Má bjóða þér afkomubætandi aðgerðir? Daði Már Kristófersson skrifar 7. maí 2021 12:31 Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026. Ríkisstjórninni er eðlilega umhugað um að bæta afkomu ríkissjóðs enda kemur hugtakið afkomubætandi alls 114 sinnum fyrir í áætluninni. Ekki veitir af. Af útfærslum þessa afkomubóta er þó minna að frétta. Þetta vekur ugg. Íhaldssama leiðin Ekki er deilt um að núverandi ríkisstjórn er íhaldssöm. Hún er sáttmáli um óbreytt ástand. Hvernig er dæmigerð íhaldssöm afkomubót? Þær eru af tvennum toga. Hækka skatta og draga úr útgjöldum. Semsagt 114 loforð um skatta og niðurskurð. Þetta er áhyggjuefni. Misheppnaðar tilraunir til að prenta peninga til að styðja við hallarekstur ríkisins, sem sjá má af erlendri lántöku ríkisins og viljaleysi Seðlabankans til að kaupa ríkisskuldabréf, munu að öllum líkindum leiða til þess að stutt er í að slíkar „afkomubætur“ fari að bitna á almenningi. Frjálslynda leiðin Viðreisn hefur lagt til aðra leið. Að vaxa út úr vandanum. Með kröftugum hagvexti má halda skuldahlutföllum niðri og fjármagna fjármagnskostnað með reglubundnum tekjum. Það krefst hins vegar aðgerða. Tryggja þarf ytri stöðugleika. Um það er nokkur samstaða. Seðlabankinn hefur með inngripum sínum á undanförnum mánuðum sýnt að stjórnendur hans eru á sömu skoðun. Gengisstöðugleiki er forgangsmál. Vandamálið er að krónuna skortir trúverðugleika og langan tíma tekur að byggja hann upp. Viðreisn hefur lagt til að Ísland farið að dæmi Danmerkur og geri samninga við Evrópska seðlabankann um gagnkvæmar gengisvarnir – festi gengi krónunnar gagnvart Evru. Danir hafa haft slíkt fyrirkomulag um áratuga skeið með ágætum árangri. Með því fáist nauðsynlegur trúverðugleiki við stefnu Seðlabankans um stöðugt gengi. Árangurinn yrði meiri fyrirsjáanleiki, stöðugra verðlag og kaupmáttur, minni flótti fjármagns úr hagkerfinu og lægri vextir. Allt þetta mundi hjálpa verulega í að stuðla að vexti og hagsæld. En meira þarf til. Huga þarf að aðgerðum sem stuðla að aukinni framleiðni. Dæmi um slíkt er aukinn stuðningur við rannsóknir og nýsköpun, einföldun regluverks og stjórnsýslu, fjölbreyttari rekstrarform í veitingu opinberrar þjónustu, styrking innviða, bæði rafrænna og í samgöngum og endurskoðun kerfa sem vernda sérhagsmuni á kostnað hagsmuna almennings, t.d. í sjávarútvegi og landbúnaði. Þitt er valið. Hvora leiðina vilt þú fara? Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026. Ríkisstjórninni er eðlilega umhugað um að bæta afkomu ríkissjóðs enda kemur hugtakið afkomubætandi alls 114 sinnum fyrir í áætluninni. Ekki veitir af. Af útfærslum þessa afkomubóta er þó minna að frétta. Þetta vekur ugg. Íhaldssama leiðin Ekki er deilt um að núverandi ríkisstjórn er íhaldssöm. Hún er sáttmáli um óbreytt ástand. Hvernig er dæmigerð íhaldssöm afkomubót? Þær eru af tvennum toga. Hækka skatta og draga úr útgjöldum. Semsagt 114 loforð um skatta og niðurskurð. Þetta er áhyggjuefni. Misheppnaðar tilraunir til að prenta peninga til að styðja við hallarekstur ríkisins, sem sjá má af erlendri lántöku ríkisins og viljaleysi Seðlabankans til að kaupa ríkisskuldabréf, munu að öllum líkindum leiða til þess að stutt er í að slíkar „afkomubætur“ fari að bitna á almenningi. Frjálslynda leiðin Viðreisn hefur lagt til aðra leið. Að vaxa út úr vandanum. Með kröftugum hagvexti má halda skuldahlutföllum niðri og fjármagna fjármagnskostnað með reglubundnum tekjum. Það krefst hins vegar aðgerða. Tryggja þarf ytri stöðugleika. Um það er nokkur samstaða. Seðlabankinn hefur með inngripum sínum á undanförnum mánuðum sýnt að stjórnendur hans eru á sömu skoðun. Gengisstöðugleiki er forgangsmál. Vandamálið er að krónuna skortir trúverðugleika og langan tíma tekur að byggja hann upp. Viðreisn hefur lagt til að Ísland farið að dæmi Danmerkur og geri samninga við Evrópska seðlabankann um gagnkvæmar gengisvarnir – festi gengi krónunnar gagnvart Evru. Danir hafa haft slíkt fyrirkomulag um áratuga skeið með ágætum árangri. Með því fáist nauðsynlegur trúverðugleiki við stefnu Seðlabankans um stöðugt gengi. Árangurinn yrði meiri fyrirsjáanleiki, stöðugra verðlag og kaupmáttur, minni flótti fjármagns úr hagkerfinu og lægri vextir. Allt þetta mundi hjálpa verulega í að stuðla að vexti og hagsæld. En meira þarf til. Huga þarf að aðgerðum sem stuðla að aukinni framleiðni. Dæmi um slíkt er aukinn stuðningur við rannsóknir og nýsköpun, einföldun regluverks og stjórnsýslu, fjölbreyttari rekstrarform í veitingu opinberrar þjónustu, styrking innviða, bæði rafrænna og í samgöngum og endurskoðun kerfa sem vernda sérhagsmuni á kostnað hagsmuna almennings, t.d. í sjávarútvegi og landbúnaði. Þitt er valið. Hvora leiðina vilt þú fara? Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun