Fílahirðarnir í stofunni Stefán Pálsson skrifar 18. maí 2021 07:01 Utanríkisráðherrar Norðurskautaráðsins funda í Reykjavík í þessari viku eins og skilmerkilega hefur verið rakið í fjölmiðlum. Yfirlýstur tilgangur ráðsins er göfugur. Því er öðru fremur ætlað að stuðla að friðsamlegri samvinnu þeirra landa sem liggja að þessum viðkvæma heimshluta einkum á sviði umhverfismála Í umræðum um þessi mál kjósa ansi margir þó að þykjast ekki sjá fílinn í stofunni og horfa framhjá þeirri staðreynd að í þessum landahópi eru þau tvö ríki sem hafa yfir að búa obbanum af kjarnorkuvopnum veraldarinnar og færa hluta þeirra í sífellu um norðurhöf, með tilheyrarandi ógn við náttúru svæðisins og heilsu og velferð fólksins sem þar býr. Bandaríkin og Rússland eru einnig þau ríki sem stærst skref hafa stigið til vígvæðingar á heimskautasvæðinu á liðnum árum og hafa lagt drög að enn stórfelldari uppbyggingu í náinni framtíð. Sömu ríki hafa gengið harðast fram í að berjast gegn samþykkt nýlegs sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Oft er talað eins og að ógnin af kjarnorkuvopnum sé löngu liðin, líkt og slæm minning úr kalda stríðinu. Ekkert er fjær sanni. Allan ársins hring standa yfir æsilegir eltingaleikir risaveldanna í heimshöfunum, þar sem Bandaríkin og Rússland reyna hvort um sig að halda kjarnorkuvopnakafbátum sínum leyndum hvort fyrir öðru, sem hluta af flókinni leikjafræði hershöfðingja. Ekki þarf að fjölyrða um hversu alvarleg áhrif kafbátaslyss gætu orðið. Fílahirðarnir leika lausum hala í stofunni, með kafbáta sína, herskip og loftför. Það er í hrópandi mótsögn við öll hin göfugu, yfirlýstu markmið Norðurskautaráðsins. Höfnum vígvæðingu á norðurslóðum! Höfundur á sæti í miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Utanríkisráðherrar Norðurskautaráðsins funda í Reykjavík í þessari viku eins og skilmerkilega hefur verið rakið í fjölmiðlum. Yfirlýstur tilgangur ráðsins er göfugur. Því er öðru fremur ætlað að stuðla að friðsamlegri samvinnu þeirra landa sem liggja að þessum viðkvæma heimshluta einkum á sviði umhverfismála Í umræðum um þessi mál kjósa ansi margir þó að þykjast ekki sjá fílinn í stofunni og horfa framhjá þeirri staðreynd að í þessum landahópi eru þau tvö ríki sem hafa yfir að búa obbanum af kjarnorkuvopnum veraldarinnar og færa hluta þeirra í sífellu um norðurhöf, með tilheyrarandi ógn við náttúru svæðisins og heilsu og velferð fólksins sem þar býr. Bandaríkin og Rússland eru einnig þau ríki sem stærst skref hafa stigið til vígvæðingar á heimskautasvæðinu á liðnum árum og hafa lagt drög að enn stórfelldari uppbyggingu í náinni framtíð. Sömu ríki hafa gengið harðast fram í að berjast gegn samþykkt nýlegs sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Oft er talað eins og að ógnin af kjarnorkuvopnum sé löngu liðin, líkt og slæm minning úr kalda stríðinu. Ekkert er fjær sanni. Allan ársins hring standa yfir æsilegir eltingaleikir risaveldanna í heimshöfunum, þar sem Bandaríkin og Rússland reyna hvort um sig að halda kjarnorkuvopnakafbátum sínum leyndum hvort fyrir öðru, sem hluta af flókinni leikjafræði hershöfðingja. Ekki þarf að fjölyrða um hversu alvarleg áhrif kafbátaslyss gætu orðið. Fílahirðarnir leika lausum hala í stofunni, með kafbáta sína, herskip og loftför. Það er í hrópandi mótsögn við öll hin göfugu, yfirlýstu markmið Norðurskautaráðsins. Höfnum vígvæðingu á norðurslóðum! Höfundur á sæti í miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar