Grjótharður KR-ingur verður framkvæmdastjóri hjá Play Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2021 14:37 Georg Haraldsson er sagður ástríðurkokkur, skíðakappi, golfari og grjótharður KR-ingur. Georg Haraldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins Play. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að hann taki til starfa á næstu vikum. Í starfi sínu ber hann ábyrgð á tekjumótun félagsins, þar með talið tekjustýringu, sölu, dreifingu markaðsmálum, almannatengslum og hliðartekjum, auk þjónustustefnu, þjónustumenningu, stafrænni þróun og hagnýtingu í upplýsingatækni. „Georg hefur viðamikla reynslu af alþjóðlegri sölustýringu og þróun rafrænna sölu- og markaðsdreifikerfa, en hann kemur til PLAY frá Íslandspósti þar sem hann gegndi hlutverki forstöðumanns Stafrænna lausna og Upplýsingatæknisviðs félagsins,“ segir í tilkynningunni. Á árunum 2014 til 2017 var Georg búsettur í Dubai, þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri Marorku í Miðausturlöndum og leiddi þar uppbyggingu félagsins á fjarmörkuðum. Áður hefur Georg starfað við viðskiptastýringu hjá Iceland Travel og stafræna þróun og markaðssetningu hjá Völku, Iceland Express og Dohop. „Að fá tækifæri til að marka viðskiptastefnu flugfélags frá grunni er ótrúlega skemmtilegt og krefjandi verkefni, sem ég er mjög spenntur fyrir. Ég hlakka mikið til að taka þátt í öllum þeim stóru verkefnum sem framundan eru og taka þátt í að marka skýra viðskiptavinamiðaða stefnu sem skilar árangri til framtíðar. Auk þess felast mikil tækifæri fyrir flugfélög í því árferði sem skapast hefur í kjölfar heimsfaraldurs, eldgoss og bólusetninga, sem leitt hefur af sér uppsafnaða ferðaþörf og ómetanlega landkynningu.“ segir Georg Haraldsson. Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, er gríðarlega ánægður að fá Georg inn í stjórnunarteymið. „Það er mikill hvalreki fyrir PLAY að fá Georg til liðs við framkvæmdastjórnina í þeirri uppbyggingu og stefnumörkun sem félagið stendur frammi fyrir. Georg þekkir vel viðskiptaumhverfi flugfélaga og ferðaiðnaðarins, og hvernig hægt er að nýta tæknina til að auka ánægju viðskiptavina og tryggja sölu og dreifingu flugfargjalda.“ Georg er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er einnig með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá HR og IE Business School. Georg er kvæntur Hjördísi Jónsdóttir, verkefnastjóra og viðskiptafræðingi, og eiga þau fjögur börn. Georg er jafnframt sagður ástríðukokkur, skíðakappi, golfari og grjótharður KR-ingur. Vistaskipti Play Fréttir af flugi Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Atvinnulíf Kjúklingur Panang – nýjung frá 1944 Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Í starfi sínu ber hann ábyrgð á tekjumótun félagsins, þar með talið tekjustýringu, sölu, dreifingu markaðsmálum, almannatengslum og hliðartekjum, auk þjónustustefnu, þjónustumenningu, stafrænni þróun og hagnýtingu í upplýsingatækni. „Georg hefur viðamikla reynslu af alþjóðlegri sölustýringu og þróun rafrænna sölu- og markaðsdreifikerfa, en hann kemur til PLAY frá Íslandspósti þar sem hann gegndi hlutverki forstöðumanns Stafrænna lausna og Upplýsingatæknisviðs félagsins,“ segir í tilkynningunni. Á árunum 2014 til 2017 var Georg búsettur í Dubai, þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri Marorku í Miðausturlöndum og leiddi þar uppbyggingu félagsins á fjarmörkuðum. Áður hefur Georg starfað við viðskiptastýringu hjá Iceland Travel og stafræna þróun og markaðssetningu hjá Völku, Iceland Express og Dohop. „Að fá tækifæri til að marka viðskiptastefnu flugfélags frá grunni er ótrúlega skemmtilegt og krefjandi verkefni, sem ég er mjög spenntur fyrir. Ég hlakka mikið til að taka þátt í öllum þeim stóru verkefnum sem framundan eru og taka þátt í að marka skýra viðskiptavinamiðaða stefnu sem skilar árangri til framtíðar. Auk þess felast mikil tækifæri fyrir flugfélög í því árferði sem skapast hefur í kjölfar heimsfaraldurs, eldgoss og bólusetninga, sem leitt hefur af sér uppsafnaða ferðaþörf og ómetanlega landkynningu.“ segir Georg Haraldsson. Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, er gríðarlega ánægður að fá Georg inn í stjórnunarteymið. „Það er mikill hvalreki fyrir PLAY að fá Georg til liðs við framkvæmdastjórnina í þeirri uppbyggingu og stefnumörkun sem félagið stendur frammi fyrir. Georg þekkir vel viðskiptaumhverfi flugfélaga og ferðaiðnaðarins, og hvernig hægt er að nýta tæknina til að auka ánægju viðskiptavina og tryggja sölu og dreifingu flugfargjalda.“ Georg er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er einnig með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá HR og IE Business School. Georg er kvæntur Hjördísi Jónsdóttir, verkefnastjóra og viðskiptafræðingi, og eiga þau fjögur börn. Georg er jafnframt sagður ástríðukokkur, skíðakappi, golfari og grjótharður KR-ingur.
Vistaskipti Play Fréttir af flugi Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Atvinnulíf Kjúklingur Panang – nýjung frá 1944 Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur