Dælustöðin verður óstarfhæf frá klukkan sex til klukkan átta í fyrramálið, að því er segir í tilkynningu frá Veitum. Þar er fullyrt að losun á skólpi í sjó í skamman tíma hafi ekki varanleg áhrif á lífríkið og örverur í skólpi lifi aðeins örfáar klukkustundir í sjónum.
Aftur á móti segja Veitur að rusl í skólpi sé stærra vandamál. Það velkist um í sjónum og því geti skolað upp í fjörur. Því brýnir fyrirtækið fyrir fólki að setja ekkert í klósettið annað en líkamlegan úrgang og klósettpappír.
Til stendur að setja upp upplýsingaskilti á nokkrum stöðum á gönguleiðum í kringum dælustöðina svo að fólk haldi sig fjarri sjónum þar sem skólp er losað. Þá verður fylgst með svæðinu næsta daga og rusl hreinsað hafi það borist með skólpinu.