Guðbjörg Oddný vill fjórða sæti Sjálfstæðisflokksins í kraganum Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2021 14:17 Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún segist vilja á þing fyrir ungt fjölskyldufólk því nauðsyn sé á fulltrúm þeirra þar. Í yfirlýsingu kemur fram að Guðbjörg Oddný er fædd 5. febrúar 1985 og er gift Gísla Má Gíslasyni, hagfræðingi og eiga þau þrjú börn. Guðbjörg lauk MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands 2011 og BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2008. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2006. „Það vantar fulltrúa ungs fjölskyldufólks á Alþingi; fulltrúa þeirra sem eru allt í senn að ala upp börn, koma sér upp heimili og skapa sér starfsvettvang,“ er haft eftir Guðbjörgu í áðurnefndri yfirlýsingu. „Framtíð barnanna okkar er framtíð þjóðarinnar. Frá því ég man eftir mér hef ég hugsað um samfélagið og reynt að hafa áhrif á mitt nærumhverfi. Það hefur verið gaman og krefjandi að vinna að ýmsum góðum málum í Hafnarfirði undanfarin ár, bæði sem varabæjarfulltrúi og í nefndarstörfum hjá bænum. Núna finnst mér tímabært að ég stíga skrefið lengra og verða fulltrúi flokksins á Alþingi.“ „MIikilvægt er að hugað sé vel að einstaklingunum, frelsi þeirra og frumkvæði. Ég tala fyrir því að umgjörðin í málefnum barna virki þeim til heilla. Ég brenn fyrir framþróun í menntamálum og nýsköpun í kennsluháttum. Einnig þarf að gera ungu fólki auðveldara að eignast sitt eigið húsnæði.“ Guðbjörg Oddný varð fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði eftir að hún skipaði 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þar í sveitarstjórnarkosningunum 2008. Á vegum flokksins hefur hún setið í fjölskylduráði, fræðsluráði og sem formaður menningar- og ferðamálanefndar. Guðbjörg er einnig fulltrúi bæjarins í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar. „Það hefur verið góð reynsla að starfa á vettvangi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að fjölbreyttum málum. Ánægjulegast er að sjá hvernig þjónusta við barnafjölskyldur hefur sífellt verið að eflast og hve vel hefur gengið með rekstur og fjármálastjórn bæjarins.“ Guðbjörg Oddný hefur þar að auki sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðustu 12 ár, samkvæmt yfirlýsingunni, og hefur meðal annars setið í stjórn Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og stjórn Fram, Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar, sem varaformaður. Hún situr núna í stjórn fulltrúaráðsins í Hafnarfirði og í framkvæmdastjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Samhliða því að vera varabæjarfulltrúi starfar Guðbjörg Oddný sem upplýsingastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá Benchmark Genetics sem er 30 ára nýsköpunar fyrirtæki sem selur laxahrogn til fiskeldisstöðva út um allan heim og er með skrifstofur sínar í Hafnarfirði. Prófkjörið fer fram 10. til 12. júní. Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Í yfirlýsingu kemur fram að Guðbjörg Oddný er fædd 5. febrúar 1985 og er gift Gísla Má Gíslasyni, hagfræðingi og eiga þau þrjú börn. Guðbjörg lauk MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands 2011 og BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2008. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2006. „Það vantar fulltrúa ungs fjölskyldufólks á Alþingi; fulltrúa þeirra sem eru allt í senn að ala upp börn, koma sér upp heimili og skapa sér starfsvettvang,“ er haft eftir Guðbjörgu í áðurnefndri yfirlýsingu. „Framtíð barnanna okkar er framtíð þjóðarinnar. Frá því ég man eftir mér hef ég hugsað um samfélagið og reynt að hafa áhrif á mitt nærumhverfi. Það hefur verið gaman og krefjandi að vinna að ýmsum góðum málum í Hafnarfirði undanfarin ár, bæði sem varabæjarfulltrúi og í nefndarstörfum hjá bænum. Núna finnst mér tímabært að ég stíga skrefið lengra og verða fulltrúi flokksins á Alþingi.“ „MIikilvægt er að hugað sé vel að einstaklingunum, frelsi þeirra og frumkvæði. Ég tala fyrir því að umgjörðin í málefnum barna virki þeim til heilla. Ég brenn fyrir framþróun í menntamálum og nýsköpun í kennsluháttum. Einnig þarf að gera ungu fólki auðveldara að eignast sitt eigið húsnæði.“ Guðbjörg Oddný varð fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði eftir að hún skipaði 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þar í sveitarstjórnarkosningunum 2008. Á vegum flokksins hefur hún setið í fjölskylduráði, fræðsluráði og sem formaður menningar- og ferðamálanefndar. Guðbjörg er einnig fulltrúi bæjarins í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar. „Það hefur verið góð reynsla að starfa á vettvangi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að fjölbreyttum málum. Ánægjulegast er að sjá hvernig þjónusta við barnafjölskyldur hefur sífellt verið að eflast og hve vel hefur gengið með rekstur og fjármálastjórn bæjarins.“ Guðbjörg Oddný hefur þar að auki sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðustu 12 ár, samkvæmt yfirlýsingunni, og hefur meðal annars setið í stjórn Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og stjórn Fram, Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar, sem varaformaður. Hún situr núna í stjórn fulltrúaráðsins í Hafnarfirði og í framkvæmdastjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Samhliða því að vera varabæjarfulltrúi starfar Guðbjörg Oddný sem upplýsingastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá Benchmark Genetics sem er 30 ára nýsköpunar fyrirtæki sem selur laxahrogn til fiskeldisstöðva út um allan heim og er með skrifstofur sínar í Hafnarfirði. Prófkjörið fer fram 10. til 12. júní.
Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira