Reykjavíkurrisarnir mætast í átta liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. maí 2021 12:32 Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox gengu báðir til liðs við Val frá KR. Valur og KR mætast í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í Origo höllinni í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum í deildinni og þá unnu liðin sinn leikinn hvor innbyrgðis. Valsmenn unnu þó innbyrgðisviðureignirnar samtals með einu stigi og þetta eina stig tryggði þeim heimaleikjaréttinn. Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru yfir þessa viðureign í Körfuboltakvöldi í vikunni og hvers væri að vænta þegar þessi tvö stórveldi mætast. Ef helstu tölfræðiþættir eru skoðaðir má sjá að KR-ingar standa betur að vígi í sóknarleiknum í vetur, en Valsmenn eru með betri varnartölfræði. Bæði lið eru að fá mikið af stigum af bekknum sem sýnir mikla breidd þessara tveggja liða en erfitt er að sjá að annað liðið sé með augljóst forskot í helstu tölfræðiþáttum vetrarins. Jordan Roland er lykilmaður í liði Vals. „Það sem kannski lítur út fyrir að vera fáránlegt skot, það er gott skot hjá honum“ Valsmenn eru með vel skipað lið, og stór hluti leikmanna þeirra hefur komið frá KR. Einn af betri leikmönnum Vals í vetur hefur verið Jordan Roland. „Þetta er bara ofboðslegur skorari og hann er alltaf til í að taka skotið en hann er aldrei að þröngva neinum fáránlegum skotum,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Það sem kannski lítur út fyrir að vera fáránlegt skot, það er gott skot hjá honum þannig að ekki láta blekkjast með það.“ „Bara það að Roland og Ty Sabin séu að fara að mætast er næg ástæða fyrir því að það er enginn að fara að missa af einum einast leik í þessari seríu. Það að Valur og KR séu að fara að mætast þýðir að nú eiga allir að fá sér áskrift af Stöð 2 Sport. Ekki missa af þessu.“ Klippa: Valur - KR „Ég ætla bara að fylgjast með og njóta því að þetta er sería allra sería“ Teitur Örlygsson var sammála Benedikt og sagði að þetta væri ein mest spennandi viðureign síðari ára. „Þetta eru sjöfaldir meistarar sem byggðu upp eitthvað stóð af „homegrown“ leikmönnum og unnu titilinn sjö sinnum í röð og eru ríkjandi meistarar.“ „Svo kemur bara liðið við hliðina nánast með óútfylltan tékka og tekur Kristófer, Pavel, Jón Arnór og Finn. Er ég að gleyma einhverjum?“ Hvorki Benedikt né Teitur treystu sér í að spá fyrir um hvort liðið myndi vinna þetta einvígi. „Ég veit ekki hvernig þetta fer en ég ætla bara að fylgjast með og njóta því að þetta er sería allra sería,“ bætti Benedikt við. „Valur er með heimavallarréttinn, er það gott eða slæmt? KR er búið að vinna alla útileikina og tapa öllum heimaleikjunum, svona nánast. Er þá ekki bara gott fyrir þá að Valur eigi heimavallarréttinn?“ “Ég held að það sé mikilvægt fyrir KR að reyna að ná inn mikið af hröðum stigum. Valsmenn eru líkamlega sterkari og munu reyna að stoppa það,“ sagði Teitur. „Það er líka mjög mikilvægt fyrir KR að gera vel á opnum velli og reyna að vinna frákastabaráttuna.“ Leikur Vals og KR er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20:10 í kvöld, en upphitun hefst klukkan 19:45. Umræðu strákana í Körfuboltakvöldi um þessa viðureign má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Valur KR Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Sjá meira
Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru yfir þessa viðureign í Körfuboltakvöldi í vikunni og hvers væri að vænta þegar þessi tvö stórveldi mætast. Ef helstu tölfræðiþættir eru skoðaðir má sjá að KR-ingar standa betur að vígi í sóknarleiknum í vetur, en Valsmenn eru með betri varnartölfræði. Bæði lið eru að fá mikið af stigum af bekknum sem sýnir mikla breidd þessara tveggja liða en erfitt er að sjá að annað liðið sé með augljóst forskot í helstu tölfræðiþáttum vetrarins. Jordan Roland er lykilmaður í liði Vals. „Það sem kannski lítur út fyrir að vera fáránlegt skot, það er gott skot hjá honum“ Valsmenn eru með vel skipað lið, og stór hluti leikmanna þeirra hefur komið frá KR. Einn af betri leikmönnum Vals í vetur hefur verið Jordan Roland. „Þetta er bara ofboðslegur skorari og hann er alltaf til í að taka skotið en hann er aldrei að þröngva neinum fáránlegum skotum,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Það sem kannski lítur út fyrir að vera fáránlegt skot, það er gott skot hjá honum þannig að ekki láta blekkjast með það.“ „Bara það að Roland og Ty Sabin séu að fara að mætast er næg ástæða fyrir því að það er enginn að fara að missa af einum einast leik í þessari seríu. Það að Valur og KR séu að fara að mætast þýðir að nú eiga allir að fá sér áskrift af Stöð 2 Sport. Ekki missa af þessu.“ Klippa: Valur - KR „Ég ætla bara að fylgjast með og njóta því að þetta er sería allra sería“ Teitur Örlygsson var sammála Benedikt og sagði að þetta væri ein mest spennandi viðureign síðari ára. „Þetta eru sjöfaldir meistarar sem byggðu upp eitthvað stóð af „homegrown“ leikmönnum og unnu titilinn sjö sinnum í röð og eru ríkjandi meistarar.“ „Svo kemur bara liðið við hliðina nánast með óútfylltan tékka og tekur Kristófer, Pavel, Jón Arnór og Finn. Er ég að gleyma einhverjum?“ Hvorki Benedikt né Teitur treystu sér í að spá fyrir um hvort liðið myndi vinna þetta einvígi. „Ég veit ekki hvernig þetta fer en ég ætla bara að fylgjast með og njóta því að þetta er sería allra sería,“ bætti Benedikt við. „Valur er með heimavallarréttinn, er það gott eða slæmt? KR er búið að vinna alla útileikina og tapa öllum heimaleikjunum, svona nánast. Er þá ekki bara gott fyrir þá að Valur eigi heimavallarréttinn?“ “Ég held að það sé mikilvægt fyrir KR að reyna að ná inn mikið af hröðum stigum. Valsmenn eru líkamlega sterkari og munu reyna að stoppa það,“ sagði Teitur. „Það er líka mjög mikilvægt fyrir KR að gera vel á opnum velli og reyna að vinna frákastabaráttuna.“ Leikur Vals og KR er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20:10 í kvöld, en upphitun hefst klukkan 19:45. Umræðu strákana í Körfuboltakvöldi um þessa viðureign má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Valur KR Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Sjá meira