Félag atvinnurekenda flaggar röngu tré… enn einu sinni Erna Bjarnadóttir skrifar 5. maí 2021 15:31 Félag atvinnurekenda er óþreytandi í ávítum sínum í garð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir að breyta fyrirkomulagi við útboð á tollkvótum landbúnaðarvara frá ESB. Svo langt ganga húskarlar þar á bæ að halda því fram að útboðsgjaldið hafi verið hækkað um síðustu áramót. Þessar sneiðar í garð ráðherrans og löggjafans standast vitaskuld ekki skoðun. Það eru innflytjendur sem sjálfir bjóða í kvótana og þau tilboð eru að hámarki sá hagnaður sem þau hafa af innflutningnum. Einföld markaðshagfræði Hafi tilboðsverð í útboðum á tollkvótum hækkað þýðir það einungis minni hagnað innflytjenda og meiri tekjur í ríkissjóð. Ástæðan er einföld. Svo framalega sem tollkvótarnir ganga út að fullu, sem þeir hafa vissulega gert, verður ekki breyting á framboðnu magni á landinu. Þar með mun verð ekkert breytast (a.m.k. ekki af þessum ástæðum) og verð til neytenda mun ekki hækka. Að baki þessu liggja einföld lögmál framboðs og eftirspurnar. Það er því ekki enginn fótur fyrir þeirri fullyrðingu talsmanns Félags atvinnurekenda að með breyttu fyrirkomulagi við útboð tollkvóta hafi hagur neytenda verið skertur. Hagnaður innflytjenda af þessum innflutningi hefur á hinn bóginn verið rýrður. Það er auðvitað ástæðan fyrir hamagangi hagsmunasamtaka þeirra. Tekjur ríkissjóðs hafa hins vegar hækkað að sama skapi. Væntanlega kemur það heimilunum í landinu til góða. Árásir Félags atvinnurekenda á fyrirtæki bænda En Félag atvinnurekenda gengur enn lengra þegar það sneiðir sérstaklega að fyrirtækjum bænda í fréttatilkynningu 3. maí sl. þar sem segir: „Þessi lagabreyting ver aðallega kjötafurðastöðvar og Mjólkursamsöluna fyrir samkeppni, en gerir ekkert til að bæta hag bænda. Hún bitnar hins vegar hart á almennum neytendum.“ (sjá vefútgáfu Mbl. þann 3. maí sl.). Í fyrsta lagi kemur skýrt fram í þessari sömu fréttatilkynningu að útboðsgjald fyrir osta hækkaði aðeins um 1,32% frá fyrra ári þegar almenn verðbólga er 4,6%. Það er nú öll hækkunin sem félagið gerir svo mikið úr. Það sem er þó alvarlegra er að félagið gerir því skóna að hagsmunir bænda og þeirra fyrirtækja sem þeir reka til að markaðssetja afurðir sínar, séu andstæðir. Kjötafurðastöðvar og Mjólkursamsalan sem Félag atvinnurekenda tiltekur sérstaklega eru einfaldlega verkfæri bænda til að koma vinna vörur úr afurðum sínum með hagkvæmum hætti og koma þeim á markað. Án þessara vinnslu- og marksfyrirtækja getur landbúnaður á Íslandi ekki þrifist. Afurðastöðvar tryggja hag bænda og neytenda Það er því óhætt að fullyrða að starfsemi kjötvinnslustöðvanna og mjólkurvinnslustöðvanna er til að tryggja afkomu bænda og stöðugleika í rekstri þeirra og lækka jafnframt framleiðslukostnað og þar með verð til neytenda eins og unnt er. Það eru hreinar rangfærslur að reglur um útboð á tollkvótum og tollar á innfluttar búvörur geri „…ekkert til að bæta hag bænda“, eins og Félag atvinnurekenda fullyrðir í fréttatilkynningunni. Nærtækara væri fyrir félagið að berjast fyrir stöndugum afurðastöðvum í landbúnaði en með þeim hætti væri unnt að tryggja jafnvægi milli hags bænda og neytenda, en ólíklegt er að af því verði. