Jose Mourinho tekur við Roma liðinu í sumar og Portúgalinn er þegar byrjaður að tala um að styrkja miðju liðsins. Fyrrum leikmenn hjá Mourinho, Eric Dier, Pierre-Emile Hojbjerg og Nemanja Matic, hafa strax verið orðaðir við Roma.
Eitt af stóru málunum í Róm er að hinn 24 ára gamli miðjumaður Lorenzo Pellegrini hefur enn ekki framlengt samning sinn við félagið. Pellegrini hefur lengi verið orðaður við Liverpool og það er hægt að kaupa upp samning hans við Roma fyrir 25 milljónir punda.
Roma bauð honum nýjan samning í desember en miðjumaðurinn hefur enn ekki skrifað undir hann.
Roma's Lorenzo Pellegrini primed for Liverpool transfer after Jose Mourinho arrival | @MaddockMirrorhttps://t.co/TwVODviCJ9 pic.twitter.com/oGAd5XqVze
— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2021
Daily Mirror fjallar um framtíð Lorenzo Pellegrini þar sem kemur fram að Roma ætli að selja hann í sumar verði kappinn ekki búinn að framlengja samning sinn.
Liverpool gæti verið að leita að eftirmanni Gini Wijnaldum sem er í svipaðri stöðu hjá Liverpool. Wijnaldum hefur ekki skrifað undir nýjan samning og þykir líklegur til að fara til Barcelona.
Ibrahima Konate, miðvörður RB Leipzig, er annar leikmaður sem er ítrekað orðaður við Liverpool en hans samningur er falur fyrir um 30 milljónir punda.
Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip eru allir meiddir og spila ekki meira á leiktíðinni en ættu að vera orðnir klárir í haust.
Það er aftur á móti ljóst á öllu. eftir þetta tímabil sem er að klárast, að Jürgen Klopp þarf að styrkja leikmannahópinn og auka breiddina.