Heimir: Gátum ekki verið lélegri en í fyrri hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2021 22:11 Valstrákarnir hans Heimis Guðjónssonar eru með tíu stig í Pepsi Max-deildinni líkt og FH-ingar, KA-menn og Víkingar. vísir/hulda margrét Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sigurinn á KR í kvöld, 2-3. Hann var þó langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Valsmanna í fyrri hálfleik. „Ég held að þetta hafi verið sterkur sigur miðað við gang leiksins. Mér fannst við ljónheppnir að sleppa inn í hálfleik með 1-1 og hefðum líka verið heppnir með 1-0,“ sagði Heimir við íþróttadeild eftir leikinn. „KR-ingarnir voru á undan í alla bolta og unnu alla seinni bolta og návígi. Við bara mættum ekki til leiks. Við vorum ekki klárir í byrjun. En Sebe [Sebastian Hedlund] skoraði frábært mark eftir hornspyrnu og það gaf okkur mikið. Svo gátum við ekki verið lélegri en í fyrri hálfleik.“ Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu tvö mörk á fyrstu níu mínútum hans. „Þegar þú spilar við KR þarftu að vera með grunnatriði leiksins á hreinu og mér fannst við byrja seinni hálfleikinn sterkt að því leitinu til. Við mættum þeim í baráttunni,“ sagði Heimir. Hannes Þór Halldórsson gerði slæm mistök í fyrra marki KR en bætti upp fyrir það með frábærri markvörslu frá Óskari Erni Haukssyni undir blálokin. „Ég á eftir að skoða þetta mark aftur. Það var eitthvað klafs en Hannes er góður og reynslumikill markvöður og steig upp fyrir okkur þegar þess þurfti og var flottur,“ sagði Heimir. KR-ingar lágu á Valsmönnum undir lok leiks en gestirnir stóðust pressuna. „KR-liðið er gríðarlega öflugt. Þeir voru komnir með Kjartan Henry [Finnbogason] og Kristján Flóka [Finnbogason] inn á og við þurftum að breyta og stækka liðið okkar til að eiga við þá og það heppnaðist,“ sagði Heimir að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:20 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
„Ég held að þetta hafi verið sterkur sigur miðað við gang leiksins. Mér fannst við ljónheppnir að sleppa inn í hálfleik með 1-1 og hefðum líka verið heppnir með 1-0,“ sagði Heimir við íþróttadeild eftir leikinn. „KR-ingarnir voru á undan í alla bolta og unnu alla seinni bolta og návígi. Við bara mættum ekki til leiks. Við vorum ekki klárir í byrjun. En Sebe [Sebastian Hedlund] skoraði frábært mark eftir hornspyrnu og það gaf okkur mikið. Svo gátum við ekki verið lélegri en í fyrri hálfleik.“ Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu tvö mörk á fyrstu níu mínútum hans. „Þegar þú spilar við KR þarftu að vera með grunnatriði leiksins á hreinu og mér fannst við byrja seinni hálfleikinn sterkt að því leitinu til. Við mættum þeim í baráttunni,“ sagði Heimir. Hannes Þór Halldórsson gerði slæm mistök í fyrra marki KR en bætti upp fyrir það með frábærri markvörslu frá Óskari Erni Haukssyni undir blálokin. „Ég á eftir að skoða þetta mark aftur. Það var eitthvað klafs en Hannes er góður og reynslumikill markvöður og steig upp fyrir okkur þegar þess þurfti og var flottur,“ sagði Heimir. KR-ingar lágu á Valsmönnum undir lok leiks en gestirnir stóðust pressuna. „KR-liðið er gríðarlega öflugt. Þeir voru komnir með Kjartan Henry [Finnbogason] og Kristján Flóka [Finnbogason] inn á og við þurftum að breyta og stækka liðið okkar til að eiga við þá og það heppnaðist,“ sagði Heimir að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:20 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Umfjöllun: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:20