Mikil aðsókn hjá Stígamótum og ný #MeToo bylting hafin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. maí 2021 17:35 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir að margir hafi leitað til Stígamóta síðustu vikuna. Stöð 2/Einar Talskona Stígamóta segir að ný #MeToo bylting sé hafin. Margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. Síðustu daga hafa fjölmargir þolendur stigið fram á samfélagsmiðlum og opnað sig um kynferðisofbeldi og viðbrögð samfélagsins í þeim efnum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir að um sé að ræða aðra #MeToo byltingu. „Það eru hundruð manns búnir að deila sögunum sínum af ofbeldi á Twitter í gær þannig að ég upplifi það þannig,“ segir Steinunn. Mál fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Lögmaður tveggja kvenna sendi yfirlýsingu til fjölmiðla á dögunum þar sem fram kom að hann yrði kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Fyrir það hafði málið vakið mikla athygli þar sem Sölvi bar af sér sakir í eigin hlaðvarpsþætti. Gerendameðvirkni komið á óvart „Ég held að það hafi komið aftan að fólki í vikunni þegar það allt í einu verður vitni af rosalegri gerendameðvirkni, vilja fólks til að stökkva á vagninn og trúa þeim sem er sakaður um ofbeldi án þess að hafa nokkuð fyrir sér endilega og þekkja nokkuð málavexti,“ segir Steinunn Margir hafi talið að samfélagið væri komið lengra og þolendur nytu vafans. Aðsókn á Stígamótum hafi aukist gríðarlega síðustu vikuna. „Og eðlilega þegar það koma upp svona umræður um að brotaþolum sé ekki trúað. Það ýtir við mjög mörgum að leita sér aðstoðar eða fólk upplifir erfiðar tilfinningar í kjölfarið af því, þannig það er mjög mikil aðsókn hingað í augnablikinu,“ segir Steinunn. #MeToo byltinging fyrir tveimur árum hafi aðallega snúist um hversu margar konur hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Nú sé meira ákall um að karlar taki þátt í umræðunni. „Bæði sem stuðningsmenn en líka til þess að taka ábyrgð á því sem þeir hafa mögulega gert,“ segir Steinunn. Ekki ábyrgð þolanda að margir liggi undir grun Síðustu daga hafa sumir stigið fram og lýst meintum geranda á nákvæman hátt, það er stöðu, menntun og svo framvegis. Í einhverjum tilvikum hefur lýsingin átt við um hóp saklausra sem hefur þá þurft að sverja ofbeldið af sér. Steinunn segir ekki margar leiðir færar fyrir þolendur í þessum efnum. Meirihluti kærða mála séu felld niður og endi því ekki fyrir dómi. „Langflestar hafa engan sektardóm og eru þar með að útsetja sig fyrir meiðyrðakæru ef þær nefna gerandann á nafn þannig þá eru þær orðnar einhvers konar gerendur. Þannig þær nota þær leiðir sem þær geta og þá auðvitað liggja margir undir grun,“ segir Steinunn og bætir við að það sé ekki ábyrgð þolenda að margir liggi undir grun. Það sé ábyrgð kerfisins, samfélagsins og gerandans. MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Síðustu daga hafa fjölmargir þolendur stigið fram á samfélagsmiðlum og opnað sig um kynferðisofbeldi og viðbrögð samfélagsins í þeim efnum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir að um sé að ræða aðra #MeToo byltingu. „Það eru hundruð manns búnir að deila sögunum sínum af ofbeldi á Twitter í gær þannig að ég upplifi það þannig,“ segir Steinunn. Mál fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Lögmaður tveggja kvenna sendi yfirlýsingu til fjölmiðla á dögunum þar sem fram kom að hann yrði kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Fyrir það hafði málið vakið mikla athygli þar sem Sölvi bar af sér sakir í eigin hlaðvarpsþætti. Gerendameðvirkni komið á óvart „Ég held að það hafi komið aftan að fólki í vikunni þegar það allt í einu verður vitni af rosalegri gerendameðvirkni, vilja fólks til að stökkva á vagninn og trúa þeim sem er sakaður um ofbeldi án þess að hafa nokkuð fyrir sér endilega og þekkja nokkuð málavexti,“ segir Steinunn Margir hafi talið að samfélagið væri komið lengra og þolendur nytu vafans. Aðsókn á Stígamótum hafi aukist gríðarlega síðustu vikuna. „Og eðlilega þegar það koma upp svona umræður um að brotaþolum sé ekki trúað. Það ýtir við mjög mörgum að leita sér aðstoðar eða fólk upplifir erfiðar tilfinningar í kjölfarið af því, þannig það er mjög mikil aðsókn hingað í augnablikinu,“ segir Steinunn. #MeToo byltinging fyrir tveimur árum hafi aðallega snúist um hversu margar konur hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Nú sé meira ákall um að karlar taki þátt í umræðunni. „Bæði sem stuðningsmenn en líka til þess að taka ábyrgð á því sem þeir hafa mögulega gert,“ segir Steinunn. Ekki ábyrgð þolanda að margir liggi undir grun Síðustu daga hafa sumir stigið fram og lýst meintum geranda á nákvæman hátt, það er stöðu, menntun og svo framvegis. Í einhverjum tilvikum hefur lýsingin átt við um hóp saklausra sem hefur þá þurft að sverja ofbeldið af sér. Steinunn segir ekki margar leiðir færar fyrir þolendur í þessum efnum. Meirihluti kærða mála séu felld niður og endi því ekki fyrir dómi. „Langflestar hafa engan sektardóm og eru þar með að útsetja sig fyrir meiðyrðakæru ef þær nefna gerandann á nafn þannig þá eru þær orðnar einhvers konar gerendur. Þannig þær nota þær leiðir sem þær geta og þá auðvitað liggja margir undir grun,“ segir Steinunn og bætir við að það sé ekki ábyrgð þolenda að margir liggi undir grun. Það sé ábyrgð kerfisins, samfélagsins og gerandans.
MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira