50 ára úrgangur Bandaríkjahers verður þrifinn eftir langt stríð landeigenda Snorri Másson skrifar 10. maí 2021 16:48 Eftirlitsstöð var á Heiðarfjalli á Langanesi á vegum Bandaríkjahers frá 1954 til 1970. Langanesbyggð Allt stefnir í að Íslendingar sjái sjálfir um að þrífa upp meira en hálfrar aldar gamlan úrgang eftir Bandaríkjaher í Heiðarfjalli í Langanesbyggð, sem hefur verið uppspretta deilna áratugum saman. NATO og Bandaríkin eiga þó að einhverju leyti að borga brúsann, ef væntingar sem lýst er í nýrri þingsályktunartillögu standast. Jón Ársæll Þórðarson er á meðal landeigenda. Hann mun fagna tíðindunum, en hefur ekki viljað ræða málið við Vísi fyrr en lausnirnar liggja endanlega fyrir.Vísir Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma er þar var rekin eftirlitsstöð á vegum Bandaríkjahers í tengslum við varnarkerfi Atlantshafsbandalagsins, á tímabilinu 1954 til 1970. Ætla má að af völdum þessara spilliefna sé hætta á mengun. Á meðal eigenda jarðarinnar er Jón Ársæll Þórðarson fjölmiðlamaður, sem hefur lýst samskiptum sínum við Bandaríkjaher sem „stríði“. Hann og aðrir eigendur hafa mjög lengi krafist þess að herinn þrífi upp spilliefni á svæðinu. Nú er komin fram þingsályktunartillaga frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þar sem lagt er til að umhverfisráðherra rannsaki fyrst mengun í jarðvegi og grunnvatni á svæðinu. Síðan á Alþingi „að setja það í farveg sem leiðir til ásættanlegrar og löngu tímabærrar niðurstöðu með hreinsun landsvæðisins.“ Talsmaður nefndarinnar í málinu er Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sem vann tillöguna. Kolbeinn Óttarsson Proppé vann tillöguna, sem hefur verið til meðferðar innan stjórnkerfisins árum saman. Loks glittir í lausn.Vísir/Vilhelm Dæmi um að Bandaríkjamenn fáist til að hreinsa sjálfir eða fjármagna hreinsun Bandaríski herinn hefur hingað til ekki orðið að óskum landeigenda um að gangast fyrir þrifum á svæðinu. Herinn er ekki laus allra mála núna, því að íslensk stjórnvöld ætla að biðja Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið um að koma að málinu, væntanlega einkum fjárhagslega. Í þingsályktunartillögunni segir: „Viðhorf til umhverfismála eru gjörbreytt frá því að samið var um viðskilnað á umræddu svæði. Bandaríkjaher og Atlantshafsbandalagið hafa ekki farið varhluta af þessari viðhorfsbreytingu og ekki síst þegar kemur að viðskilnaði á hernaðarsvæðum. Þannig hefur Atlantshafsbandalagið verið reiðubúið að veita styrki til rannsókna á mengun af völdum hernaðarumsvifa og Bandaríkjastjórn hefur fyrir sitt leyti tekist á hendur að hreinsa svæði eftir herstöðvar sínar eða fjármagna slíka hreinsun óháð samningsbundnum kvöðum. Flutningsmenn telja í þessu ljósi nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hefji viðræður við Bandaríkjastjórn og Atlantshafsbandalagið um aðkomu og þátttöku í væntanlegu hreinsunarstarfi á grundvelli rannsókna og áætlunar um hreinsun á úrgangs- og spilliefnum.“ Samkvæmt ákvæðum varnarsamningsins frá 1951 skal Bandaríkjaher hreinsa úrgangsefni við brottför sína eftir því sem kostur er. Fjöldi bandarískra hermanna dvöldu um lengri eða skemmri tíma á Heiðarfjalli.Langanesbyggð Við afléttingu á skjalaleynd árið 1990 kom í ljós að íslensk stjórnvöld höfðu árið 1970 án vitundar landeigenda afsalað sér fyrir hönd íslenska ríkisins og allra Íslendinga kröfum á hendur Bandaríkjunum vegna hugsanlegra landspjalla í tengslum við veru hersins á Heiðarfjalli. Langanesbyggð NATO Bandaríkin Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
NATO og Bandaríkin eiga þó að einhverju leyti að borga brúsann, ef væntingar sem lýst er í nýrri þingsályktunartillögu standast. Jón Ársæll Þórðarson er á meðal landeigenda. Hann mun fagna tíðindunum, en hefur ekki viljað ræða málið við Vísi fyrr en lausnirnar liggja endanlega fyrir.Vísir Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma er þar var rekin eftirlitsstöð á vegum Bandaríkjahers í tengslum við varnarkerfi Atlantshafsbandalagsins, á tímabilinu 1954 til 1970. Ætla má að af völdum þessara spilliefna sé hætta á mengun. Á meðal eigenda jarðarinnar er Jón Ársæll Þórðarson fjölmiðlamaður, sem hefur lýst samskiptum sínum við Bandaríkjaher sem „stríði“. Hann og aðrir eigendur hafa mjög lengi krafist þess að herinn þrífi upp spilliefni á svæðinu. Nú er komin fram þingsályktunartillaga frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þar sem lagt er til að umhverfisráðherra rannsaki fyrst mengun í jarðvegi og grunnvatni á svæðinu. Síðan á Alþingi „að setja það í farveg sem leiðir til ásættanlegrar og löngu tímabærrar niðurstöðu með hreinsun landsvæðisins.“ Talsmaður nefndarinnar í málinu er Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sem vann tillöguna. Kolbeinn Óttarsson Proppé vann tillöguna, sem hefur verið til meðferðar innan stjórnkerfisins árum saman. Loks glittir í lausn.Vísir/Vilhelm Dæmi um að Bandaríkjamenn fáist til að hreinsa sjálfir eða fjármagna hreinsun Bandaríski herinn hefur hingað til ekki orðið að óskum landeigenda um að gangast fyrir þrifum á svæðinu. Herinn er ekki laus allra mála núna, því að íslensk stjórnvöld ætla að biðja Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið um að koma að málinu, væntanlega einkum fjárhagslega. Í þingsályktunartillögunni segir: „Viðhorf til umhverfismála eru gjörbreytt frá því að samið var um viðskilnað á umræddu svæði. Bandaríkjaher og Atlantshafsbandalagið hafa ekki farið varhluta af þessari viðhorfsbreytingu og ekki síst þegar kemur að viðskilnaði á hernaðarsvæðum. Þannig hefur Atlantshafsbandalagið verið reiðubúið að veita styrki til rannsókna á mengun af völdum hernaðarumsvifa og Bandaríkjastjórn hefur fyrir sitt leyti tekist á hendur að hreinsa svæði eftir herstöðvar sínar eða fjármagna slíka hreinsun óháð samningsbundnum kvöðum. Flutningsmenn telja í þessu ljósi nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hefji viðræður við Bandaríkjastjórn og Atlantshafsbandalagið um aðkomu og þátttöku í væntanlegu hreinsunarstarfi á grundvelli rannsókna og áætlunar um hreinsun á úrgangs- og spilliefnum.“ Samkvæmt ákvæðum varnarsamningsins frá 1951 skal Bandaríkjaher hreinsa úrgangsefni við brottför sína eftir því sem kostur er. Fjöldi bandarískra hermanna dvöldu um lengri eða skemmri tíma á Heiðarfjalli.Langanesbyggð Við afléttingu á skjalaleynd árið 1990 kom í ljós að íslensk stjórnvöld höfðu árið 1970 án vitundar landeigenda afsalað sér fyrir hönd íslenska ríkisins og allra Íslendinga kröfum á hendur Bandaríkjunum vegna hugsanlegra landspjalla í tengslum við veru hersins á Heiðarfjalli.
Langanesbyggð NATO Bandaríkin Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira