Viggó skoraði átta mörk og var markahæsti maður vallarins, ásamt Jerry Tollbring hjá Löwen, en Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá Löwen.
Löwen er í þriðja sæti deildarinnar eftir tapið með 42 stig en þeir hafa tapað tveimur leikjum í röð. Stuttgart er í tólfta sætinu með 26 stig.
Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk er Lemgo tapaði fyrir Hannover-Burgdorf á heimavelli, 26-24. Lemgo er í ellefta sætinu með 26 stig en Hannover-Burgdorf er í fjórtánda sætinu.
Oddur Grétarsson skoraði þrjú mörk er Balingen gerði 29-29 jafntefli við Minden. Balingen er í sextánda sætinu, fimm stigum frá fallsæti, en Minden er sæti ofar með 22 stig.