Fjallið hefur misst fimmtíu kíló: Þarf ekki lengur að pína ofan í mig mat Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 08:30 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig mikið niður og segist líka líða miklu betur. Instagram/@thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson hefur þurft að gerbreyta því hvernig hann æfir og borðar um leið og hann breytir sér úr aflraunamanni í hnefaleikamann. Fjallið er nú staddur í Dúbaí þar sem hann er undirbúa sig fyrir æfingabardaga í lok mánaðarins. Kappinn notaði tækifærið í nýjasta myndbandinu sínu að sína frá dæmigerðum degi hjá sér í dag. Hafþór er langt kominn í að breyta sér í hnefaleikamann en framundan er bardagi við Eddie Hall í Las Vegas í september næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Myndbandið byrjar á því að bankað er á hóteldyrnar hjá Fjallinu í Dúbaí og framundan var heill dagur með íslenska kraftakarlinum. „Í dag ætla ég að sýna frá því hvernig ég borða á einum heilum degi og ég get ekki beðið eftir sýna ykkur það,“ sagði Hafþór Júlíus í byrjun myndbandsins. Hafþór skellti sér strax í að segja frá morgunmatnum sínum þar sem hann borðaði þrjú egg, 200 grömm af kjúklingi og fullt stórt glas af orkuþeyting með höfrum, jarðberum, jógúrt og bláberjum. Með þessu drakk hann líka orkudrykk og heilsudrykk. „Ég ætla að sýna ykkur frá þessum degi og ég byrja á því að fara á tækniæfingu með þjálfaranum mínum þar sem ég mun vinna í fótavinnunni. Eftir það þá ætla ég að lyfta óðum og svo mun ég vinna í þolinu,“ sagði Hafþór. „Ég er líka mjög spenntur að sýna ykkur hvað ég er að borða í dag því ég mjög ánægður með hvernig ég lít út núna. Þegar ég byrjað á þessari vegferð þá var ég 205 kíló en núna er ég kominn niður í 155 kíló og líður mjög vel,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Í lok myndbandsins þá gerði Hafþór líka upp daginn. „Þetta er það sem ég borða á einum degi. Trúið þið þessu? Ég er ekki að borða neitt og bara að horast niður,“ sagði Hafþór brosandi. „Ég nýt þess og mér líður svo miklu betur, svo miklu betur en þegar ég var 205 kíló. Þá var ég að pína ofan í mig mat á hverjum einasta degi. Ég var við það að æla á hverjum einasta degi en ég hélt áfram að borða af því að markmiðið mitt var að vera sterkasta manneskja í heimi,“ sagði Hafþór. „Nú hef ég önnur markmið og þarf ekki lengur að vera pína mat ofan í mig. Mér líður mjög vel,“ sagði Hafþór. Það skal þó tekið fram að kappinn er borða vel og hann sleppir engum máltíðum enda maður sem er að æfa þrisvar sinnum á dag. Hér fyrir neðan má sjá nýjasta myndbandið með Hafþóri sem hann skírði: Hvernig ég borða og æfi á hverjum degi. watch on YouTube Box Aflraunir Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira
Fjallið er nú staddur í Dúbaí þar sem hann er undirbúa sig fyrir æfingabardaga í lok mánaðarins. Kappinn notaði tækifærið í nýjasta myndbandinu sínu að sína frá dæmigerðum degi hjá sér í dag. Hafþór er langt kominn í að breyta sér í hnefaleikamann en framundan er bardagi við Eddie Hall í Las Vegas í september næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Myndbandið byrjar á því að bankað er á hóteldyrnar hjá Fjallinu í Dúbaí og framundan var heill dagur með íslenska kraftakarlinum. „Í dag ætla ég að sýna frá því hvernig ég borða á einum heilum degi og ég get ekki beðið eftir sýna ykkur það,“ sagði Hafþór Júlíus í byrjun myndbandsins. Hafþór skellti sér strax í að segja frá morgunmatnum sínum þar sem hann borðaði þrjú egg, 200 grömm af kjúklingi og fullt stórt glas af orkuþeyting með höfrum, jarðberum, jógúrt og bláberjum. Með þessu drakk hann líka orkudrykk og heilsudrykk. „Ég ætla að sýna ykkur frá þessum degi og ég byrja á því að fara á tækniæfingu með þjálfaranum mínum þar sem ég mun vinna í fótavinnunni. Eftir það þá ætla ég að lyfta óðum og svo mun ég vinna í þolinu,“ sagði Hafþór. „Ég er líka mjög spenntur að sýna ykkur hvað ég er að borða í dag því ég mjög ánægður með hvernig ég lít út núna. Þegar ég byrjað á þessari vegferð þá var ég 205 kíló en núna er ég kominn niður í 155 kíló og líður mjög vel,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Í lok myndbandsins þá gerði Hafþór líka upp daginn. „Þetta er það sem ég borða á einum degi. Trúið þið þessu? Ég er ekki að borða neitt og bara að horast niður,“ sagði Hafþór brosandi. „Ég nýt þess og mér líður svo miklu betur, svo miklu betur en þegar ég var 205 kíló. Þá var ég að pína ofan í mig mat á hverjum einasta degi. Ég var við það að æla á hverjum einasta degi en ég hélt áfram að borða af því að markmiðið mitt var að vera sterkasta manneskja í heimi,“ sagði Hafþór. „Nú hef ég önnur markmið og þarf ekki lengur að vera pína mat ofan í mig. Mér líður mjög vel,“ sagði Hafþór. Það skal þó tekið fram að kappinn er borða vel og hann sleppir engum máltíðum enda maður sem er að æfa þrisvar sinnum á dag. Hér fyrir neðan má sjá nýjasta myndbandið með Hafþóri sem hann skírði: Hvernig ég borða og æfi á hverjum degi. watch on YouTube
Box Aflraunir Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira