Hljóð og mynd Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 7. maí 2021 08:01 Unga fólkið okkar er að taka lokapróf um þessar mundir. Gluggaveðrið freistar þeirra til útiveru, en eins og við öll þrá þau samveru og meira frelsi en síðast liðið ár hefur boðið upp á og þau horfa eðlilega björtum augum til sólardaga án næturmyrkva sem og framtíðarinnar. Það kastar skugga á annars gleðilega sólardaga að renna huga til þess að því lengra sem líður á menntabrautinni fer að myndast gjá í hóp ungs fólks. Drengir falla frá námi á slíkum hraða að þegar í háskóla er komið eru þeir umtalsvert færri en hófu framhaldsskólanám og nú þegar útskrifast fleiri konur en karlar úr háskólum landsins. Ójafnvægið blasir því strax við þegar út á vinnumarkað skal haldið en tekur breytingum eftir því sem lengra er komið í atvinnulífinu. Þá snýst skekkjan aftur við og konur sem leiddu veginn á leið út úr háskólanum þreyja að því er virðist endalausa baráttu við glerþak sem neitar að gefa sig. Þó langt sé síðan að við sem samfélag tókum ákvörðun um að vera fremst jafningja fyrir jafnrétti þá höfum við ekki náð að setja það í verk, hugmyndin um jafnrétti er frekar á orði en á borði. Þannig minnir atvinnulífið á þöglu myndirnar – hljóð og mynd fara ekki saman. Við eigum hugmynd um jafnrétti en framkvæmdin lætur á sér standa. Jafnrétti í stjórnunarstöðum bæði stjórna og framkvæmdastjórna heyrir til einstakra undantekninga og þá einna helst hjá fyrirtækjum sem hafa tekið markvissa ákvörðun um að forgangsraða jafnrétti og fjölbreytni OG lánast að framkvæma. Það stefnir sjálfkrafa því í annan hring af kynja- og jafnréttisskekkju sem mun taka dágóða stund fyrir samfélagið okkar að finna leið út úr. Málið er að við erum harðdugleg, kröftug og kjörkuð þjóð. Fyrst við getum klappað stemmingar-HÚH! í takt, þá getum við líka stappað jafnrétti í takt í samfélagi okkar. Að tengja saman hljóð og mynd atvinnulífsins með nýjum aðferðum og tækjum er ekki einungis samfélaginu til heilla og góða, heldur varðar hreinlega samkeppnishæfni samfélagsins í heild sem nú glímir við áður óheyrðar atvinnuleysistölur um áratuga skeið. Stillum hugarfarið af, horfum keik mót sólu, sköpum menningu fjölbreytni, grósku og vaxtar og okkur mun farnast vel. Það er bara ein góð leið fær, en útfærslurnar óteljandi. Njóta sólardaganna sem mest við megum, vera samhuga og samstíga í að framkvæma og iðka jafnrétti meira í dag en í gær og þannig jafnast sársaukafullar skekkjur og sambandsrof á mun einfaldari og skjótari máta en ella. Við þurfum á öllum okkar styrkleikum og orku að halda til þess að eiga heilbrigt og kraftmikið atvinnulíf. Fjölbreytni er grundvallarbreyta og hraðall til farsældar á þessari vegferð. Keyrum hljóð og mynd í takt með ákvörðun um jafnrétti til framkvæmda nú þegar, ellegar mætir önnur jafnréttisskekkja unga fólkinu þegar skólanum lýkur og sumri fer að halla. Við getum auðveldlega gert betur og eigum betra skilið frá okkur sjálfum. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörðun sem engin framkvæmd fylgir heitir skoðun. Sýnum jafnrétti jafnt í orði sem á borði og tengjum saman hljóð og mynd. Höfundur er eigandi Vinnupalla, fjárfestir og FKA kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Sjá meira
Unga fólkið okkar er að taka lokapróf um þessar mundir. Gluggaveðrið freistar þeirra til útiveru, en eins og við öll þrá þau samveru og meira frelsi en síðast liðið ár hefur boðið upp á og þau horfa eðlilega björtum augum til sólardaga án næturmyrkva sem og framtíðarinnar. Það kastar skugga á annars gleðilega sólardaga að renna huga til þess að því lengra sem líður á menntabrautinni fer að myndast gjá í hóp ungs fólks. Drengir falla frá námi á slíkum hraða að þegar í háskóla er komið eru þeir umtalsvert færri en hófu framhaldsskólanám og nú þegar útskrifast fleiri konur en karlar úr háskólum landsins. Ójafnvægið blasir því strax við þegar út á vinnumarkað skal haldið en tekur breytingum eftir því sem lengra er komið í atvinnulífinu. Þá snýst skekkjan aftur við og konur sem leiddu veginn á leið út úr háskólanum þreyja að því er virðist endalausa baráttu við glerþak sem neitar að gefa sig. Þó langt sé síðan að við sem samfélag tókum ákvörðun um að vera fremst jafningja fyrir jafnrétti þá höfum við ekki náð að setja það í verk, hugmyndin um jafnrétti er frekar á orði en á borði. Þannig minnir atvinnulífið á þöglu myndirnar – hljóð og mynd fara ekki saman. Við eigum hugmynd um jafnrétti en framkvæmdin lætur á sér standa. Jafnrétti í stjórnunarstöðum bæði stjórna og framkvæmdastjórna heyrir til einstakra undantekninga og þá einna helst hjá fyrirtækjum sem hafa tekið markvissa ákvörðun um að forgangsraða jafnrétti og fjölbreytni OG lánast að framkvæma. Það stefnir sjálfkrafa því í annan hring af kynja- og jafnréttisskekkju sem mun taka dágóða stund fyrir samfélagið okkar að finna leið út úr. Málið er að við erum harðdugleg, kröftug og kjörkuð þjóð. Fyrst við getum klappað stemmingar-HÚH! í takt, þá getum við líka stappað jafnrétti í takt í samfélagi okkar. Að tengja saman hljóð og mynd atvinnulífsins með nýjum aðferðum og tækjum er ekki einungis samfélaginu til heilla og góða, heldur varðar hreinlega samkeppnishæfni samfélagsins í heild sem nú glímir við áður óheyrðar atvinnuleysistölur um áratuga skeið. Stillum hugarfarið af, horfum keik mót sólu, sköpum menningu fjölbreytni, grósku og vaxtar og okkur mun farnast vel. Það er bara ein góð leið fær, en útfærslurnar óteljandi. Njóta sólardaganna sem mest við megum, vera samhuga og samstíga í að framkvæma og iðka jafnrétti meira í dag en í gær og þannig jafnast sársaukafullar skekkjur og sambandsrof á mun einfaldari og skjótari máta en ella. Við þurfum á öllum okkar styrkleikum og orku að halda til þess að eiga heilbrigt og kraftmikið atvinnulíf. Fjölbreytni er grundvallarbreyta og hraðall til farsældar á þessari vegferð. Keyrum hljóð og mynd í takt með ákvörðun um jafnrétti til framkvæmda nú þegar, ellegar mætir önnur jafnréttisskekkja unga fólkinu þegar skólanum lýkur og sumri fer að halla. Við getum auðveldlega gert betur og eigum betra skilið frá okkur sjálfum. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörðun sem engin framkvæmd fylgir heitir skoðun. Sýnum jafnrétti jafnt í orði sem á borði og tengjum saman hljóð og mynd. Höfundur er eigandi Vinnupalla, fjárfestir og FKA kona.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun