29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2021 12:15 Cristiano Ronaldo svekkir sig eftir lokaflautið og vildi ekkert með íslensku strákana hafa. Aron Einar Gunnarsson reynir að tala við Ronaldo og Gylfi Þór Sigurðsson virðist vera frekar hneykslaður á Portúgalanum. EPA/YURI KOCHETKOV Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. Íslenska karlalandsliðið náði frábærum úrslitum í fyrsta leik liðsins í sögunni á stórmóti. Ísland og Portúgal gerðu þá 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum í F-riðli á EM í Frakklandi 2016. Það bjuggust eflaust flestir við auðveldum sigri hjá Cristiano Ronaldo og félögum á móti smáþjóðinni norður í Atlantshafi. Ekki breyttist sú skoðun mikið þegar Portúgal komst í 1-0 á 31. mínútu með marki Nani. Íslensku strákarnir brotnuðu ekki við það heldur sóttu í veðrið í seinni háfleiknum. Það var síðan Birkir Bjarnason sem jafnaði metin á 50. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Íslensku strákarnir héldu Cristiano Ronaldo niðri og tókst að pirra stórstjörnuna eins og sást í viðtölum eftir leikinn. „Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið Evróputitilinn eða eitthvað. Það er merki um lélegt hugarfar. Það er ástæðan fyrir því að þeir munu ekki gera neitt á þessu móti,“ var haft eftir Ronaldo. Kári Árnason var spurður út í ummæli Ronaldo sem kom sér einnig hjá því að taka í hendur strákanna okkar í reiði sinni eftir leikinn. „Sigurinn verður bara enn sætari fyrst hann er svona tapsár. Hann getur sagt það sem hann vill. Hann fékk varla færi í dag. Hann fékk eitt færi en gat ekki nýtt það. Hvað get ég sagt. Hann er tapsár,“ sagði Kári. Birkir Bjarnason, fyrsti markaskorari Íslands á stórmóti í knattspyrnu karla, var gríðarlega stoltur í leikslok eftir 1-1 jafnteflið gegn Portúgal. „Þetta er bara frábært. Að fá svona byrjun er ómetanlegt og ég held að það hafi bara verið Íslendingar sem héldu að við gætum gert eitthvað í þessum leik. Maður er auðvitað gríðarlega stoltur að því að skora fyrsta markið, en maður er nánast stoltari hvernig við spiluðum. Ég er gríðarlega stoltur að hafa skorað þetta mark og á eftir að minnast þess alla ævi, sagði Birkir eftir leikinn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið náði frábærum úrslitum í fyrsta leik liðsins í sögunni á stórmóti. Ísland og Portúgal gerðu þá 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum í F-riðli á EM í Frakklandi 2016. Það bjuggust eflaust flestir við auðveldum sigri hjá Cristiano Ronaldo og félögum á móti smáþjóðinni norður í Atlantshafi. Ekki breyttist sú skoðun mikið þegar Portúgal komst í 1-0 á 31. mínútu með marki Nani. Íslensku strákarnir brotnuðu ekki við það heldur sóttu í veðrið í seinni háfleiknum. Það var síðan Birkir Bjarnason sem jafnaði metin á 50. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Íslensku strákarnir héldu Cristiano Ronaldo niðri og tókst að pirra stórstjörnuna eins og sást í viðtölum eftir leikinn. „Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið Evróputitilinn eða eitthvað. Það er merki um lélegt hugarfar. Það er ástæðan fyrir því að þeir munu ekki gera neitt á þessu móti,“ var haft eftir Ronaldo. Kári Árnason var spurður út í ummæli Ronaldo sem kom sér einnig hjá því að taka í hendur strákanna okkar í reiði sinni eftir leikinn. „Sigurinn verður bara enn sætari fyrst hann er svona tapsár. Hann getur sagt það sem hann vill. Hann fékk varla færi í dag. Hann fékk eitt færi en gat ekki nýtt það. Hvað get ég sagt. Hann er tapsár,“ sagði Kári. Birkir Bjarnason, fyrsti markaskorari Íslands á stórmóti í knattspyrnu karla, var gríðarlega stoltur í leikslok eftir 1-1 jafnteflið gegn Portúgal. „Þetta er bara frábært. Að fá svona byrjun er ómetanlegt og ég held að það hafi bara verið Íslendingar sem héldu að við gætum gert eitthvað í þessum leik. Maður er auðvitað gríðarlega stoltur að því að skora fyrsta markið, en maður er nánast stoltari hvernig við spiluðum. Ég er gríðarlega stoltur að hafa skorað þetta mark og á eftir að minnast þess alla ævi, sagði Birkir eftir leikinn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti