Ríkisstjórnin skoðar að kaupa Sputnik V fyrir 100 þúsund manns Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2021 14:48 Skammtar af rússneska bóluefninu Spútnik V í Íran. AP/Saeed Kaari/KAC Íslenskum stjórnvöldum stendur til boða að fá skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V fyrir 200 þúsund manns. Ríkisstjórnin skoðar nú þann möguleika að kaupa skammta fyrir 100 þúsund einstaklinga. Yrði það gert með því skilyrði að 75% af keyptum skömmtum verði afhentir í síðasta lagi 2. júní og að bóluefnið verði þá komið með markaðsleyfi í Evrópu. Þetta kemur fram í drögum heilbrigðisráðuneytisins að viðbrögðum við viljayfirlýsingu Russian Direct Investment Fund sem hefur milligöngu um sölu bóluefnisins gegn Covid-19. Barst yfirlýsingin stjórnvöldum í kjölfar fundar fulltrúa utanríkisráðuneytisins og Gamaleya National Research Center for Epidemiology and Microbiology í Rússlandi, upphaflegum framleiðanda og þróunaraðila Spútnik V. RÚV greindi áður frá málinu. Feli ekki í sér skuldbindingu Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu er tekið fram að undirritun viljayfirlýsingarinnar feli ekki í sér að Ísland skuldbindi sig til að ganga til samninga um kaup á Sputnik V. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi ráðherrum frá stöðu mála á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Russian Direct Investment Fund er þjóðarsjóður í eigu rússneska ríkisins en hann fjármagnar stærri framleiðslu bóluefnisins ásamt því að sjá um skráningu, lyfjagát og markaðssetningu. Sputnik V hefur verið í áfangamati hjá Lyfjastofnun Evrópu frá því í byrjun mars. Lýkur því ferli þegar nægjanleg gögn liggja fyrir til að sækja formlega um markaðsleyfi. Fær frumur líkamans til að framleiða gaddapróteinið Sputnik V virkar svipað og bóluefni AstraZeneca og Janssen að því leyti að skaðlaus veira er nýtt til að flytja erfðaefni kórónuveirunnar inn í líkamann til að vekja mótefnasvar. Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að Sputnik V innihaldi tvær gerðir adenóveira, Ad26 og Ad5, sem hafi verið breytt á þann veg að þær innihaldi genaupplýsingar til að framleiða gaddaprótein sem finnast á yfirborði kórónuveirunnar. „Þegar bóluefnið hefur verið gefið fara genaupplýsingarnar úr adenóveirunum inn í frumur líkamans sem hefja framleiðslu á gaddapróteinum. Ónæmiskerfið lítur á þau sem framandi fyrirbæri og hefur varnir með því að framleiða mótefni og T-frumur gegn gaddapróteininu. Sú vörn mun síðar koma að gagni til að verja viðkomandi einstakling gegn sýkingu af völdum SARS-CoV-2 kórónuveirunnar.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. 29. apríl 2021 23:17 Bæjarar skrifa undir samning við Spútnik V Yfirvöld í Bæjaralandi tilkynntu í morgun að skrifað hafi verið undir skilyrtan samning við framleiðendur rússneska bóluefnisins Spútnik V. 7. apríl 2021 12:48 Þakklátur Kári segir hvorki þurfa að óttast bóluefni AstraZeneca né Sputnik V Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var meðal þeirra sem fengu bólusetningu við Covid-19 nú síðdegis. Um fjögur þúsund manns var boðið í Laugardalshöllina í dag þar sem notast var við bóluefni AstraZeneca. 26. mars 2021 15:19 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Yrði það gert með því skilyrði að 75% af keyptum skömmtum verði afhentir í síðasta lagi 2. júní og að bóluefnið verði þá komið með markaðsleyfi í Evrópu. Þetta kemur fram í drögum heilbrigðisráðuneytisins að viðbrögðum við viljayfirlýsingu Russian Direct Investment Fund sem hefur milligöngu um sölu bóluefnisins gegn Covid-19. Barst yfirlýsingin stjórnvöldum í kjölfar fundar fulltrúa utanríkisráðuneytisins og Gamaleya National Research Center for Epidemiology and Microbiology í Rússlandi, upphaflegum framleiðanda og þróunaraðila Spútnik V. RÚV greindi áður frá málinu. Feli ekki í sér skuldbindingu Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu er tekið fram að undirritun viljayfirlýsingarinnar feli ekki í sér að Ísland skuldbindi sig til að ganga til samninga um kaup á Sputnik V. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi ráðherrum frá stöðu mála á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Russian Direct Investment Fund er þjóðarsjóður í eigu rússneska ríkisins en hann fjármagnar stærri framleiðslu bóluefnisins ásamt því að sjá um skráningu, lyfjagát og markaðssetningu. Sputnik V hefur verið í áfangamati hjá Lyfjastofnun Evrópu frá því í byrjun mars. Lýkur því ferli þegar nægjanleg gögn liggja fyrir til að sækja formlega um markaðsleyfi. Fær frumur líkamans til að framleiða gaddapróteinið Sputnik V virkar svipað og bóluefni AstraZeneca og Janssen að því leyti að skaðlaus veira er nýtt til að flytja erfðaefni kórónuveirunnar inn í líkamann til að vekja mótefnasvar. Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að Sputnik V innihaldi tvær gerðir adenóveira, Ad26 og Ad5, sem hafi verið breytt á þann veg að þær innihaldi genaupplýsingar til að framleiða gaddaprótein sem finnast á yfirborði kórónuveirunnar. „Þegar bóluefnið hefur verið gefið fara genaupplýsingarnar úr adenóveirunum inn í frumur líkamans sem hefja framleiðslu á gaddapróteinum. Ónæmiskerfið lítur á þau sem framandi fyrirbæri og hefur varnir með því að framleiða mótefni og T-frumur gegn gaddapróteininu. Sú vörn mun síðar koma að gagni til að verja viðkomandi einstakling gegn sýkingu af völdum SARS-CoV-2 kórónuveirunnar.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. 29. apríl 2021 23:17 Bæjarar skrifa undir samning við Spútnik V Yfirvöld í Bæjaralandi tilkynntu í morgun að skrifað hafi verið undir skilyrtan samning við framleiðendur rússneska bóluefnisins Spútnik V. 7. apríl 2021 12:48 Þakklátur Kári segir hvorki þurfa að óttast bóluefni AstraZeneca né Sputnik V Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var meðal þeirra sem fengu bólusetningu við Covid-19 nú síðdegis. Um fjögur þúsund manns var boðið í Laugardalshöllina í dag þar sem notast var við bóluefni AstraZeneca. 26. mars 2021 15:19 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. 29. apríl 2021 23:17
Bæjarar skrifa undir samning við Spútnik V Yfirvöld í Bæjaralandi tilkynntu í morgun að skrifað hafi verið undir skilyrtan samning við framleiðendur rússneska bóluefnisins Spútnik V. 7. apríl 2021 12:48
Þakklátur Kári segir hvorki þurfa að óttast bóluefni AstraZeneca né Sputnik V Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var meðal þeirra sem fengu bólusetningu við Covid-19 nú síðdegis. Um fjögur þúsund manns var boðið í Laugardalshöllina í dag þar sem notast var við bóluefni AstraZeneca. 26. mars 2021 15:19