Leggja fram 57 tillögur í norðurslóðamálum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. maí 2021 22:31 Boðað var til blaðamannafundar í dag þar sem skýrslan var kynnt. Utanríkisráðuneytið Umfangsmikil skýrsla með fimmtíu og sjö tillögum um efnahagstækifæri á norðurslóðum var kynnt og afhent utanríkisráðherra í dag. Hann segir Ísland í lykilstöðu sem norðurslóðaríki og því þurfi að huga vel að því hvernig hægt sé að nýta sérstöðu landsins sem best. Tillögurnar eru í tíu köflum og kveða meðal annars á um nýjan loftferðasamning milli Íslands og Grænlands, uppfærðan loftferðasamning milli Íslands og Kína og að viðræðum verði haldið áfram um yfirflugsheimild yfir Rússland, auk þess sem beinu reglulegu flugi verði komið á til Rússlands og Kína, svo dæmi séu tekin. Þá verði Ísland samgöngu- og þjónustumiðstöð norðurslóða og að farið verði í uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og í heilbrigðiskerfinu. „Það sem ég er að vonast til að sé að gerast og ég finn að er að gerast, er að ég finn að áhugi okkar allra er að aukast á þessu og þeir aðilar sem þurfa að málum að koma eru farnir að líta meira á það að við erum norðurslóðaþjóð,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór skipaði starfshópinn í október 2019. Verkefnið var að greina heildstætt þann efnahagsuppgang sem fyrirséð er að verði á norðurslóðum og meta á þeim grundvelli hvernig best verði staðið að vörslu og eflingu íslenskra hagsmuna á svæðinu. „Ástæðan fyrir því að ég setti þessa hópa af stað er sú að orð eru til alls fyrst og við þurfum að fara að fara, og við höfum unnið að því, að búa okkur undir framtíðina. Loftslagsbreytingar hafa hlutfallslega meiri áhrif á norðurslóðum en annars staðar og það er eitthvað sem við þurfum að vera mjög meðvituð um.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ásamt Árna Sigfússyni formanni starfshópsins, Sigþrúði Ármann, fulltrúa í starfshópnum (t.h.), og Nínu Björk Jónsdóttur, starfsmanni hópsins (t.v.)Utanríkisráðuneytið Árni Sigfússon, formaður starfshópsins, tekur undir það a bregðast þurfi við þeim breytingum sem séu að eiga sér stað. „Með hlýnun jarðar þá er heimsmyndin að færast norðar. Við erum að sjá fiskistofnana færast norðar, við erum að sjá opnast ný tækifæri, nýja auðlindastrauma í kringum Grænland, við erum að sjá jafnvel nýjar samgönguleiðir inn á norðurslóðir. Við erum við hlið þessara breytinga,” segir hann. „Við þurfum að byggja upp okkar áætlun, okkar stefnu, okkar aðgerðaáætlun til þess að mæta þessu en ekki síður hafa áhrif á það að við erum að vernda hér hreinleikann, tærleikann og sjálfbærnina.“ Utanríkisráðherra segir áhuga umheimsins stöðugt að aukast og slík tækifæri þurfi að nýta. „Áherslur okkar eru þær að við erum norðurskautsþjóð og við þurfum að taka það hlutverk alvarlega. Bæði þegar kemur að áskorunum en síðan eru líka ákveðin tækifæri, viðskiptatækifæri sem er verið að draga hér upp,“ segir Guðlaugur. Skýrsluna má nálgast hér. Norðurslóðir Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Tillögurnar eru í tíu köflum og kveða meðal annars á um nýjan loftferðasamning milli Íslands og Grænlands, uppfærðan loftferðasamning milli Íslands og Kína og að viðræðum verði haldið áfram um yfirflugsheimild yfir Rússland, auk þess sem beinu reglulegu flugi verði komið á til Rússlands og Kína, svo dæmi séu tekin. Þá verði Ísland samgöngu- og þjónustumiðstöð norðurslóða og að farið verði í uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og í heilbrigðiskerfinu. „Það sem ég er að vonast til að sé að gerast og ég finn að er að gerast, er að ég finn að áhugi okkar allra er að aukast á þessu og þeir aðilar sem þurfa að málum að koma eru farnir að líta meira á það að við erum norðurslóðaþjóð,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór skipaði starfshópinn í október 2019. Verkefnið var að greina heildstætt þann efnahagsuppgang sem fyrirséð er að verði á norðurslóðum og meta á þeim grundvelli hvernig best verði staðið að vörslu og eflingu íslenskra hagsmuna á svæðinu. „Ástæðan fyrir því að ég setti þessa hópa af stað er sú að orð eru til alls fyrst og við þurfum að fara að fara, og við höfum unnið að því, að búa okkur undir framtíðina. Loftslagsbreytingar hafa hlutfallslega meiri áhrif á norðurslóðum en annars staðar og það er eitthvað sem við þurfum að vera mjög meðvituð um.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ásamt Árna Sigfússyni formanni starfshópsins, Sigþrúði Ármann, fulltrúa í starfshópnum (t.h.), og Nínu Björk Jónsdóttur, starfsmanni hópsins (t.v.)Utanríkisráðuneytið Árni Sigfússon, formaður starfshópsins, tekur undir það a bregðast þurfi við þeim breytingum sem séu að eiga sér stað. „Með hlýnun jarðar þá er heimsmyndin að færast norðar. Við erum að sjá fiskistofnana færast norðar, við erum að sjá opnast ný tækifæri, nýja auðlindastrauma í kringum Grænland, við erum að sjá jafnvel nýjar samgönguleiðir inn á norðurslóðir. Við erum við hlið þessara breytinga,” segir hann. „Við þurfum að byggja upp okkar áætlun, okkar stefnu, okkar aðgerðaáætlun til þess að mæta þessu en ekki síður hafa áhrif á það að við erum að vernda hér hreinleikann, tærleikann og sjálfbærnina.“ Utanríkisráðherra segir áhuga umheimsins stöðugt að aukast og slík tækifæri þurfi að nýta. „Áherslur okkar eru þær að við erum norðurskautsþjóð og við þurfum að taka það hlutverk alvarlega. Bæði þegar kemur að áskorunum en síðan eru líka ákveðin tækifæri, viðskiptatækifæri sem er verið að draga hér upp,“ segir Guðlaugur. Skýrsluna má nálgast hér.
Norðurslóðir Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira