Býst við að fara í leyfi sem dómari á meðan á framboði stendur Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2021 09:56 Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari, sækist eftir sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Vísir/ÞÞ Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, segist gera ráð fyrir því að hann fari í leyfi frá störfum á meðan hann býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Honum segist full alvara með framboðinu og stefnir á að komast inn á Alþingi. Greint var frá framboði Arnars Þórs í Morgunblaðinu í morgun. Hann hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni, ekki síst um Evrópumál og þriðja orkupakkann, undanfarin ár og sagði hann sig meðal annars úr Dómarafélagi Íslands í vikunni vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara. Siðareglur Dómarafélagsins kveða á um að það sé ósamrýmanlegt dómarastörfum að taka virkan þátt í stjórnmálabaráttu á opinberum vettvangi. Í samtali við Vísi segir Arnar Þór að hann hugsi að hann fari í leyfi frá dómarastörfum þegar nær dregur. Arnar Þór er búsettur í Kraganum en ekki hefur enn verið ákveðið hvort að prófkjör verði haldið þar eða framboðslistinn valinn með öðrum hætti. „Ég þarf bara að hugsa það. Ég myndi bera það undir þá sem flytja mál hjá mér hvort þetta trufli þá. Ég geri frekar ráð fyrir því að ég taki mér leyfi frá mínum störfum,“ segir Arnar Þór sem á enn nokkur mál eftir ókláruð í héraðsdómi. „Fingurbrjótar“ í siðareglum Dómarafélagsins Arnar Þór stefnir ekki á ákveðið sæti í prófkjörinu og segist leggja það í hendur kjósenda. „Mér er fúlasta alvara með þessu. Ég sækist auðvitað eftir því að komast í sæti þar sem ég gæti átt mögulega á að komast inn á þingið. Ég treysti fólki að öðru leyti bara til að velja þetta,“ segir hann. Fari svo að hann nái ekki framgangi í prófkjörinu eða ákveði að taka ekki sæti á listanum segist Arnar Þór telja að sér sé fullstætt á því að snúa aftur til dómarastarfa. „Ef við tökum stjórnarskrána alvarlega þá er mér fyllilega stætt á því,“ segir hann. Dómarinn telur rétt sinn til stjórnmálaþátttöku tvímælalausan eins og annarra borgara landsins hvað sem siðareglur Dómarafélags Íslands segja. Þá sem sömdu siðareglurnar telur hann hafa misskilið stjórnarskrána. „Það er ekkert sem bannar mér að fara í þetta. Þetta er einn eitt dæmið um það hvers konar fingurbrjótar eru í þessum siðareglum. Það er afdráttarlaust í stjórnarskránni að ég er kjörgengur og hvernig á ég að geta nýtt kjörgengisréttinn öðruvísi en með því að tjá mig um þessi mál?“ segir Arnar Þór. Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota á Egilsstaði í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Greint var frá framboði Arnars Þórs í Morgunblaðinu í morgun. Hann hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni, ekki síst um Evrópumál og þriðja orkupakkann, undanfarin ár og sagði hann sig meðal annars úr Dómarafélagi Íslands í vikunni vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara. Siðareglur Dómarafélagsins kveða á um að það sé ósamrýmanlegt dómarastörfum að taka virkan þátt í stjórnmálabaráttu á opinberum vettvangi. Í samtali við Vísi segir Arnar Þór að hann hugsi að hann fari í leyfi frá dómarastörfum þegar nær dregur. Arnar Þór er búsettur í Kraganum en ekki hefur enn verið ákveðið hvort að prófkjör verði haldið þar eða framboðslistinn valinn með öðrum hætti. „Ég þarf bara að hugsa það. Ég myndi bera það undir þá sem flytja mál hjá mér hvort þetta trufli þá. Ég geri frekar ráð fyrir því að ég taki mér leyfi frá mínum störfum,“ segir Arnar Þór sem á enn nokkur mál eftir ókláruð í héraðsdómi. „Fingurbrjótar“ í siðareglum Dómarafélagsins Arnar Þór stefnir ekki á ákveðið sæti í prófkjörinu og segist leggja það í hendur kjósenda. „Mér er fúlasta alvara með þessu. Ég sækist auðvitað eftir því að komast í sæti þar sem ég gæti átt mögulega á að komast inn á þingið. Ég treysti fólki að öðru leyti bara til að velja þetta,“ segir hann. Fari svo að hann nái ekki framgangi í prófkjörinu eða ákveði að taka ekki sæti á listanum segist Arnar Þór telja að sér sé fullstætt á því að snúa aftur til dómarastarfa. „Ef við tökum stjórnarskrána alvarlega þá er mér fyllilega stætt á því,“ segir hann. Dómarinn telur rétt sinn til stjórnmálaþátttöku tvímælalausan eins og annarra borgara landsins hvað sem siðareglur Dómarafélags Íslands segja. Þá sem sömdu siðareglurnar telur hann hafa misskilið stjórnarskrána. „Það er ekkert sem bannar mér að fara í þetta. Þetta er einn eitt dæmið um það hvers konar fingurbrjótar eru í þessum siðareglum. Það er afdráttarlaust í stjórnarskránni að ég er kjörgengur og hvernig á ég að geta nýtt kjörgengisréttinn öðruvísi en með því að tjá mig um þessi mál?“ segir Arnar Þór.
Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota á Egilsstaði í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira