Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2021 13:31 Stuðningsmenn KR létu vel í sér heyra á Hlíðarenda á sunnudagskvöld. vísir/bára Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. Það var ljóst frá upphafi að einvígi Vals og KR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta yrði dramatískt. Fyrsti leikur stóð heldur betur undir væntingum en framganga stuðningsmanna KR vakti einnig athygli. Fyrsti leikur einvígisins var á Hlíðarenda og eftir framlengingu fögnuðu KR-ingar dísætum sigri. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslit en liðin mætast í DHL-höllinni annað kvöld. Uppgjör Reykjavíkurliðanna er ekki síst áhugavert í ljósi þess hve sterk tengsl eru á milli leikmanna. Þjálfarar liðanna störfuðu áður fyrir félag mótherjanna, og Pavel Ermolinskij, Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox hafa allir farið frá KR yfir til Vals á síðustu tveimur árum. Kristófer greindi frá því í viðtali við Vísi síðastliðið haust að KR skuldaði honum milljónir króna vegna vangoldinna launa. Hann kvaðst hafa gefið KR kost á að greiða upp skuldina og gera við sig nýjan samning en á endanum séð sig knúinn til að rifta samningi við félagið. Hópur stuðningsmanna KR er greinilega ekki búinn að fyrirgefa Kristófer vistaskiptin og í leiknum á Hlíðarenda mátti heyra þann hóp kyrja „Júdas! Júdas!“ þegar Kristófer var með boltann. Þetta má heyra í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Júdas Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og móðir Valskonunnar Ástu Júlíu Grímsdóttur, hafði gaman af leiknum en var ekki hrifin af hrópum stuðningsmanna KR. Hún skrifaði á Twitter: „Þvílík skemmtun og bæði lið til fyrirmyndar. Eini skugginn var sorinn sem barst úr stuðningsmönnum KR. Vonandi hugsa þau sig aðeins um næst hvort rétt sé að úthúða fólki sem réð sig til vinnu, skilaði framúrskarandi starfi, fékk ekki borgað og réð sig því á annan stað.“ Þvílík skemmtun og bæði lið til fyrirmyndar. Eini skugginn var sorinn sem barst úr stuðningsmönnum KR. Vonandi hugsa þau sig aðeins um næst hvort rétt sé að úthúða fólki sem réð sig til vinnu, skilaði framúrskarandi starfi, fékk ekki borgað og réð sig því á annan stað.— Helga Vala Helgadóttir (@Helgavalan) May 17, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Sabin um sigurkörfuna: „Samherjarnir treysta mér“ Tyler Sabin var hetja KR þegar liðið vann Val, 98-99, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gær. 17. maí 2021 13:31 Jakob: Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
Það var ljóst frá upphafi að einvígi Vals og KR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta yrði dramatískt. Fyrsti leikur stóð heldur betur undir væntingum en framganga stuðningsmanna KR vakti einnig athygli. Fyrsti leikur einvígisins var á Hlíðarenda og eftir framlengingu fögnuðu KR-ingar dísætum sigri. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslit en liðin mætast í DHL-höllinni annað kvöld. Uppgjör Reykjavíkurliðanna er ekki síst áhugavert í ljósi þess hve sterk tengsl eru á milli leikmanna. Þjálfarar liðanna störfuðu áður fyrir félag mótherjanna, og Pavel Ermolinskij, Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox hafa allir farið frá KR yfir til Vals á síðustu tveimur árum. Kristófer greindi frá því í viðtali við Vísi síðastliðið haust að KR skuldaði honum milljónir króna vegna vangoldinna launa. Hann kvaðst hafa gefið KR kost á að greiða upp skuldina og gera við sig nýjan samning en á endanum séð sig knúinn til að rifta samningi við félagið. Hópur stuðningsmanna KR er greinilega ekki búinn að fyrirgefa Kristófer vistaskiptin og í leiknum á Hlíðarenda mátti heyra þann hóp kyrja „Júdas! Júdas!“ þegar Kristófer var með boltann. Þetta má heyra í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Júdas Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og móðir Valskonunnar Ástu Júlíu Grímsdóttur, hafði gaman af leiknum en var ekki hrifin af hrópum stuðningsmanna KR. Hún skrifaði á Twitter: „Þvílík skemmtun og bæði lið til fyrirmyndar. Eini skugginn var sorinn sem barst úr stuðningsmönnum KR. Vonandi hugsa þau sig aðeins um næst hvort rétt sé að úthúða fólki sem réð sig til vinnu, skilaði framúrskarandi starfi, fékk ekki borgað og réð sig því á annan stað.“ Þvílík skemmtun og bæði lið til fyrirmyndar. Eini skugginn var sorinn sem barst úr stuðningsmönnum KR. Vonandi hugsa þau sig aðeins um næst hvort rétt sé að úthúða fólki sem réð sig til vinnu, skilaði framúrskarandi starfi, fékk ekki borgað og réð sig því á annan stað.— Helga Vala Helgadóttir (@Helgavalan) May 17, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Sabin um sigurkörfuna: „Samherjarnir treysta mér“ Tyler Sabin var hetja KR þegar liðið vann Val, 98-99, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gær. 17. maí 2021 13:31 Jakob: Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
Sabin um sigurkörfuna: „Samherjarnir treysta mér“ Tyler Sabin var hetja KR þegar liðið vann Val, 98-99, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gær. 17. maí 2021 13:31
Jakob: Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti