Mikil aðsókn hjá Stígamótum og ný #MeToo bylting hafin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. maí 2021 17:35 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir að margir hafi leitað til Stígamóta síðustu vikuna. Stöð 2/Einar Talskona Stígamóta segir að ný #MeToo bylting sé hafin. Margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. Síðustu daga hafa fjölmargir þolendur stigið fram á samfélagsmiðlum og opnað sig um kynferðisofbeldi og viðbrögð samfélagsins í þeim efnum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir að um sé að ræða aðra #MeToo byltingu. „Það eru hundruð manns búnir að deila sögunum sínum af ofbeldi á Twitter í gær þannig að ég upplifi það þannig,“ segir Steinunn. Mál fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Lögmaður tveggja kvenna sendi yfirlýsingu til fjölmiðla á dögunum þar sem fram kom að hann yrði kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Fyrir það hafði málið vakið mikla athygli þar sem Sölvi bar af sér sakir í eigin hlaðvarpsþætti. Gerendameðvirkni komið á óvart „Ég held að það hafi komið aftan að fólki í vikunni þegar það allt í einu verður vitni af rosalegri gerendameðvirkni, vilja fólks til að stökkva á vagninn og trúa þeim sem er sakaður um ofbeldi án þess að hafa nokkuð fyrir sér endilega og þekkja nokkuð málavexti,“ segir Steinunn Margir hafi talið að samfélagið væri komið lengra og þolendur nytu vafans. Aðsókn á Stígamótum hafi aukist gríðarlega síðustu vikuna. „Og eðlilega þegar það koma upp svona umræður um að brotaþolum sé ekki trúað. Það ýtir við mjög mörgum að leita sér aðstoðar eða fólk upplifir erfiðar tilfinningar í kjölfarið af því, þannig það er mjög mikil aðsókn hingað í augnablikinu,“ segir Steinunn. #MeToo byltinging fyrir tveimur árum hafi aðallega snúist um hversu margar konur hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Nú sé meira ákall um að karlar taki þátt í umræðunni. „Bæði sem stuðningsmenn en líka til þess að taka ábyrgð á því sem þeir hafa mögulega gert,“ segir Steinunn. Ekki ábyrgð þolanda að margir liggi undir grun Síðustu daga hafa sumir stigið fram og lýst meintum geranda á nákvæman hátt, það er stöðu, menntun og svo framvegis. Í einhverjum tilvikum hefur lýsingin átt við um hóp saklausra sem hefur þá þurft að sverja ofbeldið af sér. Steinunn segir ekki margar leiðir færar fyrir þolendur í þessum efnum. Meirihluti kærða mála séu felld niður og endi því ekki fyrir dómi. „Langflestar hafa engan sektardóm og eru þar með að útsetja sig fyrir meiðyrðakæru ef þær nefna gerandann á nafn þannig þá eru þær orðnar einhvers konar gerendur. Þannig þær nota þær leiðir sem þær geta og þá auðvitað liggja margir undir grun,“ segir Steinunn og bætir við að það sé ekki ábyrgð þolenda að margir liggi undir grun. Það sé ábyrgð kerfisins, samfélagsins og gerandans. MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Síðustu daga hafa fjölmargir þolendur stigið fram á samfélagsmiðlum og opnað sig um kynferðisofbeldi og viðbrögð samfélagsins í þeim efnum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir að um sé að ræða aðra #MeToo byltingu. „Það eru hundruð manns búnir að deila sögunum sínum af ofbeldi á Twitter í gær þannig að ég upplifi það þannig,“ segir Steinunn. Mál fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Lögmaður tveggja kvenna sendi yfirlýsingu til fjölmiðla á dögunum þar sem fram kom að hann yrði kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Fyrir það hafði málið vakið mikla athygli þar sem Sölvi bar af sér sakir í eigin hlaðvarpsþætti. Gerendameðvirkni komið á óvart „Ég held að það hafi komið aftan að fólki í vikunni þegar það allt í einu verður vitni af rosalegri gerendameðvirkni, vilja fólks til að stökkva á vagninn og trúa þeim sem er sakaður um ofbeldi án þess að hafa nokkuð fyrir sér endilega og þekkja nokkuð málavexti,“ segir Steinunn Margir hafi talið að samfélagið væri komið lengra og þolendur nytu vafans. Aðsókn á Stígamótum hafi aukist gríðarlega síðustu vikuna. „Og eðlilega þegar það koma upp svona umræður um að brotaþolum sé ekki trúað. Það ýtir við mjög mörgum að leita sér aðstoðar eða fólk upplifir erfiðar tilfinningar í kjölfarið af því, þannig það er mjög mikil aðsókn hingað í augnablikinu,“ segir Steinunn. #MeToo byltinging fyrir tveimur árum hafi aðallega snúist um hversu margar konur hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Nú sé meira ákall um að karlar taki þátt í umræðunni. „Bæði sem stuðningsmenn en líka til þess að taka ábyrgð á því sem þeir hafa mögulega gert,“ segir Steinunn. Ekki ábyrgð þolanda að margir liggi undir grun Síðustu daga hafa sumir stigið fram og lýst meintum geranda á nákvæman hátt, það er stöðu, menntun og svo framvegis. Í einhverjum tilvikum hefur lýsingin átt við um hóp saklausra sem hefur þá þurft að sverja ofbeldið af sér. Steinunn segir ekki margar leiðir færar fyrir þolendur í þessum efnum. Meirihluti kærða mála séu felld niður og endi því ekki fyrir dómi. „Langflestar hafa engan sektardóm og eru þar með að útsetja sig fyrir meiðyrðakæru ef þær nefna gerandann á nafn þannig þá eru þær orðnar einhvers konar gerendur. Þannig þær nota þær leiðir sem þær geta og þá auðvitað liggja margir undir grun,“ segir Steinunn og bætir við að það sé ekki ábyrgð þolenda að margir liggi undir grun. Það sé ábyrgð kerfisins, samfélagsins og gerandans.
MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Sjá meira