Chelsea gæti unnið tvær Meistaradeildir í vor fyrst allra liða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2021 11:00 Pernille Harder og Mason Mount fagna marki fyrir sín lið. Chelsea er að gera frábæra hluti hjá bæði körlum og konum á þessu tímabili. Samsett/Getty Það er gaman að vera stuðningsmaður Chelsea þessa dagana því bæði lið félagsins eru að gera frábæra hluti og gætu hlaðið á sig titlum á næstu vikum. Það er ekki nóg með að karlaliðið sé komið bæði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem og í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þá á kvennaliðið möguleika á því að vinna fernuna í fyrsta sinn. Chelsea are the first team ever to have a men's and women's team make the Champions League final in the same season pic.twitter.com/QSEXWW8qah— B/R Football (@brfootball) May 5, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem sama félag á lið í úrslitum bæði Meistaradeildar karla og Meistaradeildar kvenna og það yrði því auðvitað mjög sögulegt ef bæði liðin fagna sigri og vinna þessa eftirsóttu titla í vor. Chelsea konurnar komust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn á dögunum eftir að hafa slegið út Bayern München. Þær hafa þegar tryggt sér sigur í enska deildarbikarnum og eru á toppi ensku deildarinnar. Þá er liðið í átta liða úrslitum enska bikarsins. Liðið vann mikilvægan sigur í gær en Chelsea steig þá skref í átta að því að vinna ensku úrvalsdeildina með því að vinna 2-0 útisigur á Tottenham. Chelsea er með tveggja stiga forskot á Manchester City. Ástralinn Sam Kerr skoraði bæði mörkin og er markahæst í deildinni. Knattspyrnustýran Emma Hayes er búin að byggja upp frábært lið hjá Chelsea en síðustu misseri hefur liðið styrkt sig með afbragðs knattspyrnukonum eins og hinni dönsku Pernille Harder og auðvitað Sam Kerr. Oh to be a Chelsea fan right now...2021 Uefa Women's Champions League final - Secured.2021 Uefa Men's Champions League final - Secured.Emma Hayes and Thomas Tuchel leading Chelsea on the European stage. https://t.co/CYH9tNRTSE#bbcfootball #UCL #UWCL #CFC pic.twitter.com/UQxBSNhEJw— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) May 5, 2021 Thomas Tuchel hefur breytt öllu hjá karlaliðinu síðan að hann tók við af Frank Lampard en á aðeins nokkrum mánuðum hefur Chelsea breyst úr að því virtist miðlungsliði í lið sem vann sannfærandi sigur á Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Chelsea getur unnið tvær Meistaradeildir í vor. Úrslitaleikur stelpnanna fer fram í Gautaborg í Svíþjóð 16. maí næstkomandi þar sem liðið mætir Barcelona. Daginn áður mætir karlaliðið Leicester City á Wembley í úrslitaleik enska bikarsins en úrslitaleikur Meistaradeildar karla fer fram í Istanbul í Tyrklandi 29. maí þar sem Chelsea mætir Manchester City. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Sjá meira
Það er ekki nóg með að karlaliðið sé komið bæði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem og í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þá á kvennaliðið möguleika á því að vinna fernuna í fyrsta sinn. Chelsea are the first team ever to have a men's and women's team make the Champions League final in the same season pic.twitter.com/QSEXWW8qah— B/R Football (@brfootball) May 5, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem sama félag á lið í úrslitum bæði Meistaradeildar karla og Meistaradeildar kvenna og það yrði því auðvitað mjög sögulegt ef bæði liðin fagna sigri og vinna þessa eftirsóttu titla í vor. Chelsea konurnar komust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn á dögunum eftir að hafa slegið út Bayern München. Þær hafa þegar tryggt sér sigur í enska deildarbikarnum og eru á toppi ensku deildarinnar. Þá er liðið í átta liða úrslitum enska bikarsins. Liðið vann mikilvægan sigur í gær en Chelsea steig þá skref í átta að því að vinna ensku úrvalsdeildina með því að vinna 2-0 útisigur á Tottenham. Chelsea er með tveggja stiga forskot á Manchester City. Ástralinn Sam Kerr skoraði bæði mörkin og er markahæst í deildinni. Knattspyrnustýran Emma Hayes er búin að byggja upp frábært lið hjá Chelsea en síðustu misseri hefur liðið styrkt sig með afbragðs knattspyrnukonum eins og hinni dönsku Pernille Harder og auðvitað Sam Kerr. Oh to be a Chelsea fan right now...2021 Uefa Women's Champions League final - Secured.2021 Uefa Men's Champions League final - Secured.Emma Hayes and Thomas Tuchel leading Chelsea on the European stage. https://t.co/CYH9tNRTSE#bbcfootball #UCL #UWCL #CFC pic.twitter.com/UQxBSNhEJw— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) May 5, 2021 Thomas Tuchel hefur breytt öllu hjá karlaliðinu síðan að hann tók við af Frank Lampard en á aðeins nokkrum mánuðum hefur Chelsea breyst úr að því virtist miðlungsliði í lið sem vann sannfærandi sigur á Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Chelsea getur unnið tvær Meistaradeildir í vor. Úrslitaleikur stelpnanna fer fram í Gautaborg í Svíþjóð 16. maí næstkomandi þar sem liðið mætir Barcelona. Daginn áður mætir karlaliðið Leicester City á Wembley í úrslitaleik enska bikarsins en úrslitaleikur Meistaradeildar karla fer fram í Istanbul í Tyrklandi 29. maí þar sem Chelsea mætir Manchester City.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Sjá meira