„Hugmyndin af þessum smelli er þetta deit-app Tinder sem er nokkuð skemmtilegt verð ég að segja að herrar þessa lands koma þar betur út en margir vegna kurteisi sinnar og viðhorfa til okkar stelpnanna, en á mörgum stöðum í heiminum hefur geitin meiri réttindi en konan.“
Guðný segist hafa haft gaman af því að skoða smáforritið Tinder. Þá er Guðný María að setja upp djammskóna og er byrjuð að skrá skemmtanir sumarsins sem vonandi verða að veruleika þetta árið.
„Einnig er verið að klára bíómyndina um mig, en hún hefur eðlilega dregist vegna Covid.“
Hér að neðan má sjá myndbandið.