Nei ráðherra - Hlegið og hlegið í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. maí 2021 20:10 Þakið ætlaði að rifna af leikhúsinu í Hveragerði í gærkvöldi þegar leikfélag bæjarins frumsýndi farsann „Nei ráðherra", þar sem hver uppákoman rak aðra á sinn óborganlega og bráðfyndna hátt. Leikfélag Hveragerðis er eitt af öflugust áhugaleikfélögum landsins. Vegna Covid hefur ekki verið hægt að sýna neitt í leikhúsinu fyrr en nú og þá var ekki ráðist á garðann þar sem hann er lægstur, „Nei ráðherra“ eftir Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar varð fyrir valinu. Það er heilmikið fjör á sviðinu á meðan leikritið fer fram. Leikfélag Hveragerðis er eitt af öflugustu áhugamannaleikfélögum landsins, stofnað 1947.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, heldur betur, mikið stuð, enda er þetta klassískur misskilnings farsi, ægir öllu saman, þetta er mikil fletta sem svo leysist upp í lokin. Leikararnir eru frábærir en þetta er í annað sinn, sem ég er að vinna með þeim,“ segir Örn Árnason, leikstjóri. Leikfélag Hveragerðis á sitt eigið leikhús en æfingar fyrir Nei ráðherra hafa staðið yfir frá því í mars síðstliðinn. Lík spilar skemmtilegt hlutverk í leikritinu og það er meira að segja dansað með það. En af hverju ætti fólk að bregða sér til Hveragerðis á sýninguna? „Vegna þess að hér er gleði og hér er leikið með hjartanu,“ segir Örn. Lik spilar stórt hlutverk í leikritinu án þess að farið sé nánar út í það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það mæðir mikið á sjálfum ráðherranum í sýningunni og þjóninum í herbergisþjónustunni. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt. Já, já, þetta kitlar mann alltaf, mikið fjör. Við erum með mjög öflugt leikfélag hér, sem hefur starfað í rúm 70 ár án þess að stoppa,“ segir þau Steindór Gestsson sem leikur þjóninn og Elín Hrönn Jónsdóttir, sem leikur ráðherrann. Ýmsar mjög skondnar uppákomur gerast í leikritinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fagnaðarlátunum eftir sýninguna ætlaði aldrei að linna enda klappað og klappað fyrir frábæru verki og leikurum þess og öðru fólki, sem kemur að uppfærslu sýningarinnar. Klappið frá áhorfendum ætlaði aldrei að hætta eftir frumsýninguna, svo mikil ánægja var með leikritið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Leikhús Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Leikfélag Hveragerðis er eitt af öflugust áhugaleikfélögum landsins. Vegna Covid hefur ekki verið hægt að sýna neitt í leikhúsinu fyrr en nú og þá var ekki ráðist á garðann þar sem hann er lægstur, „Nei ráðherra“ eftir Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar varð fyrir valinu. Það er heilmikið fjör á sviðinu á meðan leikritið fer fram. Leikfélag Hveragerðis er eitt af öflugustu áhugamannaleikfélögum landsins, stofnað 1947.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, heldur betur, mikið stuð, enda er þetta klassískur misskilnings farsi, ægir öllu saman, þetta er mikil fletta sem svo leysist upp í lokin. Leikararnir eru frábærir en þetta er í annað sinn, sem ég er að vinna með þeim,“ segir Örn Árnason, leikstjóri. Leikfélag Hveragerðis á sitt eigið leikhús en æfingar fyrir Nei ráðherra hafa staðið yfir frá því í mars síðstliðinn. Lík spilar skemmtilegt hlutverk í leikritinu og það er meira að segja dansað með það. En af hverju ætti fólk að bregða sér til Hveragerðis á sýninguna? „Vegna þess að hér er gleði og hér er leikið með hjartanu,“ segir Örn. Lik spilar stórt hlutverk í leikritinu án þess að farið sé nánar út í það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það mæðir mikið á sjálfum ráðherranum í sýningunni og þjóninum í herbergisþjónustunni. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt. Já, já, þetta kitlar mann alltaf, mikið fjör. Við erum með mjög öflugt leikfélag hér, sem hefur starfað í rúm 70 ár án þess að stoppa,“ segir þau Steindór Gestsson sem leikur þjóninn og Elín Hrönn Jónsdóttir, sem leikur ráðherrann. Ýmsar mjög skondnar uppákomur gerast í leikritinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fagnaðarlátunum eftir sýninguna ætlaði aldrei að linna enda klappað og klappað fyrir frábæru verki og leikurum þess og öðru fólki, sem kemur að uppfærslu sýningarinnar. Klappið frá áhorfendum ætlaði aldrei að hætta eftir frumsýninguna, svo mikil ánægja var með leikritið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Leikhús Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira