„Fannst vanta algjört drápseðli í FH-inga“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2021 17:30 Ef Egill Magnússon er að hitna mega önnur lið vara sig, segir Bjarni Fritzson. vísir/vilhelm „Ég var óánægður með FH. Mér fannst vanta drápseðlið,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um framgöngu FH-inga í seinni hálfleik gegn Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta á sunnudag. FH vann leikinn að lokum 30-27 en Bjarni og Einar Andri Einarsson voru á því að liðið hefði átt að gera út um leikinn fyrr. FH var 17-13 yfir eftir fyrri hálfleik en Afturelding minnkaði muninn fljótt í eitt mark og komst yfir, 26-25 þegar tæplega átta mínútur voru eftir. „FH-ingar eru í 2. sæti og þetta er liðið sem við teljum að sé líklegt til að veita Haukum einhverja keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir voru hins vegar svolítið flatir í þessum leik, sérstaklega á þessum kafla í seinni hálfleik. Þarna hefði maður viljað sjá toppklassalið „klára“ leikinn almennilega en ekki hleypa þeim inn í leikinn. Mér fannst vanta algjört drápseðli í FH-inga,“ sagði Bjarni. Innslagið úr Seinni bylgjunni, sem sýnd er á Stöð 2 Sport, má sjá hér að neðan: Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um FH Einar Andri tók undir með Bjarna: „Mér finnst FH-ingar oft spila ótrúlega góðan handbolta og þeir komast fimm mörkum yfir í seinni hálfleik en samt varð spenna í lokin. Það þarf aðeins meiri aga og skynsemi í lokin, því mér finnst þeir vera að spila frábæran handbolta.“ „Þeir eru með frábært lið,“ sagði Bjarni og benti á Egil Magnússon sem skoraði tvö mörk í röð undir lokin, eftir að staðan var jöfn, 26-26. „Mér fannst hann góður í þessum leik. Hann var að mata mennina í kringum sig og var áræðinn. Stundum skorar maður bara ekki, en hann var áræðinn. Ef að það er að kvikna á honum, sérstaklega hérna [benti á höfuðið]…“ sagði Bjarni áður en Einar Andri greip orðið: „Hann þarf að hafa meiri trú á sér. Ég vil sjá hann spila lengra frá vörninni því mér finnst hann oft fara í „contact“. Í staðinn ætti hann að skjóta meira á markið. Hann þarf aðeins meira sjálfstraust og trú á sér því hann er frábær leikmaður og sýndi það í lokin.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira
FH vann leikinn að lokum 30-27 en Bjarni og Einar Andri Einarsson voru á því að liðið hefði átt að gera út um leikinn fyrr. FH var 17-13 yfir eftir fyrri hálfleik en Afturelding minnkaði muninn fljótt í eitt mark og komst yfir, 26-25 þegar tæplega átta mínútur voru eftir. „FH-ingar eru í 2. sæti og þetta er liðið sem við teljum að sé líklegt til að veita Haukum einhverja keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir voru hins vegar svolítið flatir í þessum leik, sérstaklega á þessum kafla í seinni hálfleik. Þarna hefði maður viljað sjá toppklassalið „klára“ leikinn almennilega en ekki hleypa þeim inn í leikinn. Mér fannst vanta algjört drápseðli í FH-inga,“ sagði Bjarni. Innslagið úr Seinni bylgjunni, sem sýnd er á Stöð 2 Sport, má sjá hér að neðan: Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um FH Einar Andri tók undir með Bjarna: „Mér finnst FH-ingar oft spila ótrúlega góðan handbolta og þeir komast fimm mörkum yfir í seinni hálfleik en samt varð spenna í lokin. Það þarf aðeins meiri aga og skynsemi í lokin, því mér finnst þeir vera að spila frábæran handbolta.“ „Þeir eru með frábært lið,“ sagði Bjarni og benti á Egil Magnússon sem skoraði tvö mörk í röð undir lokin, eftir að staðan var jöfn, 26-26. „Mér fannst hann góður í þessum leik. Hann var að mata mennina í kringum sig og var áræðinn. Stundum skorar maður bara ekki, en hann var áræðinn. Ef að það er að kvikna á honum, sérstaklega hérna [benti á höfuðið]…“ sagði Bjarni áður en Einar Andri greip orðið: „Hann þarf að hafa meiri trú á sér. Ég vil sjá hann spila lengra frá vörninni því mér finnst hann oft fara í „contact“. Í staðinn ætti hann að skjóta meira á markið. Hann þarf aðeins meira sjálfstraust og trú á sér því hann er frábær leikmaður og sýndi það í lokin.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira