Kynhlutlaust mál bannað með lögum Snorri Másson skrifar 9. maí 2021 22:01 Jean-Michel Blanquer er menntamálaráðherra í ríkisstjórn Emmanuel Macron, sem er flokksbróðir hans. Vísir/EPA Menntamálaráðherra Frakka hefur lögfest við því blátt bann að í skólum landsins sé stuðst við kynhlutlaust mál í námsefni fyrir börn. Hann segir reglurnar of flóknar fyrir þau. Það hefur verið umdeilt um margra ára skeið í Frakklandi að nota punkta inni í miðju orði til þess að gefa sérstaklega til kynna að í orðinu felist allar útgáfur til dæmis tiltekins starfsheitis. Dæmi má taka úr þingheimi: „député“ er þingmaður. „Députée“ er þingkona. „Députés“ væri hin hefðbundna fleirtala, sem íhaldssamari Frakkar myndu segja að næði einnig yfir þingkonurnar. „Député.e.s“ er hins vegar nýja útgáfan, sem nú er óheimil í skólum samkvæmt lögum. Í henni áréttar punkturinn svo ekki verður um villst að þarna inni séu líka þingkonur. Mörgum Frökkum þykir punktinum ofaukið, eins og menntamálaráðherranum, Jean-Michel Blaquer. Er hann ræddi málið fyrir menntamálanefnd franska þingsins sagði hann punktakerfið of flókið og raunar svo flókið að það myndi aftra skilningi barna á tungumálinu. Ógerningur sé að miðla franskri tungu til ungu kynslóðarinnar ef punktarnir eru þarna að þvælast fyrir, svo ekki sé talað um fyrir lesblinda, hefur ráðherrann sagt. Alþjóðlegt deilumál Málið veldur verulegum titringi hjá Frökkum og margir eru ósáttir við menntamálaráðherrann. Feminískir stjórnmálamenn á vinstri væng segja þetta óhæfu og telja jafnréttismál að hátta málfræðinni á þennan veg. Klofningurinn er ekki ósvipaður þeim sem þegar er uppi í Þýskalandi, þar sem mörgum er í nöp við stjörnu (*) sem klýfur fjölda titla til þess að árétta að konur séu þar inni. Þar er „Student“ í fleirtölu ekki aðeins „Studenten“ heildur „Student*innen“ og raunar frekar „Studierenden“. Þetta er mjög útbreidd notkun í Þýskalandi. Í íslensku hefur hvorugkynsmynd ýmissa fornafna sótt mjög í sig veðrið á síðustu misserum, þar sem ekki er lengur talað um að „allir“ eða „margir“ hafi til dæmis farið í bólusetningu, heldur „öll“ eða „mörg.“ Frakkland Tengdar fréttir Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Það hefur verið umdeilt um margra ára skeið í Frakklandi að nota punkta inni í miðju orði til þess að gefa sérstaklega til kynna að í orðinu felist allar útgáfur til dæmis tiltekins starfsheitis. Dæmi má taka úr þingheimi: „député“ er þingmaður. „Députée“ er þingkona. „Députés“ væri hin hefðbundna fleirtala, sem íhaldssamari Frakkar myndu segja að næði einnig yfir þingkonurnar. „Député.e.s“ er hins vegar nýja útgáfan, sem nú er óheimil í skólum samkvæmt lögum. Í henni áréttar punkturinn svo ekki verður um villst að þarna inni séu líka þingkonur. Mörgum Frökkum þykir punktinum ofaukið, eins og menntamálaráðherranum, Jean-Michel Blaquer. Er hann ræddi málið fyrir menntamálanefnd franska þingsins sagði hann punktakerfið of flókið og raunar svo flókið að það myndi aftra skilningi barna á tungumálinu. Ógerningur sé að miðla franskri tungu til ungu kynslóðarinnar ef punktarnir eru þarna að þvælast fyrir, svo ekki sé talað um fyrir lesblinda, hefur ráðherrann sagt. Alþjóðlegt deilumál Málið veldur verulegum titringi hjá Frökkum og margir eru ósáttir við menntamálaráðherrann. Feminískir stjórnmálamenn á vinstri væng segja þetta óhæfu og telja jafnréttismál að hátta málfræðinni á þennan veg. Klofningurinn er ekki ósvipaður þeim sem þegar er uppi í Þýskalandi, þar sem mörgum er í nöp við stjörnu (*) sem klýfur fjölda titla til þess að árétta að konur séu þar inni. Þar er „Student“ í fleirtölu ekki aðeins „Studenten“ heildur „Student*innen“ og raunar frekar „Studierenden“. Þetta er mjög útbreidd notkun í Þýskalandi. Í íslensku hefur hvorugkynsmynd ýmissa fornafna sótt mjög í sig veðrið á síðustu misserum, þar sem ekki er lengur talað um að „allir“ eða „margir“ hafi til dæmis farið í bólusetningu, heldur „öll“ eða „mörg.“
Frakkland Tengdar fréttir Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24
Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent