Sextán stig gætu á sama tíma dugað inn í úrslitakeppnina en ekki til að bjarga liði frá falli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2021 14:01 Haukarnir myndu fagna mest ef úrslitin yrðu eins og farið er yfir hér fyrir neðan. Hér fagna Hansel Atencia og Hilmar Pétursson körfu í sigurleik á móti Tindastól á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Lokaumferðir Domino´s deildar karla í körfubolta eiga örugglega eftir að bjóða upp á mikla dramatík enda eru lið á sama tíma á barmi þess að komast í úrslitakeppnina og að falla úr deildinni. Það eru rosalega margir möguleikar í stöðinni með öllum innbyrðis flækjunum ofan á það. Það yrði því mjög löng grein að fara yfir alla möguleikana í stöðunni. Vísir hefur því ákveðið að skoða einn möguleika á lokastöðunni sem er ef fjögur lið enda jöfn með sextán stig. Á því er vissulega raunhæfur möguleiki og lokaröðin gæti komið einhverjum á óvart því þar yrði náttúrulega til ný deild þar sem innbyrðis leikir allra liðanna fjögurra myndi ráða röðinni. Það væri mjög sérstakt ef fjögur lið endi jöfn með sextán stig í sætum átta, níu, tíu og ellefu. Það þýddi að sextán stig myndu á sama tíma duga inn í úrslitakeppnina en ekki til að bjarga liði frá falli. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin sem myndu sjá til þess að Þór Akureyri, ÍR, Njarðvík og Haukar (eða Höttur) myndu enda með sextán stig hvert. Þór Akureyri tapar bæði fyrir Haukum og Þór Þorl.= 16 stig ÍR tapar fyrir Njarðvík og KR = 16 stig Njarðvík vinnur ÍR en tapar fyrir Þór Þorl. = 16 stig Haukar vinna Hött og Þór Akureyri = 16 stig Ef úrslitin yrðu svona þá myndu liðin raða sér þannig frá sætum átta til ellefu. 8. sæti - Haukar 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - Þór Ak. 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - ÍR 16 stig (2-4 innbyrðis) Haukar myndu því komast í úrslitakeppnina með þessum úrslitum en ÍR-ingar yrðu mörgum að óvörum að sætta sig við fall úr deildinni. ÍR liðið hefur þetta samt í sínum höndum ólíkt Haukamönnum en hættan fyrir Breiðhyltinga er engu síður fyrir hendi. Ef Hattarmenn vinna Hauka í kvöld og svo deildarmeistara Keflavíkur í lokaumferðinni þá myndu þeir líka enda með sextán stig. Það er hins vegar mikið að gerast til að þeir stöðvi magnaða sigurgöngu Keflvíkinga ekki nema ef deildarmeistararnir hvíli einhverja menn í lokaleiknum. Hattarmenn hafa reyndar verið öllum liðum erfiðir við að eiga á Egilsstöðum en tapað mörgum heimaleikjum naumlega. Verði Höttur með 16 stig en ekki Haukar þá myndu liðin raða sér þannig frá sætum átta til ellefu. Hattarmenn eiga því raunhæfa möguleika á sæti í úrslitakeppni. 8. sæti - Höttur 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - ÍR 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - Þór Ak. 16 stig (2-4 innbyrðis) Ef Njarðvíkingar myndu síðan líka vinna Þór Þorlákshöfn en hin úrslitin halda sér þá færu Njarðvíkingar í úrslitakeppnina en innbyrðis staða hinna væri þá enn jafnari þar sem stærð sigurleiks Hauka á Þór Akureyri gæti breytt ýmsu. 9. sæti - Þór Ak. 16 stig: 2-2 (+21, vantar Haukaleik) 10. sæti -ÍR 16 stig: 2-2 (-4) 11. sæti - Haukar 16 stig: 2-2 (-25, vantar Þórs Ak leik) Yrðu Hattarmenn hluti af þessum þremur liðum með sömu úrslitum þá yrði lokaröðin svona: 9. sæti -ÍR 3-1 (+30) 10. sæti - Höttur 2-2 (-12) 11. sæti - Þór Ak. 1-3 (-18) Eins og áður sagði þá er þetta aðeins brot af þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Eftir 21. umferðina sem fer fram í kvöld og annað kvöld þá verður auðveldara að sjá fyrir sér hvað getur gerst í lokaumferðinni á mánudagskvöldið. Dominos-deild karla Haukar Höttur ÍR Þór Akureyri UMF Njarðvík Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Það eru rosalega margir möguleikar í stöðinni með öllum innbyrðis flækjunum ofan á það. Það yrði því mjög löng grein að fara yfir alla möguleikana í stöðunni. Vísir hefur því ákveðið að skoða einn möguleika á lokastöðunni sem er ef fjögur lið enda jöfn með sextán stig. Á því er vissulega raunhæfur möguleiki og lokaröðin gæti komið einhverjum á óvart því þar yrði náttúrulega til ný deild þar sem innbyrðis leikir allra liðanna fjögurra myndi ráða röðinni. Það væri mjög sérstakt ef fjögur lið endi jöfn með sextán stig í sætum átta, níu, tíu og ellefu. Það þýddi að sextán stig myndu á sama tíma duga inn í úrslitakeppnina en ekki til að bjarga liði frá falli. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin sem myndu sjá til þess að Þór Akureyri, ÍR, Njarðvík og Haukar (eða Höttur) myndu enda með sextán stig hvert. Þór Akureyri tapar bæði fyrir Haukum og Þór Þorl.= 16 stig ÍR tapar fyrir Njarðvík og KR = 16 stig Njarðvík vinnur ÍR en tapar fyrir Þór Þorl. = 16 stig Haukar vinna Hött og Þór Akureyri = 16 stig Ef úrslitin yrðu svona þá myndu liðin raða sér þannig frá sætum átta til ellefu. 8. sæti - Haukar 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - Þór Ak. 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - ÍR 16 stig (2-4 innbyrðis) Haukar myndu því komast í úrslitakeppnina með þessum úrslitum en ÍR-ingar yrðu mörgum að óvörum að sætta sig við fall úr deildinni. ÍR liðið hefur þetta samt í sínum höndum ólíkt Haukamönnum en hættan fyrir Breiðhyltinga er engu síður fyrir hendi. Ef Hattarmenn vinna Hauka í kvöld og svo deildarmeistara Keflavíkur í lokaumferðinni þá myndu þeir líka enda með sextán stig. Það er hins vegar mikið að gerast til að þeir stöðvi magnaða sigurgöngu Keflvíkinga ekki nema ef deildarmeistararnir hvíli einhverja menn í lokaleiknum. Hattarmenn hafa reyndar verið öllum liðum erfiðir við að eiga á Egilsstöðum en tapað mörgum heimaleikjum naumlega. Verði Höttur með 16 stig en ekki Haukar þá myndu liðin raða sér þannig frá sætum átta til ellefu. Hattarmenn eiga því raunhæfa möguleika á sæti í úrslitakeppni. 8. sæti - Höttur 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - ÍR 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - Þór Ak. 16 stig (2-4 innbyrðis) Ef Njarðvíkingar myndu síðan líka vinna Þór Þorlákshöfn en hin úrslitin halda sér þá færu Njarðvíkingar í úrslitakeppnina en innbyrðis staða hinna væri þá enn jafnari þar sem stærð sigurleiks Hauka á Þór Akureyri gæti breytt ýmsu. 9. sæti - Þór Ak. 16 stig: 2-2 (+21, vantar Haukaleik) 10. sæti -ÍR 16 stig: 2-2 (-4) 11. sæti - Haukar 16 stig: 2-2 (-25, vantar Þórs Ak leik) Yrðu Hattarmenn hluti af þessum þremur liðum með sömu úrslitum þá yrði lokaröðin svona: 9. sæti -ÍR 3-1 (+30) 10. sæti - Höttur 2-2 (-12) 11. sæti - Þór Ak. 1-3 (-18) Eins og áður sagði þá er þetta aðeins brot af þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Eftir 21. umferðina sem fer fram í kvöld og annað kvöld þá verður auðveldara að sjá fyrir sér hvað getur gerst í lokaumferðinni á mánudagskvöldið.
8. sæti - Haukar 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - Þór Ak. 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - ÍR 16 stig (2-4 innbyrðis)
8. sæti - Höttur 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - ÍR 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - Þór Ak. 16 stig (2-4 innbyrðis)
9. sæti - Þór Ak. 16 stig: 2-2 (+21, vantar Haukaleik) 10. sæti -ÍR 16 stig: 2-2 (-4) 11. sæti - Haukar 16 stig: 2-2 (-25, vantar Þórs Ak leik)
Dominos-deild karla Haukar Höttur ÍR Þór Akureyri UMF Njarðvík Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli