Býst við að fara í leyfi sem dómari á meðan á framboði stendur Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2021 09:56 Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari, sækist eftir sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Vísir/ÞÞ Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, segist gera ráð fyrir því að hann fari í leyfi frá störfum á meðan hann býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Honum segist full alvara með framboðinu og stefnir á að komast inn á Alþingi. Greint var frá framboði Arnars Þórs í Morgunblaðinu í morgun. Hann hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni, ekki síst um Evrópumál og þriðja orkupakkann, undanfarin ár og sagði hann sig meðal annars úr Dómarafélagi Íslands í vikunni vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara. Siðareglur Dómarafélagsins kveða á um að það sé ósamrýmanlegt dómarastörfum að taka virkan þátt í stjórnmálabaráttu á opinberum vettvangi. Í samtali við Vísi segir Arnar Þór að hann hugsi að hann fari í leyfi frá dómarastörfum þegar nær dregur. Arnar Þór er búsettur í Kraganum en ekki hefur enn verið ákveðið hvort að prófkjör verði haldið þar eða framboðslistinn valinn með öðrum hætti. „Ég þarf bara að hugsa það. Ég myndi bera það undir þá sem flytja mál hjá mér hvort þetta trufli þá. Ég geri frekar ráð fyrir því að ég taki mér leyfi frá mínum störfum,“ segir Arnar Þór sem á enn nokkur mál eftir ókláruð í héraðsdómi. „Fingurbrjótar“ í siðareglum Dómarafélagsins Arnar Þór stefnir ekki á ákveðið sæti í prófkjörinu og segist leggja það í hendur kjósenda. „Mér er fúlasta alvara með þessu. Ég sækist auðvitað eftir því að komast í sæti þar sem ég gæti átt mögulega á að komast inn á þingið. Ég treysti fólki að öðru leyti bara til að velja þetta,“ segir hann. Fari svo að hann nái ekki framgangi í prófkjörinu eða ákveði að taka ekki sæti á listanum segist Arnar Þór telja að sér sé fullstætt á því að snúa aftur til dómarastarfa. „Ef við tökum stjórnarskrána alvarlega þá er mér fyllilega stætt á því,“ segir hann. Dómarinn telur rétt sinn til stjórnmálaþátttöku tvímælalausan eins og annarra borgara landsins hvað sem siðareglur Dómarafélags Íslands segja. Þá sem sömdu siðareglurnar telur hann hafa misskilið stjórnarskrána. „Það er ekkert sem bannar mér að fara í þetta. Þetta er einn eitt dæmið um það hvers konar fingurbrjótar eru í þessum siðareglum. Það er afdráttarlaust í stjórnarskránni að ég er kjörgengur og hvernig á ég að geta nýtt kjörgengisréttinn öðruvísi en með því að tjá mig um þessi mál?“ segir Arnar Þór. Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Sjá meira
Greint var frá framboði Arnars Þórs í Morgunblaðinu í morgun. Hann hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni, ekki síst um Evrópumál og þriðja orkupakkann, undanfarin ár og sagði hann sig meðal annars úr Dómarafélagi Íslands í vikunni vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara. Siðareglur Dómarafélagsins kveða á um að það sé ósamrýmanlegt dómarastörfum að taka virkan þátt í stjórnmálabaráttu á opinberum vettvangi. Í samtali við Vísi segir Arnar Þór að hann hugsi að hann fari í leyfi frá dómarastörfum þegar nær dregur. Arnar Þór er búsettur í Kraganum en ekki hefur enn verið ákveðið hvort að prófkjör verði haldið þar eða framboðslistinn valinn með öðrum hætti. „Ég þarf bara að hugsa það. Ég myndi bera það undir þá sem flytja mál hjá mér hvort þetta trufli þá. Ég geri frekar ráð fyrir því að ég taki mér leyfi frá mínum störfum,“ segir Arnar Þór sem á enn nokkur mál eftir ókláruð í héraðsdómi. „Fingurbrjótar“ í siðareglum Dómarafélagsins Arnar Þór stefnir ekki á ákveðið sæti í prófkjörinu og segist leggja það í hendur kjósenda. „Mér er fúlasta alvara með þessu. Ég sækist auðvitað eftir því að komast í sæti þar sem ég gæti átt mögulega á að komast inn á þingið. Ég treysti fólki að öðru leyti bara til að velja þetta,“ segir hann. Fari svo að hann nái ekki framgangi í prófkjörinu eða ákveði að taka ekki sæti á listanum segist Arnar Þór telja að sér sé fullstætt á því að snúa aftur til dómarastarfa. „Ef við tökum stjórnarskrána alvarlega þá er mér fyllilega stætt á því,“ segir hann. Dómarinn telur rétt sinn til stjórnmálaþátttöku tvímælalausan eins og annarra borgara landsins hvað sem siðareglur Dómarafélags Íslands segja. Þá sem sömdu siðareglurnar telur hann hafa misskilið stjórnarskrána. „Það er ekkert sem bannar mér að fara í þetta. Þetta er einn eitt dæmið um það hvers konar fingurbrjótar eru í þessum siðareglum. Það er afdráttarlaust í stjórnarskránni að ég er kjörgengur og hvernig á ég að geta nýtt kjörgengisréttinn öðruvísi en með því að tjá mig um þessi mál?“ segir Arnar Þór.
Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Sjá meira