Braggar frá seinni heimsstyrjöldinni víkja fyrir Krónuverslun Eiður Þór Árnason skrifar 10. maí 2021 23:27 Núverandi eigandi stefnir á að gefa bröggunum nýtt líf. Skapti Hallgrímsson Tveir braggar sem reistir voru af breska hernum í seinni heimsstyrjöldinni víkja nú fyrir nýrri verslun Krónunnar á Akureyri. Fyrirhugað er að gefa bröggunum nýtt hlutverk, endureisa þá annars staðar og nýta allt sem nýta má úr þeim og samliggjandi vörugeymslu. Byrjað var að rífa niður bragganna í dag en þeir hafa lengi verið áberandi kennileiti á horni Tryggvabrautar og Hvannavalla á Akureyri, ekki fjarri verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Greint er frá þessu á fréttamiðlinum Akureyri.net en braggarnir voru hluti af Delta Camp-búðum breska hersins sem reistar voru árið 1941 þegar umsvif hersins voru talsverð í Eyjafirði. Braggarnir hafa lengi verið áberandi á horni Tryggvabrautar og Hvannavalla.Skapti Hallgrímsson Braggarnir standa nú á lóð Festar en smásölufyrirtækið hefur stefnt að því að opna Krónuverslun á Akureyri frá árinu 2016. Nokkuð er síðan umrædd lóð varð fyrir valinu og stendur nú til að opna verslunina haustið 2022. Braggarnir eru nú í eigu GV grafa. Guðmundur V. Gunnarsson, annar eigandi fyrirtækisins, segir að nánast allt úr bröggunum tveimur og samliggjandi vörugeymslu verði nýtt, þar á meðal stálgrindur og þakefni. Þá stefnir hann að því að endurreisa braggana og nýta undir starfsemi félagsins. Vörugeymslan verði brotin niður og sökklar undir bröggunum, en allt það efni verði til að mynda mulið og notað sem uppfyllingarefni. Hræddur um að þeir yrðu sendir í brotajárn „Ég er búinn að bíða í mörg eftir því að braggarnir yrðu falir!“ sagði Sigurður bóndi á Steinsstöðum við Akureyri.net í morgun. „Mig langaði dálítið í þá en var þó aðallega hræddur um að þeir yrðu rifnir og sendir í brotajárn. Ég gat ekki hugsað mér það nú á tímum, þegar menn vilja helst endurnýta allt. Bæði er þetta úrvals efni og svo auðvitað hluti af sögunni.“ Guðmundur V. Gunnarsson, framkvæmdastjóri og annar eigandi GV grafa, til vinstri. Með honum er Fjölnir Sigurjónsson.Skapti Hallgrímsson Niðurstaðan var sú að GV gröfur fá bragganna en Sigurður fær að nýta allt sem hægt er úr vörugeymslunni. Hefur hann meðal annars áhuga á að nota stálgrindina til að reisa fjós en hann ræktar nautgripi til kjötframleiðslu á bænum Steinsstöðum II í Öxnadal ásamt eiginkonu sinni Ásrúnu Árnadóttur. Talið er að braggarnir á horni Tryggvabrautar og Hvannavalla hafi verið minnst sex talsins þegar breski herinn var með viðveru á svæðinu. Þeir tveir síðustu, sem nú er verið að taka niður, voru lengi hluti húsnæðis byggingavörudeildar KEA. Akureyri Verslun Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Sjá meira
Byrjað var að rífa niður bragganna í dag en þeir hafa lengi verið áberandi kennileiti á horni Tryggvabrautar og Hvannavalla á Akureyri, ekki fjarri verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Greint er frá þessu á fréttamiðlinum Akureyri.net en braggarnir voru hluti af Delta Camp-búðum breska hersins sem reistar voru árið 1941 þegar umsvif hersins voru talsverð í Eyjafirði. Braggarnir hafa lengi verið áberandi á horni Tryggvabrautar og Hvannavalla.Skapti Hallgrímsson Braggarnir standa nú á lóð Festar en smásölufyrirtækið hefur stefnt að því að opna Krónuverslun á Akureyri frá árinu 2016. Nokkuð er síðan umrædd lóð varð fyrir valinu og stendur nú til að opna verslunina haustið 2022. Braggarnir eru nú í eigu GV grafa. Guðmundur V. Gunnarsson, annar eigandi fyrirtækisins, segir að nánast allt úr bröggunum tveimur og samliggjandi vörugeymslu verði nýtt, þar á meðal stálgrindur og þakefni. Þá stefnir hann að því að endurreisa braggana og nýta undir starfsemi félagsins. Vörugeymslan verði brotin niður og sökklar undir bröggunum, en allt það efni verði til að mynda mulið og notað sem uppfyllingarefni. Hræddur um að þeir yrðu sendir í brotajárn „Ég er búinn að bíða í mörg eftir því að braggarnir yrðu falir!“ sagði Sigurður bóndi á Steinsstöðum við Akureyri.net í morgun. „Mig langaði dálítið í þá en var þó aðallega hræddur um að þeir yrðu rifnir og sendir í brotajárn. Ég gat ekki hugsað mér það nú á tímum, þegar menn vilja helst endurnýta allt. Bæði er þetta úrvals efni og svo auðvitað hluti af sögunni.“ Guðmundur V. Gunnarsson, framkvæmdastjóri og annar eigandi GV grafa, til vinstri. Með honum er Fjölnir Sigurjónsson.Skapti Hallgrímsson Niðurstaðan var sú að GV gröfur fá bragganna en Sigurður fær að nýta allt sem hægt er úr vörugeymslunni. Hefur hann meðal annars áhuga á að nota stálgrindina til að reisa fjós en hann ræktar nautgripi til kjötframleiðslu á bænum Steinsstöðum II í Öxnadal ásamt eiginkonu sinni Ásrúnu Árnadóttur. Talið er að braggarnir á horni Tryggvabrautar og Hvannavalla hafi verið minnst sex talsins þegar breski herinn var með viðveru á svæðinu. Þeir tveir síðustu, sem nú er verið að taka niður, voru lengi hluti húsnæðis byggingavörudeildar KEA.
Akureyri Verslun Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Sjá meira