Brennheitt gjallið kveikir gróðurelda fjarri gígnum Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2021 21:32 Gígurinn þeytir glóandi gjallinu hátt til himins. Myndin var tekin í gær, 9. maí. KMU Glóandi gjall, sem þeytist hátt til himins úr eldgígnum á Fagradalsfjalli, hefur náð að kveikja gróðurelda í yfir eins kílómetra fjarlægð og var gossvæðið af þeim sökum lokað í dag. Kapp er nú lagt á bæta göngustíginn vegna tíðra slysa, með tveimur til þremur ökklabrotum á dag. Blámóðan í Geldingadölum í gær. Hún stafaði að mestu frá gróðureldum en ekki gosstróknum úr gígnum.KMU Það fór ekki framhjá ferðamönnum á gosstöðvunum í gær að vesturhlíðar Geldingadala voru allar brennandi. Þar loguðu gróðureldar og lagði í raun meiri blámóðu af þeim heldur en frá gosinu sjálfu, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. „Jú, það er lokað í dag. Það eru svo miklir gróðureldar núna og þann reyk leggur yfir göngustígana,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Sigurjón Ólason Athygli vekur hvað gróðureldarnir kvikna langt frá gígnum en eftir að eldstöðin breytti um ham með hærri gósstrókum tók logandi gjall að berast lengra frá henni og voru ferðamenn að fá yfir sig gjóskuflyksur á gönguleið í yfir kílómetra fjarlægð. „Þær eru að berast svolítið langt með vindi og töluverður hiti í þeim þegar þær lenda þannig að þær eru að brenna þarna svæði,“ segir Rögnvaldur. Nýi stígurinn liggur í þægilegum gönguhalla um brekkuna. Áður fengu margir byltu við að klöngrast niður skriðuna vinstra megin.KMU En það er ekki jarðeldurinn heldur erfiðar göngubrekkur sem hafa verið að valda slysum. „Tvö og þrjú ökklabrot á dag, - eða mjög slæm slys, þannig séð. Þá er þetta bara slysavarnamál að koma þessu í lag,“ segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Eflu, en hann hefur unnið að endurbótum á gossvæðinu. Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Eflu.Sigurjón Ólason Fyrir helgi var aðalgönguleiðin bætt með því að skera nýjan stíg í neðstu brekkuna með þægilegum gönguhalla. „Það var bara mikill munur strax um helgina hvað þetta rúllaði allt miklu léttara þarna.“ Haldið var áfram strax í dag að skera fláa í næstu brekku fyrir ofan sem liggur um gil. „Og bara um miðja vikuna verður komið álíka spor upp á fjallsbrúnina.“ Gönguleiðir ofar verða grjóthreinsaðar.KMU Síðan verður haldið áfram að lagfæra gönguleiðina. „Bara svona grjóthreinsað og unnið með það efni sem er á staðnum þar í svona aðalatriðum.“ Þá er verið að undirbúa ný bílastæði í Nátthagakrika neðan fyrstu brekkunnar. Nýtt bílastæði verður lagt á sléttlendinu í Nátthagakrika, þar sem gönguleiðir A og B skiljast að. Göngustígnum þangað frá Suðurstrandarvegi verður breytt í bílveg.Egill Aðalsteinsson „Þar með í raun styttist gangan um svona 1,2 til 1,3 kílómetra hvora leið, miðað við í raun núverandi staðsetningu sunnan við Suðurstrandarveg." Varúðarskiltum hefur verið komið fyrir á besta útsýnisstaðnum sem varar ferðamenn við að fara út fyrir skilgreint hættusvæði.KMU „Það er mjög mikið af fólki þarna sem er í raun tiltölulega óvant göngufólk, sem er að koma þarna. Svo þegar líður inn í sumarið og við förum að fá túristana þá eykst það bara ennþá meir,“ segir Jón Haukur Steingrímsson hjá Eflu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Þríbrotin en þakklát fyrir nafnlausan hjúkrunarfræðing Klaudia Katarzyna varð fyrir því óláni að detta og þrífótbrotna á leið niður frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga á laugardag. Hún er þakklát viðbrögðum fólks sem átti leið hjá þar sem hún lá brotin, og er ókunnug ung kona sem aðstoðaði Klaudiu henni ofarlega í huga. 10. maí 2021 18:04 Leggja til bílastæðagjald af þeim sem vilja skoða gosið Starfshópur stjórnvalda telur að gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli geti orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og leggur til gjaldtöku af bílastæðum. Talsmaður landeigenda segir nauðsynlegt að fara hratt í uppbyggingu. 5. maí 2021 21:41 Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04 Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05 Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Blámóðan í Geldingadölum í gær. Hún stafaði að mestu frá gróðureldum en ekki gosstróknum úr gígnum.KMU Það fór ekki framhjá ferðamönnum á gosstöðvunum í gær að vesturhlíðar Geldingadala voru allar brennandi. Þar loguðu gróðureldar og lagði í raun meiri blámóðu af þeim heldur en frá gosinu sjálfu, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. „Jú, það er lokað í dag. Það eru svo miklir gróðureldar núna og þann reyk leggur yfir göngustígana,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Sigurjón Ólason Athygli vekur hvað gróðureldarnir kvikna langt frá gígnum en eftir að eldstöðin breytti um ham með hærri gósstrókum tók logandi gjall að berast lengra frá henni og voru ferðamenn að fá yfir sig gjóskuflyksur á gönguleið í yfir kílómetra fjarlægð. „Þær eru að berast svolítið langt með vindi og töluverður hiti í þeim þegar þær lenda þannig að þær eru að brenna þarna svæði,“ segir Rögnvaldur. Nýi stígurinn liggur í þægilegum gönguhalla um brekkuna. Áður fengu margir byltu við að klöngrast niður skriðuna vinstra megin.KMU En það er ekki jarðeldurinn heldur erfiðar göngubrekkur sem hafa verið að valda slysum. „Tvö og þrjú ökklabrot á dag, - eða mjög slæm slys, þannig séð. Þá er þetta bara slysavarnamál að koma þessu í lag,“ segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Eflu, en hann hefur unnið að endurbótum á gossvæðinu. Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Eflu.Sigurjón Ólason Fyrir helgi var aðalgönguleiðin bætt með því að skera nýjan stíg í neðstu brekkuna með þægilegum gönguhalla. „Það var bara mikill munur strax um helgina hvað þetta rúllaði allt miklu léttara þarna.“ Haldið var áfram strax í dag að skera fláa í næstu brekku fyrir ofan sem liggur um gil. „Og bara um miðja vikuna verður komið álíka spor upp á fjallsbrúnina.“ Gönguleiðir ofar verða grjóthreinsaðar.KMU Síðan verður haldið áfram að lagfæra gönguleiðina. „Bara svona grjóthreinsað og unnið með það efni sem er á staðnum þar í svona aðalatriðum.“ Þá er verið að undirbúa ný bílastæði í Nátthagakrika neðan fyrstu brekkunnar. Nýtt bílastæði verður lagt á sléttlendinu í Nátthagakrika, þar sem gönguleiðir A og B skiljast að. Göngustígnum þangað frá Suðurstrandarvegi verður breytt í bílveg.Egill Aðalsteinsson „Þar með í raun styttist gangan um svona 1,2 til 1,3 kílómetra hvora leið, miðað við í raun núverandi staðsetningu sunnan við Suðurstrandarveg." Varúðarskiltum hefur verið komið fyrir á besta útsýnisstaðnum sem varar ferðamenn við að fara út fyrir skilgreint hættusvæði.KMU „Það er mjög mikið af fólki þarna sem er í raun tiltölulega óvant göngufólk, sem er að koma þarna. Svo þegar líður inn í sumarið og við förum að fá túristana þá eykst það bara ennþá meir,“ segir Jón Haukur Steingrímsson hjá Eflu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Þríbrotin en þakklát fyrir nafnlausan hjúkrunarfræðing Klaudia Katarzyna varð fyrir því óláni að detta og þrífótbrotna á leið niður frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga á laugardag. Hún er þakklát viðbrögðum fólks sem átti leið hjá þar sem hún lá brotin, og er ókunnug ung kona sem aðstoðaði Klaudiu henni ofarlega í huga. 10. maí 2021 18:04 Leggja til bílastæðagjald af þeim sem vilja skoða gosið Starfshópur stjórnvalda telur að gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli geti orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og leggur til gjaldtöku af bílastæðum. Talsmaður landeigenda segir nauðsynlegt að fara hratt í uppbyggingu. 5. maí 2021 21:41 Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04 Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05 Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þríbrotin en þakklát fyrir nafnlausan hjúkrunarfræðing Klaudia Katarzyna varð fyrir því óláni að detta og þrífótbrotna á leið niður frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga á laugardag. Hún er þakklát viðbrögðum fólks sem átti leið hjá þar sem hún lá brotin, og er ókunnug ung kona sem aðstoðaði Klaudiu henni ofarlega í huga. 10. maí 2021 18:04
Leggja til bílastæðagjald af þeim sem vilja skoða gosið Starfshópur stjórnvalda telur að gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli geti orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og leggur til gjaldtöku af bílastæðum. Talsmaður landeigenda segir nauðsynlegt að fara hratt í uppbyggingu. 5. maí 2021 21:41
Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04
Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05
Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41