50 ára úrgangur Bandaríkjahers verður þrifinn eftir langt stríð landeigenda Snorri Másson skrifar 10. maí 2021 16:48 Eftirlitsstöð var á Heiðarfjalli á Langanesi á vegum Bandaríkjahers frá 1954 til 1970. Langanesbyggð Allt stefnir í að Íslendingar sjái sjálfir um að þrífa upp meira en hálfrar aldar gamlan úrgang eftir Bandaríkjaher í Heiðarfjalli í Langanesbyggð, sem hefur verið uppspretta deilna áratugum saman. NATO og Bandaríkin eiga þó að einhverju leyti að borga brúsann, ef væntingar sem lýst er í nýrri þingsályktunartillögu standast. Jón Ársæll Þórðarson er á meðal landeigenda. Hann mun fagna tíðindunum, en hefur ekki viljað ræða málið við Vísi fyrr en lausnirnar liggja endanlega fyrir.Vísir Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma er þar var rekin eftirlitsstöð á vegum Bandaríkjahers í tengslum við varnarkerfi Atlantshafsbandalagsins, á tímabilinu 1954 til 1970. Ætla má að af völdum þessara spilliefna sé hætta á mengun. Á meðal eigenda jarðarinnar er Jón Ársæll Þórðarson fjölmiðlamaður, sem hefur lýst samskiptum sínum við Bandaríkjaher sem „stríði“. Hann og aðrir eigendur hafa mjög lengi krafist þess að herinn þrífi upp spilliefni á svæðinu. Nú er komin fram þingsályktunartillaga frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þar sem lagt er til að umhverfisráðherra rannsaki fyrst mengun í jarðvegi og grunnvatni á svæðinu. Síðan á Alþingi „að setja það í farveg sem leiðir til ásættanlegrar og löngu tímabærrar niðurstöðu með hreinsun landsvæðisins.“ Talsmaður nefndarinnar í málinu er Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sem vann tillöguna. Kolbeinn Óttarsson Proppé vann tillöguna, sem hefur verið til meðferðar innan stjórnkerfisins árum saman. Loks glittir í lausn.Vísir/Vilhelm Dæmi um að Bandaríkjamenn fáist til að hreinsa sjálfir eða fjármagna hreinsun Bandaríski herinn hefur hingað til ekki orðið að óskum landeigenda um að gangast fyrir þrifum á svæðinu. Herinn er ekki laus allra mála núna, því að íslensk stjórnvöld ætla að biðja Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið um að koma að málinu, væntanlega einkum fjárhagslega. Í þingsályktunartillögunni segir: „Viðhorf til umhverfismála eru gjörbreytt frá því að samið var um viðskilnað á umræddu svæði. Bandaríkjaher og Atlantshafsbandalagið hafa ekki farið varhluta af þessari viðhorfsbreytingu og ekki síst þegar kemur að viðskilnaði á hernaðarsvæðum. Þannig hefur Atlantshafsbandalagið verið reiðubúið að veita styrki til rannsókna á mengun af völdum hernaðarumsvifa og Bandaríkjastjórn hefur fyrir sitt leyti tekist á hendur að hreinsa svæði eftir herstöðvar sínar eða fjármagna slíka hreinsun óháð samningsbundnum kvöðum. Flutningsmenn telja í þessu ljósi nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hefji viðræður við Bandaríkjastjórn og Atlantshafsbandalagið um aðkomu og þátttöku í væntanlegu hreinsunarstarfi á grundvelli rannsókna og áætlunar um hreinsun á úrgangs- og spilliefnum.“ Samkvæmt ákvæðum varnarsamningsins frá 1951 skal Bandaríkjaher hreinsa úrgangsefni við brottför sína eftir því sem kostur er. Fjöldi bandarískra hermanna dvöldu um lengri eða skemmri tíma á Heiðarfjalli.Langanesbyggð Við afléttingu á skjalaleynd árið 1990 kom í ljós að íslensk stjórnvöld höfðu árið 1970 án vitundar landeigenda afsalað sér fyrir hönd íslenska ríkisins og allra Íslendinga kröfum á hendur Bandaríkjunum vegna hugsanlegra landspjalla í tengslum við veru hersins á Heiðarfjalli. Langanesbyggð NATO Bandaríkin Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
NATO og Bandaríkin eiga þó að einhverju leyti að borga brúsann, ef væntingar sem lýst er í nýrri þingsályktunartillögu standast. Jón Ársæll Þórðarson er á meðal landeigenda. Hann mun fagna tíðindunum, en hefur ekki viljað ræða málið við Vísi fyrr en lausnirnar liggja endanlega fyrir.Vísir Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma er þar var rekin eftirlitsstöð á vegum Bandaríkjahers í tengslum við varnarkerfi Atlantshafsbandalagsins, á tímabilinu 1954 til 1970. Ætla má að af völdum þessara spilliefna sé hætta á mengun. Á meðal eigenda jarðarinnar er Jón Ársæll Þórðarson fjölmiðlamaður, sem hefur lýst samskiptum sínum við Bandaríkjaher sem „stríði“. Hann og aðrir eigendur hafa mjög lengi krafist þess að herinn þrífi upp spilliefni á svæðinu. Nú er komin fram þingsályktunartillaga frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þar sem lagt er til að umhverfisráðherra rannsaki fyrst mengun í jarðvegi og grunnvatni á svæðinu. Síðan á Alþingi „að setja það í farveg sem leiðir til ásættanlegrar og löngu tímabærrar niðurstöðu með hreinsun landsvæðisins.“ Talsmaður nefndarinnar í málinu er Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sem vann tillöguna. Kolbeinn Óttarsson Proppé vann tillöguna, sem hefur verið til meðferðar innan stjórnkerfisins árum saman. Loks glittir í lausn.Vísir/Vilhelm Dæmi um að Bandaríkjamenn fáist til að hreinsa sjálfir eða fjármagna hreinsun Bandaríski herinn hefur hingað til ekki orðið að óskum landeigenda um að gangast fyrir þrifum á svæðinu. Herinn er ekki laus allra mála núna, því að íslensk stjórnvöld ætla að biðja Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið um að koma að málinu, væntanlega einkum fjárhagslega. Í þingsályktunartillögunni segir: „Viðhorf til umhverfismála eru gjörbreytt frá því að samið var um viðskilnað á umræddu svæði. Bandaríkjaher og Atlantshafsbandalagið hafa ekki farið varhluta af þessari viðhorfsbreytingu og ekki síst þegar kemur að viðskilnaði á hernaðarsvæðum. Þannig hefur Atlantshafsbandalagið verið reiðubúið að veita styrki til rannsókna á mengun af völdum hernaðarumsvifa og Bandaríkjastjórn hefur fyrir sitt leyti tekist á hendur að hreinsa svæði eftir herstöðvar sínar eða fjármagna slíka hreinsun óháð samningsbundnum kvöðum. Flutningsmenn telja í þessu ljósi nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hefji viðræður við Bandaríkjastjórn og Atlantshafsbandalagið um aðkomu og þátttöku í væntanlegu hreinsunarstarfi á grundvelli rannsókna og áætlunar um hreinsun á úrgangs- og spilliefnum.“ Samkvæmt ákvæðum varnarsamningsins frá 1951 skal Bandaríkjaher hreinsa úrgangsefni við brottför sína eftir því sem kostur er. Fjöldi bandarískra hermanna dvöldu um lengri eða skemmri tíma á Heiðarfjalli.Langanesbyggð Við afléttingu á skjalaleynd árið 1990 kom í ljós að íslensk stjórnvöld höfðu árið 1970 án vitundar landeigenda afsalað sér fyrir hönd íslenska ríkisins og allra Íslendinga kröfum á hendur Bandaríkjunum vegna hugsanlegra landspjalla í tengslum við veru hersins á Heiðarfjalli.
Langanesbyggð NATO Bandaríkin Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira