Flestallt lokað á Króknum en leikur við Stjörnuna í kvöld: „Mér finnst það svolítið skrýtið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2021 13:32 Tindastóll spilar mikilvægan leik í kvöld í lokaumferð Dominos-deildar karla í körfubolta, í skugga kórónuveirusmita sem greinst hafa í Skagafirði síðustu daga. vísir/hulda Þrátt fyrir að skólum, fyrirtækjum, sundlaugum og skíðasvæði hafi verið lokað í Skagafirði vegna kórónuveirusmita þá verður spilað þar í kvöld í lokaumferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Tindastóll tekur á móti Stjörnunni úr Garðabæ en engir áhorfendur verða leyfðir á leiknum. Tindastóll þarf á sigri að halda til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en tapi liðið þarf það að treysta á að önnur úrslit falli með því í kvöld. Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls, segir það skrýtið að liðið sé sett í þá stöðu að þurfa að spila í kvöld á meðan að enn sé verið að ná utan um smit í samfélaginu og fólk fari varla út úr húsi. Hann telur að Körfuknattleikssamband Íslands ætti að grípa inn í, miðað við hve aðgerðir á Sauðárkróki til að hindra útbreiðslu veirunnar séu að öðru leyti harðar. „Það er verið að stíga fast til jarðar, fyrirtæki og skólar hafa lokað, en þá sér KKÍ sér ekki leik á borði að gera neitt. Mér finnst það svolítið skrýtið,“ segir Helgi Rafn. Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ákvað að þó að íþróttaæfingar barna og unglinga í Skagafirði yrðu bannaðar út þessa viku þá yrðu æfingar í meistaraflokki áfram leyfðar, sem og keppni án áhorfenda. Karlalið Tindastóls í körfubolta má því spila í kvöld, sem og kvennalið Tindastóls í fótbolta sem sækir Fylki heim á morgun. Leikmenn sloppið við sóttkví hingað til Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari körfuboltaliðs Tindastóls, sagði við Vísi að nú í hádeginu væri hann enn með alla leikmenn tiltæka fyrir leikinn í kvöld: „Liðið hefur alveg sloppið við sóttkví, alla vega eins og er. En það er stutt á milli og þetta gæti auðvitað breyst með einu „testi“. Við æfðum ekki í gær því það voru nokkur spurningamerki varðandi test hjá fólki í kringum okkur, en svo komu þau öll neikvætt út,“ sagði Baldur. Þjálfarinn vildi lítið barma sér yfir því að hafa ekki stuðning áhorfenda í kvöld, á meðan að 150 áhorfendur eru leyfðir í smithólfi á leikjum annars staðar á landinu. Yrði mikið áfall að missa af úrslitakeppni „Þetta er bara veruleikinn í dag. Þetta er búið að vera furðulegt tímabil og maður hefur þurft að eiga við alls konar hluti út af þessum faraldri. Menn eru orðnir sjóaðir í að takast á við hindranir. Vonandi næst utan um þessi smit sem fyrst og aðalatriðið er að það sé í lagi með fólk. Öryggi fólks er númer eitt, tvö og þrjú, ekki að hafa áhorfendur á leik. Þeir koma þegar það verður í lagi,“ sagði Baldur. Eins og fyrr segir á Tindastóll, sem situr í 7. sæti, á hættu að dragast niður í 9. eða 10. sæti og missa þannig af úrslitakeppninni. Baldur tók undir að það yrði áfall ef svo færi: „Já, já, eðlilega yrði það mikið áfall. Við ætlum að selja okkur dýrt í leiknum í kvöld og vinna.“ Stöð 2 Sport mun sýna frá öllum völlum í lokaumferðinni í sérstakri Körfuboltakvöldmessu í kvöld og hefst útsending kl. 18.45. Dominos-deild karla Tindastóll Stjarnan Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hatrið ekki slíkt að menn vilji láta Njarðvík falla Keflvíkingar gætu komist í þá stöðu í kvöld að geta sent erkifjendur sína í Njarðvík niður í 1. deild, með því að tapa gegn Hetti á Egilsstöðum. Þeir hafa hins vegar meiri áhuga á því Njarðvík haldi sér uppi og að liðin mætist í úrslitakeppninni. 10. maí 2021 11:31 Bestu og verstu úrslitin fyrir liðin í lokaumferð Dominos í kvöld Sex af átta liðum eru örugg inn í úrslitakeppnina en fjögur lið eiga möguleika á því að fylgja þeim í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. 10. maí 2021 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira
Tindastóll tekur á móti Stjörnunni úr Garðabæ en engir áhorfendur verða leyfðir á leiknum. Tindastóll þarf á sigri að halda til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en tapi liðið þarf það að treysta á að önnur úrslit falli með því í kvöld. Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls, segir það skrýtið að liðið sé sett í þá stöðu að þurfa að spila í kvöld á meðan að enn sé verið að ná utan um smit í samfélaginu og fólk fari varla út úr húsi. Hann telur að Körfuknattleikssamband Íslands ætti að grípa inn í, miðað við hve aðgerðir á Sauðárkróki til að hindra útbreiðslu veirunnar séu að öðru leyti harðar. „Það er verið að stíga fast til jarðar, fyrirtæki og skólar hafa lokað, en þá sér KKÍ sér ekki leik á borði að gera neitt. Mér finnst það svolítið skrýtið,“ segir Helgi Rafn. Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ákvað að þó að íþróttaæfingar barna og unglinga í Skagafirði yrðu bannaðar út þessa viku þá yrðu æfingar í meistaraflokki áfram leyfðar, sem og keppni án áhorfenda. Karlalið Tindastóls í körfubolta má því spila í kvöld, sem og kvennalið Tindastóls í fótbolta sem sækir Fylki heim á morgun. Leikmenn sloppið við sóttkví hingað til Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari körfuboltaliðs Tindastóls, sagði við Vísi að nú í hádeginu væri hann enn með alla leikmenn tiltæka fyrir leikinn í kvöld: „Liðið hefur alveg sloppið við sóttkví, alla vega eins og er. En það er stutt á milli og þetta gæti auðvitað breyst með einu „testi“. Við æfðum ekki í gær því það voru nokkur spurningamerki varðandi test hjá fólki í kringum okkur, en svo komu þau öll neikvætt út,“ sagði Baldur. Þjálfarinn vildi lítið barma sér yfir því að hafa ekki stuðning áhorfenda í kvöld, á meðan að 150 áhorfendur eru leyfðir í smithólfi á leikjum annars staðar á landinu. Yrði mikið áfall að missa af úrslitakeppni „Þetta er bara veruleikinn í dag. Þetta er búið að vera furðulegt tímabil og maður hefur þurft að eiga við alls konar hluti út af þessum faraldri. Menn eru orðnir sjóaðir í að takast á við hindranir. Vonandi næst utan um þessi smit sem fyrst og aðalatriðið er að það sé í lagi með fólk. Öryggi fólks er númer eitt, tvö og þrjú, ekki að hafa áhorfendur á leik. Þeir koma þegar það verður í lagi,“ sagði Baldur. Eins og fyrr segir á Tindastóll, sem situr í 7. sæti, á hættu að dragast niður í 9. eða 10. sæti og missa þannig af úrslitakeppninni. Baldur tók undir að það yrði áfall ef svo færi: „Já, já, eðlilega yrði það mikið áfall. Við ætlum að selja okkur dýrt í leiknum í kvöld og vinna.“ Stöð 2 Sport mun sýna frá öllum völlum í lokaumferðinni í sérstakri Körfuboltakvöldmessu í kvöld og hefst útsending kl. 18.45.
Dominos-deild karla Tindastóll Stjarnan Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hatrið ekki slíkt að menn vilji láta Njarðvík falla Keflvíkingar gætu komist í þá stöðu í kvöld að geta sent erkifjendur sína í Njarðvík niður í 1. deild, með því að tapa gegn Hetti á Egilsstöðum. Þeir hafa hins vegar meiri áhuga á því Njarðvík haldi sér uppi og að liðin mætist í úrslitakeppninni. 10. maí 2021 11:31 Bestu og verstu úrslitin fyrir liðin í lokaumferð Dominos í kvöld Sex af átta liðum eru örugg inn í úrslitakeppnina en fjögur lið eiga möguleika á því að fylgja þeim í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. 10. maí 2021 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira
Hatrið ekki slíkt að menn vilji láta Njarðvík falla Keflvíkingar gætu komist í þá stöðu í kvöld að geta sent erkifjendur sína í Njarðvík niður í 1. deild, með því að tapa gegn Hetti á Egilsstöðum. Þeir hafa hins vegar meiri áhuga á því Njarðvík haldi sér uppi og að liðin mætist í úrslitakeppninni. 10. maí 2021 11:31
Bestu og verstu úrslitin fyrir liðin í lokaumferð Dominos í kvöld Sex af átta liðum eru örugg inn í úrslitakeppnina en fjögur lið eiga möguleika á því að fylgja þeim í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. 10. maí 2021 11:00