Seinni bylgjan: Sérstakt að hann hafi verið settur á bekkinn eftir síðasta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 11:31 Martin Nagy hefur verið flottur í marki Vals í síðustu leikjum. Vísir/Vilhelm Af hverju byrjaði Martin Nagy á bekknum eftir hafa verið stórkostlegur á móti Fram? Seinni bylgjan velti fyrir sér markmannstöðunni hjá Val í Olís deild karla í handbolta. Martin Nagy og Einar Þorsteinn Ólafsson áttu mikinn þátt í því að Valsmenn lokuðu á Selfyssinga í gærkvöldi og tókst að vinna sannfærandi sigur þrátt fyrir að lenda sjö mörkum undir í upphafi leiks. Seinni bylgjan fjallaði sérstaklega um frammistöðu ungverska markvarðarins í gær. „Nagy kemur inn í markið hjá Valsmönnum og múrar upp. Það svona í bland við innkomu Einars Þorsteins í vörnina gerði svolítið gæfumuninn. Maður hlýtur að spyrja sig að því af hverju Martin Nagy byrjar á bekknum í þessum leik. Hann var stórkostlegur á móti Fram og átti einn stærsta þáttinn í því að Valur landaði þeim sigri. Af hverju byrjaði hann á bekknum í dag,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Innkoma Martin Nagy á Selfossi „Mér fannst það sérstakt. Hann kom mjög vel inn i þetta í leiknum á móti Fram og er að öðrum ólöstuðum mikilvægasti faktorinn í því að þeir klára þann leik. Ég veit ekki hvorri Snorri hafi verið að pæla í því að Einar Baldvin var að spila á Selfossi á síðasta tímabili. Hann þekkir þessa leikinn og slíkt. Ég veit ekki hvort hann hafi verið að veðja eitthvað á það. Sú ákvörðun var röng því hann ver ekki fyrstu níu skotin og Martin kemur inn,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Martin endar með einhverja 35 prósent markvörslu en þegar Valsmenn eru að snúa þessum leik þá er hann algjörlega frábær á þeim kafla. Það er gríðarlega stór faktor í þessari endurkomu Valsmanna“ sagði Theódór. „Ég held að Snorri hafi bara viljað leyfa Einari að rífa sig upp og spila á móti Selfyssingum sem hann spilaði með og ætti að þekkja ágætlega. Leikurinn tapast ekki á einhverjum tíu til fimmtán mínútum og Martin kom svo mjög öflugur inn,“ sagði Ágúst Jóhannsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Framan af tímabili þá byrjaði Martin mikið á bekknum en hann hefur hægt og rólega verið að vinna sig upp. Snorri hefur gert það vel með hann. Hann hefur bætt sig mikið hjá Valsmönnum og kom sterkur inn í dag á hárréttum tímapunkti,“ sagði Ágúst. Það má finna umfjöllunina um Martin Nagy hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Martin Nagy og Einar Þorsteinn Ólafsson áttu mikinn þátt í því að Valsmenn lokuðu á Selfyssinga í gærkvöldi og tókst að vinna sannfærandi sigur þrátt fyrir að lenda sjö mörkum undir í upphafi leiks. Seinni bylgjan fjallaði sérstaklega um frammistöðu ungverska markvarðarins í gær. „Nagy kemur inn í markið hjá Valsmönnum og múrar upp. Það svona í bland við innkomu Einars Þorsteins í vörnina gerði svolítið gæfumuninn. Maður hlýtur að spyrja sig að því af hverju Martin Nagy byrjar á bekknum í þessum leik. Hann var stórkostlegur á móti Fram og átti einn stærsta þáttinn í því að Valur landaði þeim sigri. Af hverju byrjaði hann á bekknum í dag,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Innkoma Martin Nagy á Selfossi „Mér fannst það sérstakt. Hann kom mjög vel inn i þetta í leiknum á móti Fram og er að öðrum ólöstuðum mikilvægasti faktorinn í því að þeir klára þann leik. Ég veit ekki hvorri Snorri hafi verið að pæla í því að Einar Baldvin var að spila á Selfossi á síðasta tímabili. Hann þekkir þessa leikinn og slíkt. Ég veit ekki hvort hann hafi verið að veðja eitthvað á það. Sú ákvörðun var röng því hann ver ekki fyrstu níu skotin og Martin kemur inn,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Martin endar með einhverja 35 prósent markvörslu en þegar Valsmenn eru að snúa þessum leik þá er hann algjörlega frábær á þeim kafla. Það er gríðarlega stór faktor í þessari endurkomu Valsmanna“ sagði Theódór. „Ég held að Snorri hafi bara viljað leyfa Einari að rífa sig upp og spila á móti Selfyssingum sem hann spilaði með og ætti að þekkja ágætlega. Leikurinn tapast ekki á einhverjum tíu til fimmtán mínútum og Martin kom svo mjög öflugur inn,“ sagði Ágúst Jóhannsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Framan af tímabili þá byrjaði Martin mikið á bekknum en hann hefur hægt og rólega verið að vinna sig upp. Snorri hefur gert það vel með hann. Hann hefur bætt sig mikið hjá Valsmönnum og kom sterkur inn í dag á hárréttum tímapunkti,“ sagði Ágúst. Það má finna umfjöllunina um Martin Nagy hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira