Heilbrigðisráðherra herðir tökin á landamærunum Eiður Þór Árnason skrifar 5. maí 2021 15:03 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Frá og með föstudeginum verður tekið mið af hlutfalli jákvæðra Covid-19 sýna í brottfaralandi við mat á því hvaða lönd eða svæði teljast til hááhættusvæða. Áður var einungis miðað við nýgengi smita en skilgreining hááhættusvæða ræður því hvaða farþegar þurfa að sæta sóttkví í sóttvarnahúsi við komuna til landsins. Með breytingunni verður farþegum frá 131 landi eða svæði gert að dvelja í sóttvarnahúsi með möguleika á undanþágu ef þeir geta uppfyllt skilyrði sóttkvíar á öðrum stað. Áður náði krafan til farþega frá sextán löndum en hún nær ekki til þeirra sem hafa vottorð um bólusetningu eða fyrra smit. Samkvæmt nýuppfærðu mati heilbrigðisyfirvalda þurfa farþegar án vottorðs frá alls sautján löndum að dvelja skilyrðislaust í sóttvarnahúsi við komuna til landsins á meðan beðið er niðurstöðu seinni sýnatöku. Eru það Andorra, Argentína, Barein, Frakkland, Grænhöfðaeyjar, Holland, Króatía, Kýpur, Litháen, Pólland, Seychelles-eyjar, Serbía, meginland Spánar, Svíþjóð, Tyrkland, Ungverjaland og Úrúgvæ. Þetta kemur fram í nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra sem öðlast gildi 7. maí og gildir til 24. maí. Nýgengi ekki talið gefa fullnægjandi mynd Samkvæmt nýrri reglugerð verður því bæði horft til upplýsinga um 14 daga nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa og hlutfall jákvæðra sýna í viðkomandi landi við skilgreiningu á hááhættusvæðum. Segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins að með breytingunni sé byggt á því að nýgengið veiti ekki eitt og sér fullnægjandi mynd af útbreiðslu samfélagssmita. Ef hlutfall jákvæðra sýna sé hátt bendi það til þess að samfélagssmit sé útbreiddara en tölur um nýgengi benda til. Áfram þurfa farþegar sem koma frá landi eða svæði þar sem nýgengi smita er 700 eða meira að fara skilyrðislaust í sóttkví í sóttvarnahúsi. Þetta á nú einnig við ef nýgengi smita er á bilinu 500–699 og hlutfall jákvæðra sýna er 5% eða hærra, eða ef nýgengi er yfir 500 en fullnægjandi upplýsingar um hlutfall jákvæðra sýna liggur ekki fyrir. Einungis er vikið frá þessari kröfu ef veigamiklar ástæður mæla með því, svo sem fötlun, þroski eða sambærilegar aðstæður þess sem hlut á að máli. Ef nýgengið er minna en 500 þurfa komufarþegar ekki að sæta sóttkví í sóttvarnahúsi og sé það á bilinu 500 til 699 er sóttkví í sóttvarnahúsi áskilin en hægt að sækja um undanþágu frá þeirri kröfu. 131 land eða svæði tilheyra nú síðastnefnda flokknum líkt og áður segir og má sjá listann í auglýsingu ráðherra. Sækja þarf um undanþáguna að minnsta kosti tveimur sólarhringum fyrir komu til landsins. Núverandi heimild stjórnvalda til að skylda farþega frá ákveðnum löndum til að dveljast í sóttkvíarhúsi gildir til 30. júní. Færeyjar og Grænland einu löndin á lágáhættulista Sem fyrr þurfa þeir sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrra smit aðeins að fara í eina sýnatöku við komuna til landsins. Farþegar frá Færeyjum verða undanþegnir sóttvarnaaðgerðum á landamærum frá og með 10. maí næstkomandi og þurfa því hvorki að framvísa vottorðum né sæta sýnatöku og sóttkví. Þetta á þegar við um farþega frá Grænlandi. Þar með verða þau einu löndin á lágáhættulista sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hótel Klettur nýtt sóttkvíarhótel frá og með deginum í dag Í dag opnar Rauði krossinn nýtt sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum en hótelið er það þriðja í Reykjavík sem notað verður í þessum tilgangi og það fjórða á landinu öllu. 2. maí 2021 11:52 Telja Ísland öruggasta áfangastaðinn í heimsfaraldri Hundrað og þrjátíu ferðamenn frá Bandaríkjunum, langflestir bólusettir, lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Þeir hafa sumir beðið í rúmt ár eftir Íslandsferðinni og eru sammála um að landið sé öruggur áfangastaður í heimsfaraldri. 2. maí 2021 20:01 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Með breytingunni verður farþegum frá 131 landi eða svæði gert að dvelja í sóttvarnahúsi með möguleika á undanþágu ef þeir geta uppfyllt skilyrði sóttkvíar á öðrum stað. Áður náði krafan til farþega frá sextán löndum en hún nær ekki til þeirra sem hafa vottorð um bólusetningu eða fyrra smit. Samkvæmt nýuppfærðu mati heilbrigðisyfirvalda þurfa farþegar án vottorðs frá alls sautján löndum að dvelja skilyrðislaust í sóttvarnahúsi við komuna til landsins á meðan beðið er niðurstöðu seinni sýnatöku. Eru það Andorra, Argentína, Barein, Frakkland, Grænhöfðaeyjar, Holland, Króatía, Kýpur, Litháen, Pólland, Seychelles-eyjar, Serbía, meginland Spánar, Svíþjóð, Tyrkland, Ungverjaland og Úrúgvæ. Þetta kemur fram í nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra sem öðlast gildi 7. maí og gildir til 24. maí. Nýgengi ekki talið gefa fullnægjandi mynd Samkvæmt nýrri reglugerð verður því bæði horft til upplýsinga um 14 daga nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa og hlutfall jákvæðra sýna í viðkomandi landi við skilgreiningu á hááhættusvæðum. Segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins að með breytingunni sé byggt á því að nýgengið veiti ekki eitt og sér fullnægjandi mynd af útbreiðslu samfélagssmita. Ef hlutfall jákvæðra sýna sé hátt bendi það til þess að samfélagssmit sé útbreiddara en tölur um nýgengi benda til. Áfram þurfa farþegar sem koma frá landi eða svæði þar sem nýgengi smita er 700 eða meira að fara skilyrðislaust í sóttkví í sóttvarnahúsi. Þetta á nú einnig við ef nýgengi smita er á bilinu 500–699 og hlutfall jákvæðra sýna er 5% eða hærra, eða ef nýgengi er yfir 500 en fullnægjandi upplýsingar um hlutfall jákvæðra sýna liggur ekki fyrir. Einungis er vikið frá þessari kröfu ef veigamiklar ástæður mæla með því, svo sem fötlun, þroski eða sambærilegar aðstæður þess sem hlut á að máli. Ef nýgengið er minna en 500 þurfa komufarþegar ekki að sæta sóttkví í sóttvarnahúsi og sé það á bilinu 500 til 699 er sóttkví í sóttvarnahúsi áskilin en hægt að sækja um undanþágu frá þeirri kröfu. 131 land eða svæði tilheyra nú síðastnefnda flokknum líkt og áður segir og má sjá listann í auglýsingu ráðherra. Sækja þarf um undanþáguna að minnsta kosti tveimur sólarhringum fyrir komu til landsins. Núverandi heimild stjórnvalda til að skylda farþega frá ákveðnum löndum til að dveljast í sóttkvíarhúsi gildir til 30. júní. Færeyjar og Grænland einu löndin á lágáhættulista Sem fyrr þurfa þeir sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrra smit aðeins að fara í eina sýnatöku við komuna til landsins. Farþegar frá Færeyjum verða undanþegnir sóttvarnaaðgerðum á landamærum frá og með 10. maí næstkomandi og þurfa því hvorki að framvísa vottorðum né sæta sýnatöku og sóttkví. Þetta á þegar við um farþega frá Grænlandi. Þar með verða þau einu löndin á lágáhættulista sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hótel Klettur nýtt sóttkvíarhótel frá og með deginum í dag Í dag opnar Rauði krossinn nýtt sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum en hótelið er það þriðja í Reykjavík sem notað verður í þessum tilgangi og það fjórða á landinu öllu. 2. maí 2021 11:52 Telja Ísland öruggasta áfangastaðinn í heimsfaraldri Hundrað og þrjátíu ferðamenn frá Bandaríkjunum, langflestir bólusettir, lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Þeir hafa sumir beðið í rúmt ár eftir Íslandsferðinni og eru sammála um að landið sé öruggur áfangastaður í heimsfaraldri. 2. maí 2021 20:01 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Hótel Klettur nýtt sóttkvíarhótel frá og með deginum í dag Í dag opnar Rauði krossinn nýtt sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum en hótelið er það þriðja í Reykjavík sem notað verður í þessum tilgangi og það fjórða á landinu öllu. 2. maí 2021 11:52
Telja Ísland öruggasta áfangastaðinn í heimsfaraldri Hundrað og þrjátíu ferðamenn frá Bandaríkjunum, langflestir bólusettir, lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Þeir hafa sumir beðið í rúmt ár eftir Íslandsferðinni og eru sammála um að landið sé öruggur áfangastaður í heimsfaraldri. 2. maí 2021 20:01