Auk loftárása skutu skriðdrekar, stórskotalið og hermenn um sex hundruð sprengjum á sama svæði í kjölfar loftárásanna. Heilt yfir stóð skothríðin yfir í rúmlega klukkustund en herinn segir engan Ísraelsmann hafa farið yfir landamæri Ísraels og Gasa, samkvæmt frétt Times of Israel.
Í kjölfar árásarinnar í nótt skutu Hamas-liðar fjölda eldflauga að Ashkelon, Ashdod, Beersheba, Yavne og öðrum bæjum í suður- og miðhluta Ísraels. Tveir eru sagðir hafa særst í þeim árásum.
Reyndu að flýja
Palestínumenn á svæðinu sem árásirnar beindust að í nótt flúðu heimili sín vegna skothríðarinnar en ekki fengu allir færi á því. Einn íbúi sem AP fréttaveitan ræddi við í neyðarskýli í morgun sagði fjölskyldu hans hafa verið fasta á heimilum sínum vegna loftárása og annar segir minnst átta manns hafa dáið þegar hús þeirra hrundi vegna árása.
Fjórar slíkar hafi hitt húsið um klukkan ellefu í gærkvöldi, að staðartíma, og það hafi hrunið. Tveir menn, tvær konu, þar af önnur ólétt og fjögur börn hafi verið inn í húsinu.
„Þetta var blóðbað," sagði einn viðmælandi fréttaveitunnar.
Hér má sjá myndefni frá Gasa í morgun þegar íbúar flúðu undan árásum Ísraelsmanna.
Ekki ráðarúm til að vara fólk við
Talsmaður hersins sagði að við hefðbundnar kringumstæður væru gefnar viðvarnir í aðdragna árása sem þessara og borgurum gefinn tími til að yfirgefa svæðið. Ekki hafi verið ráðrúm til þess í nótt.
Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir minnst 119 Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraelsmanna undanfarna daga og þar af 31 konur og börn, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hundruð eru sögð hafa særst. Þessar tölur eru ekki taldar innihalda þá sem féllu í aðgerðum næturinnar.
Í Ísrael hafa minnst níu dáið en um tvö þúsund eldflaugum hefur verið skoti frá Gasa frá því á mánudaginn.
Ísraelsmenn hafa verið harðlega gagnrýndir vegna dauðsfalla almennra borgara í fyrri stríðum á Gasa, þar sem rúmlega tvær milljónir Palestínumanna búa á litlu svæði. Þeirri gagnrýni hafa Ísraelsmenn svarað með því að Hamas-liðar skýli sér á bavkið almenna borgara.
Gasa-ströndinni hefur verið lokað af af Ísraelsmönnum og Egyptum frá því Hamas-liðar tóku þar völd árið 2007.

Her Ísraels hefur gefið í skyn að ný innrás á Gasa sé í vændum. Varalið hefur verið kallað út og hermönnum og skriðdrekum komið fyrir við landamærin í norðurhluta Gasa. Í kjölfar árásanna í nótt hefur því verið haldið fram að það hafi verið ráðabrugg og innrás hafi aldrei staðið til.
Markmiðið hafi verið að laða Hamas-liða í varnarstöður svo auðveldara væri að gera árásir á þá. Þessu hefur meðal annars verið haldið fram í fjölmiðlum Ísraels en er ekki staðfest.
Friðarköll falla á dauf eyru
Áköll erlendra ráðamanna og Sameinuðu þjóðanna um að átökin verði stöðvuð og vopnahléi komið á hafa hingað til talað fyrir daufum eyrum. Sendinefnd frá Egyptalandi hefur reynt að miðla málum í viðræðum fylkinga en án árangurs.
Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sendi frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem hann sagði að aðgerðir hersins myndu halda áfram eins lengi og þeirra væri þörf.
Prime Minister Benjamin Netanyahu, tonight:
— PM of Israel (@IsraeliPM) May 13, 2021
"We are dealing with a campaign on two fronts. The first front Gaza. I said that we would exact a very heavy price from Hamas and the other terrorist organizations. pic.twitter.com/5eHS8QZ3Mv
Hann sagði að Hamas og öðrum samtökum yrði refsað grimmilega fyrir árásir á Ísrael. Hamas-liðar hafa sömuleiðis heitið því að refsa Ísraelsmönnum.
BBC hefur þó eftir háttsettum Hamas-liða að samtökin sé tilbúin í vopnahlé, þrýsti alþjóðasamfélagið á Ísraelsmenn að hætta aðgerðum sínum við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem.
Sú moska er á Musterishæð og er einn heilagasti staður múslima. Umsátursástand hefur ríkt þar undanfarna daga. Þar hefur komið til átaka þar sem hundruð hafa særst.
Víðar hefur komið til átaka milli Araba og gyðinga innan landamæra Ísraels og hefur lögreglan meðal annars verið sökuð um að fylgjast með á meðan hópar gyðinga hafa farið inn á heimili og gengið í skrokk á fólki. Því neitar lögreglan.
Hér má sjá myndefni sem her Ísrales birti af árásunum í nótt.
The target: The Hamas Metro tunnel system in Gaza.
— Israel Defense Forces (@IDF) May 14, 2021
The operation: 160 aircraft, tanks, artillery and infantry units along the border.
We struck 150 targets and damaged many kilometers of the Hamas Metro network. pic.twitter.com/otn7JKxB9c