„Hefði ekki tekist án samtakamáttar“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. maí 2021 13:43 Smitin greindust flest á Suðárkróki. Vísir/Egill Hörðum sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði verður aflétt á miðnætti eftir ákvörðun almannavarna þess efnis, sem telur sig hafa náð tökum á hópsmitinu. Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af fjórir í Skagafirði. „Heildatalan sem hefur greinst í þessu hópsmiti er komin í 21. Það hefur enginn greinst utan sóttkvíar alla síðustu viku og það er engin smitrakning í gangi í tengslum við þessa fjóra sem greindust í gær. Það er okkar mat og rakningarteymisins að við séum búin að ná utan um smitið,” segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Á meðan dregið var úr sóttvarnaaðgerðum annars staðar á landinu var ákvörðun tekin um að loka skólum, sundlaugum og íþróttamiðstöðvum á Skagafirði vegna smitanna. Stefán segir að hópsýkingin eigi rætur að rekja til höfuðborgarsvæðisins en ekki er talið að um brot á sóttkví hafi verið að ræða. Hann fagnar því hversu vel hefur tekist til við að ná utan um smitin. „Almenningur hefur verið afskaplega hliðhollur okkur í þessu öllu saman og jákvæður. Það hefur verið mikil samstaða í sveitarfélögunum báðum og þetta hefur tekist vel, og fyrir það ber svo sannarlega að þakka. Þetta hefði ekki tekist án samtakamáttar og samstöðu sem var hér um þetta.” Verkefninu sé þó ekki lokið. „Við búumst alveg við því að það muni áfram einhver smit greinast en væntanlega verða þau í sóttkví, það eru okkar væntingar. Ef ekki þá þurfum við bara að bregðast við því,” segir Stefán. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
„Heildatalan sem hefur greinst í þessu hópsmiti er komin í 21. Það hefur enginn greinst utan sóttkvíar alla síðustu viku og það er engin smitrakning í gangi í tengslum við þessa fjóra sem greindust í gær. Það er okkar mat og rakningarteymisins að við séum búin að ná utan um smitið,” segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Á meðan dregið var úr sóttvarnaaðgerðum annars staðar á landinu var ákvörðun tekin um að loka skólum, sundlaugum og íþróttamiðstöðvum á Skagafirði vegna smitanna. Stefán segir að hópsýkingin eigi rætur að rekja til höfuðborgarsvæðisins en ekki er talið að um brot á sóttkví hafi verið að ræða. Hann fagnar því hversu vel hefur tekist til við að ná utan um smitin. „Almenningur hefur verið afskaplega hliðhollur okkur í þessu öllu saman og jákvæður. Það hefur verið mikil samstaða í sveitarfélögunum báðum og þetta hefur tekist vel, og fyrir það ber svo sannarlega að þakka. Þetta hefði ekki tekist án samtakamáttar og samstöðu sem var hér um þetta.” Verkefninu sé þó ekki lokið. „Við búumst alveg við því að það muni áfram einhver smit greinast en væntanlega verða þau í sóttkví, það eru okkar væntingar. Ef ekki þá þurfum við bara að bregðast við því,” segir Stefán.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira