Auðlindir og geimverur Brynjar Níelsson skrifar 10. maí 2021 16:28 Stundum er sagt að glöggt sé gestsauga. Það á greinilega ekki alltaf við. Vikulega skrifar í Fréttablaðið rithöfundur búsettur á Bretlandseyjum, sem samsvarar sér vel við 101 fólkið í London, sem er það eina sem eftir er á öllum Bretlandseyjum sem kýs Verkamannaflokkinn. Þröng og sjálfhverf mennta- og menningarelíta sem er í engum tengslum við stritandi alþýðu og hefur enga hugmynd um hvernig verðmæti verða til. Flýgur um allan heim illa haldið af lofslagskvíða til að halda málþing um endalok jarðarinnar og segja okkur hvað þau eru gáfuð og góð. Verðmætasköpun Fyrir rúmri viku skrifaði rithöfundurinn pistil í Fréttablaðið með yfirskriftinni, Brynjar og geimverurnar. Var hann eitthvað ósáttur við að ég skyldi gera mikið úr öflugum útgerðarfyrirtækjum í verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið og benti mér föðurlega á að uppspretta verðmætanna væri fiskurinn í sjónum. Vissulega má segja að fiskurinn sé uppsprettan en hann er samt verðlaus syndandi í sjónum. Oftrú á auðlindir einkennir gjarnan umfjöllun þeirra sem minnst geta og minnst framkvæma. Þessi hópur er sérlega upptekinn af verðmæti auðlinda. Í heiminum eru fjölmargar þjóðir sem eiga gnótt auðlinda, sem gætu ef vel er með farið tryggt íbúum þeirra viðunandi lífskjör. Það er hins vegar langt í frá að hægt sé að setja samasem merki á milli auðlinda og afkomu. Á sama tíma og peningaleg verðmæti auðlinda eru ofmetin er virði þeirra einstaklinga sem skapa verðmæti úr auðlindum vanmetin. Vel rekin fyrirtæki eru auðlind Fiskurinn í sjónum er auðlind. Skipulag veiðanna, skynsemi í fjárfestingum, markaðssetning, gæðastjórnun, verðlagning, sala og rekstur er hins vegar vanmetinn. Samkeppnin er hörð, markaðaðstæður geta breyst hratt, og gera kröfu til þess að brugðist sé strax við. Að öðrum kosti er hætt við að viðkomandi verði undir í samkeppninni og verðmæti auðlindarinnar fari forgörðum. Það er því enginn ástæða til að tala fyrirtæki niður sem nær árangri. Það þarf mikla eljusemi, dugnað og útsjónarsemi til þess að reka fyrirtæki vel. Það er hins vegar enginn vandi að gera það illa. Hún er mikil ábyrgð þeirra sem nýta auðlindirnar og gera sem mest verðmæti úr þeim. Miklar og heitar tilfinningar eru til staðar þegar kemur að nýtingu auðlinda landsins, ekki síst þegar vel gengur. Því þarf, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að sýna ákveðna auðmýkt, jafnvel þótt mönnum finnist vegið óheiðarlega að þeim. Að öðrum kosti er sú hætta raunveruleg að grafið verði undan efnahagslegum undirstöðum, sem öflugt fiskveiðistjórnunarkerfi er, öllum til tjóns. Hins vegar þarf elítan í 101, hvort sem hún er í Reykjavík eða London, að ná örlítilli stjórn á tilfinningum sínum og hleypa að rökum og skynsemi. Það er enginn að stela auðlindinni eða að hafa af okkur fé. Hagsmunir þjóðarbúsins eru öflug og samkeppnishæf fyrirtæki og það er ekki í okkar þágu að auka skatta og gjöld í ríkissjóð og veikja með því fyrirtækin og samkeppnishæfni þeirra. Það er heldur ekki í okkar þágu að tala þau niður um allan heim og hafa uppi ásakanir opinberlega um hvers kyns ólögmæta háttsemi þeirra án þess að hafa nægar forsendur til. Það heitir að pissa í skóinn sinn. Hagnaður eða arður fyrirtækja er ekki á kostnað almennings eins og margir halda, einkum þeir sem fá allt sitt úr ríkissjóði og þekkja ekki annað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Brynjar Níelsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að glöggt sé gestsauga. Það á greinilega ekki alltaf við. Vikulega skrifar í Fréttablaðið rithöfundur búsettur á Bretlandseyjum, sem samsvarar sér vel við 101 fólkið í London, sem er það eina sem eftir er á öllum Bretlandseyjum sem kýs Verkamannaflokkinn. Þröng og sjálfhverf mennta- og menningarelíta sem er í engum tengslum við stritandi alþýðu og hefur enga hugmynd um hvernig verðmæti verða til. Flýgur um allan heim illa haldið af lofslagskvíða til að halda málþing um endalok jarðarinnar og segja okkur hvað þau eru gáfuð og góð. Verðmætasköpun Fyrir rúmri viku skrifaði rithöfundurinn pistil í Fréttablaðið með yfirskriftinni, Brynjar og geimverurnar. Var hann eitthvað ósáttur við að ég skyldi gera mikið úr öflugum útgerðarfyrirtækjum í verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið og benti mér föðurlega á að uppspretta verðmætanna væri fiskurinn í sjónum. Vissulega má segja að fiskurinn sé uppsprettan en hann er samt verðlaus syndandi í sjónum. Oftrú á auðlindir einkennir gjarnan umfjöllun þeirra sem minnst geta og minnst framkvæma. Þessi hópur er sérlega upptekinn af verðmæti auðlinda. Í heiminum eru fjölmargar þjóðir sem eiga gnótt auðlinda, sem gætu ef vel er með farið tryggt íbúum þeirra viðunandi lífskjör. Það er hins vegar langt í frá að hægt sé að setja samasem merki á milli auðlinda og afkomu. Á sama tíma og peningaleg verðmæti auðlinda eru ofmetin er virði þeirra einstaklinga sem skapa verðmæti úr auðlindum vanmetin. Vel rekin fyrirtæki eru auðlind Fiskurinn í sjónum er auðlind. Skipulag veiðanna, skynsemi í fjárfestingum, markaðssetning, gæðastjórnun, verðlagning, sala og rekstur er hins vegar vanmetinn. Samkeppnin er hörð, markaðaðstæður geta breyst hratt, og gera kröfu til þess að brugðist sé strax við. Að öðrum kosti er hætt við að viðkomandi verði undir í samkeppninni og verðmæti auðlindarinnar fari forgörðum. Það er því enginn ástæða til að tala fyrirtæki niður sem nær árangri. Það þarf mikla eljusemi, dugnað og útsjónarsemi til þess að reka fyrirtæki vel. Það er hins vegar enginn vandi að gera það illa. Hún er mikil ábyrgð þeirra sem nýta auðlindirnar og gera sem mest verðmæti úr þeim. Miklar og heitar tilfinningar eru til staðar þegar kemur að nýtingu auðlinda landsins, ekki síst þegar vel gengur. Því þarf, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að sýna ákveðna auðmýkt, jafnvel þótt mönnum finnist vegið óheiðarlega að þeim. Að öðrum kosti er sú hætta raunveruleg að grafið verði undan efnahagslegum undirstöðum, sem öflugt fiskveiðistjórnunarkerfi er, öllum til tjóns. Hins vegar þarf elítan í 101, hvort sem hún er í Reykjavík eða London, að ná örlítilli stjórn á tilfinningum sínum og hleypa að rökum og skynsemi. Það er enginn að stela auðlindinni eða að hafa af okkur fé. Hagsmunir þjóðarbúsins eru öflug og samkeppnishæf fyrirtæki og það er ekki í okkar þágu að auka skatta og gjöld í ríkissjóð og veikja með því fyrirtækin og samkeppnishæfni þeirra. Það er heldur ekki í okkar þágu að tala þau niður um allan heim og hafa uppi ásakanir opinberlega um hvers kyns ólögmæta háttsemi þeirra án þess að hafa nægar forsendur til. Það heitir að pissa í skóinn sinn. Hagnaður eða arður fyrirtækja er ekki á kostnað almennings eins og margir halda, einkum þeir sem fá allt sitt úr ríkissjóði og þekkja ekki annað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun