Minnisblað væntanlegt: Mun meiri áhugi á landinu nú en við gerðum ráð fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. maí 2021 12:07 Frá upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Sóttvarnarlæknir segir að mun fleiri komi nú til landsins en gert hafi verið ráð fyrir. Hann skilar heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir á landamærum á næstunni. Best væri ef hægt væri að taka á móti öllum án þess að slaka á sóttvarnarkröfum. Tveir greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær og voru báðir í sóttkví. Annað smitið kom upp á Sauðárkróki og eru nú14 manns í einangrun í Skagafirði . Samkvæmt flugáætlun Isavía er von á á 18 farþegavélum á Keflavíkurflugvöll um helgina sem er meira en síðustu helgi þegar met var slegið á þessu ári. Þá er Ísland nú aftur skilgreint sem grænt á korti á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Þórólfur Guðnason segist ætla að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir á landamærum á næstunni. „Ég held að áhugi á landinu sé að gerast miklu fyrr en við gerðum ráð fyrir. Það var ekki gert ráð fyrir þessu fyrr en í júní júlí,“ segir Þórólfur. Eitt af því sem Þórólfur hefur bent á er að leitað verði til Íslenskrar erfðagreiningar vegna skimunar á landamærum. „Það er verið að skoða útfærslu á þessu. Best er að reyna að taka á móti öllum þessum farþegum án þess að slaka á sóttvarnarkröfum,“ segir hann. Norska ríkisstjórnin ákvað í gær að hætta skuli alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 í Noregi og hefur það verið fjarlægt úr bólusetningaráætlun heilbrigðisyfirvalda. Þórólfur segir að það hafi ekki áhrif á bólusetningaráform hér á landi. „Þeir eru með ansi marga sem veiktust alvarlega og það litar þeirra ákvörðun. En það eru langflestar þjóðir í Evrópu sem nota enn þá bóluefnið. Við höfum farið mjög varlega nú síðast fengu karlar á fertugsaldri bóluefnið. Við erum að bíða eftir frekari niðurstöðum,“ segir Þórólfur. Fram hefur komið að þegar Bandaríkin opnast fyrir ferðamönnum frá Schengen sé ekki sé víst að fólk bólusett með bóluefni AstraZeneca fái að ferðast þangað. Aðspurður um hvort fólk sem þarf nauðsynlega að fara til Bandaríkjanna og hefur verið bólusett með AstraZeneca hér á landi gæti fengið annað bóluefni ef þessi ákvörðun stendur þegar opnað verður þar segir Þórólfur. „Nei, við erum að bólusetja hér með bóluefnum sem eru samþykkt í Evrópu. Það að Bandaríkjamenn samþykki ekki bólusetningarvottorð bóluefna er erfitt fyrir okkur að ráða við. Við getum ekki breytt út af okkar áætlunum varðandi það. Það væri vonlaust. Það er nógu erfitt fyrir með þessa mismunandi aldurskiptingu og mismunandi magn og flokka bóluefna að taka það inn í líka,“. Þórólfur segir stöðuna nú vekja bjartsýni. „Nú er bara að tryggja það að við fáum ekki smit inn frá landamærunum. Sérstaklega þegar við erum að aflétta aðgerðum hér innanlands,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland aftur orðið grænt Ísland er á ný skilgreint sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfærst var í gær. Auk Íslands er stór hluti Noregs og Finnlands grænn á lit. 14. maí 2021 10:16 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Tveir greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær og voru báðir í sóttkví. Annað smitið kom upp á Sauðárkróki og eru nú14 manns í einangrun í Skagafirði . Samkvæmt flugáætlun Isavía er von á á 18 farþegavélum á Keflavíkurflugvöll um helgina sem er meira en síðustu helgi þegar met var slegið á þessu ári. Þá er Ísland nú aftur skilgreint sem grænt á korti á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Þórólfur Guðnason segist ætla að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir á landamærum á næstunni. „Ég held að áhugi á landinu sé að gerast miklu fyrr en við gerðum ráð fyrir. Það var ekki gert ráð fyrir þessu fyrr en í júní júlí,“ segir Þórólfur. Eitt af því sem Þórólfur hefur bent á er að leitað verði til Íslenskrar erfðagreiningar vegna skimunar á landamærum. „Það er verið að skoða útfærslu á þessu. Best er að reyna að taka á móti öllum þessum farþegum án þess að slaka á sóttvarnarkröfum,“ segir hann. Norska ríkisstjórnin ákvað í gær að hætta skuli alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 í Noregi og hefur það verið fjarlægt úr bólusetningaráætlun heilbrigðisyfirvalda. Þórólfur segir að það hafi ekki áhrif á bólusetningaráform hér á landi. „Þeir eru með ansi marga sem veiktust alvarlega og það litar þeirra ákvörðun. En það eru langflestar þjóðir í Evrópu sem nota enn þá bóluefnið. Við höfum farið mjög varlega nú síðast fengu karlar á fertugsaldri bóluefnið. Við erum að bíða eftir frekari niðurstöðum,“ segir Þórólfur. Fram hefur komið að þegar Bandaríkin opnast fyrir ferðamönnum frá Schengen sé ekki sé víst að fólk bólusett með bóluefni AstraZeneca fái að ferðast þangað. Aðspurður um hvort fólk sem þarf nauðsynlega að fara til Bandaríkjanna og hefur verið bólusett með AstraZeneca hér á landi gæti fengið annað bóluefni ef þessi ákvörðun stendur þegar opnað verður þar segir Þórólfur. „Nei, við erum að bólusetja hér með bóluefnum sem eru samþykkt í Evrópu. Það að Bandaríkjamenn samþykki ekki bólusetningarvottorð bóluefna er erfitt fyrir okkur að ráða við. Við getum ekki breytt út af okkar áætlunum varðandi það. Það væri vonlaust. Það er nógu erfitt fyrir með þessa mismunandi aldurskiptingu og mismunandi magn og flokka bóluefna að taka það inn í líka,“. Þórólfur segir stöðuna nú vekja bjartsýni. „Nú er bara að tryggja það að við fáum ekki smit inn frá landamærunum. Sérstaklega þegar við erum að aflétta aðgerðum hér innanlands,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland aftur orðið grænt Ísland er á ný skilgreint sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfærst var í gær. Auk Íslands er stór hluti Noregs og Finnlands grænn á lit. 14. maí 2021 10:16 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Ísland aftur orðið grænt Ísland er á ný skilgreint sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfærst var í gær. Auk Íslands er stór hluti Noregs og Finnlands grænn á lit. 14. maí 2021 10:16