fjárveitingum enda verið sýnt fram á vanfjármögnun rekstrar hjúkrunarheimila. Þá erum við ekki að greiða leigu fyrir húsnæðið.“ Það hafi vegið einna þyngst í ákvörðuninni um að taka við starfseminni. Það munar miklu að greiða ekki leigu út úr rekstrinum. „Síðan sjáum við tækifæri til samþættingar í þeirri heilbrigðisþjónustu sem við rekum og að geta nýtt starfsfólk og reynslu í þeim verkefnum sem við sinnum.“
Eldri borgarar Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira