Borgin að baki heimsfaraldurs Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 7. maí 2021 07:30 Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman er einn af fjölmörgum pistlahöfundum sem hefur gert framtíð borga að efnistökum í pistlaskrifum að undanförnu en víða má lesa dómsdagsspár um borgarsamfélög í ljósi heimsfaraldursins og tækniframfara sem gera fólki kleift að sinna störfum sínum óháð staðsetningu. Í nýlegum pistli í New York Times rifjar Krugman upp svipaða umræðu um dauða bókarinnar og bókabúða frá síðasta áratug þegar rafbókaformið var að ryðja sér til rúms. Nú mörgum árum síðar lifir bókin góðu lífi og sölutölur sýna svart á hvítu að rafbókasala er aðeins brot af heildarsölu bóka á heimsvísu. Ljóst er að fólk vill ennþá handleika bækur og lesa texta af blaði frekar en skjá þrátt fyrir öra tækniþróun og sífellt fullkomnari spjaldtölvur og snjallsíma. Á sama tíma hefur hinsvegar bóksalan sjálf tekið miklum breytingum, stórar bókabúðarkeðjur hafa skroppið saman og jafnvel endað í gjaldþroti á meðan Amazon og aðrir vefrisar tröllríða markaðnum með algrímið að vopni og straumlínulagaðar heimsendingar. Hagræðið af því að panta bók af netinu og fá hana senda upp að dyrum á næstu 24 klukkustundum er óumdeilanlegt en vekur jafnframt upp spurningar um afhverju lesandinn vill þá ekki frekar hlaða bókinni niður á 24 sekúndum í stað þess að bíða eftir bókinni sjálfri yfir höfuð? Ofan á þetta allt saman bendir síðan margt til þess að sjálfstæðar bókabúðir lifi enn góðu lífi þrátt fyrir tilkomu tæknirisanna og fall stóru keðjanna. Krugman, líkt og fleiri veltir fyrir sér hvað veldur þessari þróun sem um margt virðist einkennast af talsverðum þversögnum. Sjálfur telur hann svarið felast í forvitni mannsins til að sjá og upplifa eitthvað nýtt. Hver kannast ekki við að slysast inn í litla og heillandi bókabúð og enda á að kaupa bók sem einhvern veginn kallaði á mann þrátt fyrir að maður hefði aldrei heyrt hennar eða höfundar hennar getið áður? Það er eitthvað sjarmerandi og ævinlega spennandi við að finna eitthvað sem maður var ekki að leita að. Nú þegar margir spá endalokum fjölmennra vinnustaða og og iðandi stórborga er ekki úr vegi að leiða hugann að dómsdagsspám fyrri tíma. Á endanum virðist mannlegt eðli hafa vinninginn, allt þetta órökrétta og óáþreifanlega sem gerir okkur að manneskjum sem sækja í upplifanir, samveru og allskyns áreiti og örvun sem tölvuskjáir og tæknilausnir koma aldrei í staðinn fyrir. Við munum sjá þetta ljóslifandi um leið og veisluhald verður leyft á ný. Einhvern veginn, þrátt fyrir ólíkar aðstæður og húsakynni, er alltaf besta stemningin í eldhúsinu jafnvel þótt þar séu mestu þrengslin, háværasta og skoðanaglaðasta fólkið sem allt virðist við það að leysa lífsgátuna fyrir alla aðra en sjálfa sig. Galdurinn verður til við návígið sem fangar fjölbreytileikann og dregur fram ný sjónarhorn sem erfitt er að horfa framhjá þegar mute takkinn er ekki við höndina. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Skipulag Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman er einn af fjölmörgum pistlahöfundum sem hefur gert framtíð borga að efnistökum í pistlaskrifum að undanförnu en víða má lesa dómsdagsspár um borgarsamfélög í ljósi heimsfaraldursins og tækniframfara sem gera fólki kleift að sinna störfum sínum óháð staðsetningu. Í nýlegum pistli í New York Times rifjar Krugman upp svipaða umræðu um dauða bókarinnar og bókabúða frá síðasta áratug þegar rafbókaformið var að ryðja sér til rúms. Nú mörgum árum síðar lifir bókin góðu lífi og sölutölur sýna svart á hvítu að rafbókasala er aðeins brot af heildarsölu bóka á heimsvísu. Ljóst er að fólk vill ennþá handleika bækur og lesa texta af blaði frekar en skjá þrátt fyrir öra tækniþróun og sífellt fullkomnari spjaldtölvur og snjallsíma. Á sama tíma hefur hinsvegar bóksalan sjálf tekið miklum breytingum, stórar bókabúðarkeðjur hafa skroppið saman og jafnvel endað í gjaldþroti á meðan Amazon og aðrir vefrisar tröllríða markaðnum með algrímið að vopni og straumlínulagaðar heimsendingar. Hagræðið af því að panta bók af netinu og fá hana senda upp að dyrum á næstu 24 klukkustundum er óumdeilanlegt en vekur jafnframt upp spurningar um afhverju lesandinn vill þá ekki frekar hlaða bókinni niður á 24 sekúndum í stað þess að bíða eftir bókinni sjálfri yfir höfuð? Ofan á þetta allt saman bendir síðan margt til þess að sjálfstæðar bókabúðir lifi enn góðu lífi þrátt fyrir tilkomu tæknirisanna og fall stóru keðjanna. Krugman, líkt og fleiri veltir fyrir sér hvað veldur þessari þróun sem um margt virðist einkennast af talsverðum þversögnum. Sjálfur telur hann svarið felast í forvitni mannsins til að sjá og upplifa eitthvað nýtt. Hver kannast ekki við að slysast inn í litla og heillandi bókabúð og enda á að kaupa bók sem einhvern veginn kallaði á mann þrátt fyrir að maður hefði aldrei heyrt hennar eða höfundar hennar getið áður? Það er eitthvað sjarmerandi og ævinlega spennandi við að finna eitthvað sem maður var ekki að leita að. Nú þegar margir spá endalokum fjölmennra vinnustaða og og iðandi stórborga er ekki úr vegi að leiða hugann að dómsdagsspám fyrri tíma. Á endanum virðist mannlegt eðli hafa vinninginn, allt þetta órökrétta og óáþreifanlega sem gerir okkur að manneskjum sem sækja í upplifanir, samveru og allskyns áreiti og örvun sem tölvuskjáir og tæknilausnir koma aldrei í staðinn fyrir. Við munum sjá þetta ljóslifandi um leið og veisluhald verður leyft á ný. Einhvern veginn, þrátt fyrir ólíkar aðstæður og húsakynni, er alltaf besta stemningin í eldhúsinu jafnvel þótt þar séu mestu þrengslin, háværasta og skoðanaglaðasta fólkið sem allt virðist við það að leysa lífsgátuna fyrir alla aðra en sjálfa sig. Galdurinn verður til við návígið sem fangar fjölbreytileikann og dregur fram ný sjónarhorn sem erfitt er að horfa framhjá þegar mute takkinn er ekki við höndina. Höfundur er skipulagsfræðingur.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun