Ekki lengur bólusett eftir aldri Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2021 17:14 Það hefur verið líflegt í Laugardalshöll síðustu daga og vikur. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. Breytingin er meðal annars gerð í ljósi upplýsinga úr nýju líkani Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) sem kynnt var í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en þar segir að þetta sé gert til að ná samhliða bólusetningu þvert á aldurshópa og ná þannig fyrr hjarðónæmi í samræmi við niðurstöðu ÍE. Nú hafa um 140 þúsund einstaklingar fengið minnst einn skammt af bóluefni hér á landi. Er það um 48% þeirra sem áætlað er að bólusetja. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafði áður gefið út að líklega yrði farið dreift í aldurshópana eftir að bólusetningu forgangshópa væri lokið. Þá hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir einnig tekið vel í hugmyndina. Hniki boðun til um tvær vikur að meðaltali Svandís sagði á þriðjudag að bólusetning með slembiúrtaki myndi að jafnaði flýta eða seinka bólusetningu einstaklinga um tvær vikur samanborið við fyrra fyrirkomulag þar sem boðað var eftir aldri. Um 51 þúsund manns hafa nú verið fullbólusettir gegn Covid-19 og áfram stendur yfir bólusetning einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma (hópur 7). Í vikunni hófst svo bólusetning starfsmanna leik- og grunnskóla og flug- og skipsáhafna (hópur 8) og enn fremur einstaklinga í félagslega viðkvæmri stöðu (hópur 9). Samhliða því hefur einstaklingum í hópi 10 verið boðin bólusetning en þeim hópi tilheyra allir sem ekki eru í forgangshópi. Stærsti bólusetningadagurinn til þessa fór fram í gær þegar 17.111 einstaklingar fengu ýmist sinn fyrri eða seinni skammt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29. apríl 2021 17:36 Gæti orðið skynsamlegt að bólusetja yngri fyrr Yfirvöld skoða hvort ráðist verði í handahófskenndar bólusetningar þegar búið er að verja viðkvæmustu hópana. Sextíu og sex þúsund skammtar af bóluefni hafa verið staðfestir til landsins í maí. 30. apríl 2021 20:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Breytingin er meðal annars gerð í ljósi upplýsinga úr nýju líkani Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) sem kynnt var í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en þar segir að þetta sé gert til að ná samhliða bólusetningu þvert á aldurshópa og ná þannig fyrr hjarðónæmi í samræmi við niðurstöðu ÍE. Nú hafa um 140 þúsund einstaklingar fengið minnst einn skammt af bóluefni hér á landi. Er það um 48% þeirra sem áætlað er að bólusetja. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafði áður gefið út að líklega yrði farið dreift í aldurshópana eftir að bólusetningu forgangshópa væri lokið. Þá hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir einnig tekið vel í hugmyndina. Hniki boðun til um tvær vikur að meðaltali Svandís sagði á þriðjudag að bólusetning með slembiúrtaki myndi að jafnaði flýta eða seinka bólusetningu einstaklinga um tvær vikur samanborið við fyrra fyrirkomulag þar sem boðað var eftir aldri. Um 51 þúsund manns hafa nú verið fullbólusettir gegn Covid-19 og áfram stendur yfir bólusetning einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma (hópur 7). Í vikunni hófst svo bólusetning starfsmanna leik- og grunnskóla og flug- og skipsáhafna (hópur 8) og enn fremur einstaklinga í félagslega viðkvæmri stöðu (hópur 9). Samhliða því hefur einstaklingum í hópi 10 verið boðin bólusetning en þeim hópi tilheyra allir sem ekki eru í forgangshópi. Stærsti bólusetningadagurinn til þessa fór fram í gær þegar 17.111 einstaklingar fengu ýmist sinn fyrri eða seinni skammt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29. apríl 2021 17:36 Gæti orðið skynsamlegt að bólusetja yngri fyrr Yfirvöld skoða hvort ráðist verði í handahófskenndar bólusetningar þegar búið er að verja viðkvæmustu hópana. Sextíu og sex þúsund skammtar af bóluefni hafa verið staðfestir til landsins í maí. 30. apríl 2021 20:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29. apríl 2021 17:36
Gæti orðið skynsamlegt að bólusetja yngri fyrr Yfirvöld skoða hvort ráðist verði í handahófskenndar bólusetningar þegar búið er að verja viðkvæmustu hópana. Sextíu og sex þúsund skammtar af bóluefni hafa verið staðfestir til landsins í maí. 30. apríl 2021 20:00