Nýr Herjólfur stórbætti nýtingu Landeyjahafnar Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2021 23:24 Nýi Herjólfur hefur aukið nýtingu Landeyjahafnar úr 57 prósentum upp í 83 prósent. Egill Aðalsteinsson Nýi Herjólfur hefur 45 prósentum oftar getað nýtt Landeyjahöfn undanfarna tvo vetur heldur en sá gamli. Tilkoma nýja skipsins á siglingaleiðinni til og frá Vestmannaeyjum hefur þannig aukið nýtingu Landeyjahafnar úr 57 prósentum upp í 83 prósent. Landeyjahöfn var tekin í notkun sumarið 2010 en hugmyndin upphaflega gerði ráð fyrir nýju skipi samtímis enda var höfnin hönnuð fyrir ferju sem risti grynnra en sú gamla. „Þessi er náttúrlega grunnristari og ræður betur við aðstæður. Við getum siglt í verri aðstæðum heldur en var á gamla skipinu,“ segir Brynjar Smári Unnarsson, skipstjóri á Herjólfi, í fréttum Stöðvar 2. Brynjar Smári Unnarsson, skipstjóri á Herjólfi.Egill Aðalsteinsson Hrunið frestaði smíði nýrrar ferju og í níu ár liðu samgöngur við Vestmannaeyjar fyrir að hafa ekki skip sem hentaði höfninni. „Ég hugsa að þetta hafi verið Þorlákshöfn hálft árið, eins og þetta var með gamla skipið. En núna eru þetta kannski fimmtíu dagar á ári,“ segir skipstjórinn. Tölurnar sem Vegagerðin hefur tekið saman að ósk fréttastofu sýna að gamli Herjólfur fór 57 prósent daga í Landeyjahöfn. Nýi Herjólfur hefur á hinn bóginn hækkað þetta hlutfall upp í 83 prósent frá því hann var tekinn í notkun sumarið 2019. Nýi Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn.Egill Aðalsteinsson Þannig hefur nýting Landeyjahafnar aukist verulega með tilkomu nýju ferjunnar eða um 45 prósent. Þótt Brynjar skipstjóri segi að enn megi bæta höfnina segir hann Eyjamenn káta með nýja skipið. „Ég held að langflestir séu rosalega ánægðir með þetta. Þetta er himinn og haf miðað við það sem var.“ Og það þykir bæði þægilegra og umhverfisvænna. „Og þetta er gott sjóskip. Ég held að allir séu sammála um það.“ -Það heyrist eiginlega ekkert í því? „Það heyrist ekki neitt. Þetta er rafmagns.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu frá vígsludegi Landeyjahafnar þann 20. júlí árið 2010: Í þættinum Ísland í dag var rætt við forystumenn Rangárþings eystra um höfnina: Vestmannaeyjar Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Sjáðu nýja Herjólf sigla inn í Landeyjahöfn Nýr Herjólfur hélt í jómfrúarsiglinguna á milli lands og Vestmannaeyja í gærkvöldi. 26. júlí 2019 14:30 Verður betra sjóskip sem bætir þjónustu við Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. 5. febrúar 2018 20:45 Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15 Vilja göng milli lands og Eyja Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. 26. september 2017 21:19 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Landeyjahöfn var tekin í notkun sumarið 2010 en hugmyndin upphaflega gerði ráð fyrir nýju skipi samtímis enda var höfnin hönnuð fyrir ferju sem risti grynnra en sú gamla. „Þessi er náttúrlega grunnristari og ræður betur við aðstæður. Við getum siglt í verri aðstæðum heldur en var á gamla skipinu,“ segir Brynjar Smári Unnarsson, skipstjóri á Herjólfi, í fréttum Stöðvar 2. Brynjar Smári Unnarsson, skipstjóri á Herjólfi.Egill Aðalsteinsson Hrunið frestaði smíði nýrrar ferju og í níu ár liðu samgöngur við Vestmannaeyjar fyrir að hafa ekki skip sem hentaði höfninni. „Ég hugsa að þetta hafi verið Þorlákshöfn hálft árið, eins og þetta var með gamla skipið. En núna eru þetta kannski fimmtíu dagar á ári,“ segir skipstjórinn. Tölurnar sem Vegagerðin hefur tekið saman að ósk fréttastofu sýna að gamli Herjólfur fór 57 prósent daga í Landeyjahöfn. Nýi Herjólfur hefur á hinn bóginn hækkað þetta hlutfall upp í 83 prósent frá því hann var tekinn í notkun sumarið 2019. Nýi Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn.Egill Aðalsteinsson Þannig hefur nýting Landeyjahafnar aukist verulega með tilkomu nýju ferjunnar eða um 45 prósent. Þótt Brynjar skipstjóri segi að enn megi bæta höfnina segir hann Eyjamenn káta með nýja skipið. „Ég held að langflestir séu rosalega ánægðir með þetta. Þetta er himinn og haf miðað við það sem var.“ Og það þykir bæði þægilegra og umhverfisvænna. „Og þetta er gott sjóskip. Ég held að allir séu sammála um það.“ -Það heyrist eiginlega ekkert í því? „Það heyrist ekki neitt. Þetta er rafmagns.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu frá vígsludegi Landeyjahafnar þann 20. júlí árið 2010: Í þættinum Ísland í dag var rætt við forystumenn Rangárþings eystra um höfnina:
Vestmannaeyjar Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Sjáðu nýja Herjólf sigla inn í Landeyjahöfn Nýr Herjólfur hélt í jómfrúarsiglinguna á milli lands og Vestmannaeyja í gærkvöldi. 26. júlí 2019 14:30 Verður betra sjóskip sem bætir þjónustu við Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. 5. febrúar 2018 20:45 Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15 Vilja göng milli lands og Eyja Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. 26. september 2017 21:19 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Sjáðu nýja Herjólf sigla inn í Landeyjahöfn Nýr Herjólfur hélt í jómfrúarsiglinguna á milli lands og Vestmannaeyja í gærkvöldi. 26. júlí 2019 14:30
Verður betra sjóskip sem bætir þjónustu við Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. 5. febrúar 2018 20:45
Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15
Vilja göng milli lands og Eyja Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. 26. september 2017 21:19