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda er óþreytandi í ávítum sínum í garð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir að breyta fyrirkomulagi við útboð á tollkvótum landbúnaðarvara frá ESB. Svo langt ganga húskarlar þar á bæ að halda því fram að útboðsgjaldið hafi verið hækkað um síðustu áramót. Þessar sneiðar í garð ráðherrans og löggjafans standast vitaskuld ekki skoðun. Það eru innflytjendur sem sjálfir bjóða í kvótana og þau tilboð eru að hámarki sá hagnaður sem þau hafa af innflutningnum. Einföld markaðshagfræði Hafi tilboðsverð í útboðum á tollkvótum hækkað þýðir það einungis minni hagnað innflytjenda og meiri tekjur í ríkissjóð. Ástæðan er einföld. Svo framalega sem tollkvótarnir ganga út að fullu, sem þeir hafa vissulega gert, verður ekki breyting á framboðnu magni á landinu. Þar með mun verð ekkert breytast (a.m.k. ekki af þessum ástæðum) og verð til neytenda mun ekki hækka. Að baki þessu liggja einföld lögmál framboðs og eftirspurnar. Það er því ekki enginn fótur fyrir þeirri fullyrðingu talsmanns Félags atvinnurekenda að með breyttu fyrirkomulagi við útboð tollkvóta hafi hagur neytenda verið skertur. Hagnaður innflytjenda af þessum innflutningi hefur á hinn bóginn verið rýrður. Það er auðvitað ástæðan fyrir hamagangi hagsmunasamtaka þeirra. Tekjur ríkissjóðs hafa hins vegar hækkað að sama skapi. Væntanlega kemur það heimilunum í landinu til góða. Árásir Félags atvinnurekenda á fyrirtæki bænda En Félag atvinnurekenda gengur enn lengra þegar það sneiðir sérstaklega að fyrirtækjum bænda í fréttatilkynningu 3. maí sl. þar sem segir: „Þessi lagabreyting ver aðallega kjötafurðastöðvar og Mjólkursamsöluna fyrir samkeppni, en gerir ekkert til að bæta hag bænda. Hún bitnar hins vegar hart á almennum neytendum.“ (sjá vefútgáfu Mbl. þann 3. maí sl.). Í fyrsta lagi kemur skýrt fram í þessari sömu fréttatilkynningu að útboðsgjald fyrir osta hækkaði aðeins um 1,32% frá fyrra ári þegar almenn verðbólga er 4,6%. Það er nú öll hækkunin sem félagið gerir svo mikið úr. Það sem er þó alvarlegra er að félagið gerir því skóna að hagsmunir bænda og þeirra fyrirtækja sem þeir reka til að markaðssetja afurðir sínar, séu andstæðir. Kjötafurðastöðvar og Mjólkursamsalan sem Félag atvinnurekenda tiltekur sérstaklega eru einfaldlega verkfæri bænda til að koma vinna vörur úr afurðum sínum með hagkvæmum hætti og koma þeim á markað. Án þessara vinnslu- og marksfyrirtækja getur landbúnaður á Íslandi ekki þrifist. Afurðastöðvar tryggja hag bænda og neytenda Það er því óhætt að fullyrða að starfsemi kjötvinnslustöðvanna og mjólkurvinnslustöðvanna er til að tryggja afkomu bænda og stöðugleika í rekstri þeirra og lækka jafnframt framleiðslukostnað og þar með verð til neytenda eins og unnt er. Það eru hreinar rangfærslur að reglur um útboð á tollkvótum og tollar á innfluttar búvörur geri „…ekkert til að bæta hag bænda“, eins og Félag atvinnurekenda fullyrðir í fréttatilkynningunni. Nærtækara væri fyrir félagið að berjast fyrir stöndugum afurðastöðvum í landbúnaði en með þeim hætti væri unnt að tryggja jafnvægi milli hags bænda og neytenda, en ólíklegt er að af því verði. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun