„Hún gat lýst upp hvaða herbergi sem hún var í“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. maí 2021 13:50 Katrín Tanja með falleg skilaboð. „Kertið í ár er, þú ert ljós í mínu lífi, þú lýsir upp daginn. Hugmyndin kom frá litlum miða en amma skrifaði ljóð fyrir mig rétt áður en hún dó árið 2016,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir tvöfaldur heimsmeistari í Cross Fit í myndbandi á Facebook-síðu Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar. Katrín valdi fallegan texta í skilaboðakertið í ár. Katrín Tanja tileinkaði ömmu sinni sigurinn á heimsleikunum árið 2016 með þessum orðum „þetta er fyrir þig“. Ljóðið sem Katrín talar um er eftirfarandi: Hugsaðu til himins, hafðu fæturna á jörðinni og hjartað á réttum stað. Mundu. Lýstu upp daginn með geislum þakklætis. „Þetta eru orð sem ég reyni að lifa eftir á hverjum einasta degi. Hennar bestu eiginleiki var sá að hún gat lýst upp hvaða herbergi sem hún var í. Hún hafði þann eiginleika, sem mér finnst svo fallegur, að henni gat látið öllum líða eins og þeir séu mikilvægir. Ég hef verið það heppin í gegnum tíðina að ég á svo ótrúlega mikið af konum sem eru það fyrir mig. Mig langar að gefa mömmu minni þetta kerti og systur minni sem núna er mamma og það á mæðradaginn því þær eru þetta í mínu lífi og lýsa upp minn dag.“ Á morgun fer fram athöfn tengdu þessu átak á Bessastöðum og hefst hún klukkan ellefu. Allur ágóði af sölu Mæðrablómsins rennur óskertur til Menntunarsjóðsins sem styrkir tekjulágar konur til náms í því markmiði að auka möguleika þeirra á að finna störf sem geta tryggt þeim og fjölskyldum þeirra öruggari framtíð. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 73 konum styrki til náms en frá upphafi stofnunar hans árið 2012 hefur sjóðurinn veitt rúmlega 300 styrki. Eliza Reid og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hafa verið sérstakir velunnarar sjóðsins undanfarin ár og tekið dyggan þátt í að vekja athygli á honum og því hlutverki hans að styrkja tekjulágar konur til mennta. Líkt og áður bætist nýr velunnari í hópinn í ár, en það er að þessu sinni Katrín Tanja. Kertin eru í postulínsskálum og þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni skálarinnar. Þórunn Árnadóttir er hönnuður kertisins og gefur hún vinnu sína nú fjórða árið í röð. Alls geta kaupendur valið um fimm mismunandi texta. Kertin eru kjörin tækifærisgjöf, sérstaklega á mæðradaginn, og bjóða upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun. Kertin verða til sölu í verslunum Pennans Eymundssonar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, í Epal í Skeifunni og Kringlunni, Snúrunni, Ís-blómi, Netto.is og hjá Heimkaup.is, í tvær vikur, frá 1. maí til 15. maí. CrossFit Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Katrín valdi fallegan texta í skilaboðakertið í ár. Katrín Tanja tileinkaði ömmu sinni sigurinn á heimsleikunum árið 2016 með þessum orðum „þetta er fyrir þig“. Ljóðið sem Katrín talar um er eftirfarandi: Hugsaðu til himins, hafðu fæturna á jörðinni og hjartað á réttum stað. Mundu. Lýstu upp daginn með geislum þakklætis. „Þetta eru orð sem ég reyni að lifa eftir á hverjum einasta degi. Hennar bestu eiginleiki var sá að hún gat lýst upp hvaða herbergi sem hún var í. Hún hafði þann eiginleika, sem mér finnst svo fallegur, að henni gat látið öllum líða eins og þeir séu mikilvægir. Ég hef verið það heppin í gegnum tíðina að ég á svo ótrúlega mikið af konum sem eru það fyrir mig. Mig langar að gefa mömmu minni þetta kerti og systur minni sem núna er mamma og það á mæðradaginn því þær eru þetta í mínu lífi og lýsa upp minn dag.“ Á morgun fer fram athöfn tengdu þessu átak á Bessastöðum og hefst hún klukkan ellefu. Allur ágóði af sölu Mæðrablómsins rennur óskertur til Menntunarsjóðsins sem styrkir tekjulágar konur til náms í því markmiði að auka möguleika þeirra á að finna störf sem geta tryggt þeim og fjölskyldum þeirra öruggari framtíð. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 73 konum styrki til náms en frá upphafi stofnunar hans árið 2012 hefur sjóðurinn veitt rúmlega 300 styrki. Eliza Reid og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hafa verið sérstakir velunnarar sjóðsins undanfarin ár og tekið dyggan þátt í að vekja athygli á honum og því hlutverki hans að styrkja tekjulágar konur til mennta. Líkt og áður bætist nýr velunnari í hópinn í ár, en það er að þessu sinni Katrín Tanja. Kertin eru í postulínsskálum og þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni skálarinnar. Þórunn Árnadóttir er hönnuður kertisins og gefur hún vinnu sína nú fjórða árið í röð. Alls geta kaupendur valið um fimm mismunandi texta. Kertin eru kjörin tækifærisgjöf, sérstaklega á mæðradaginn, og bjóða upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun. Kertin verða til sölu í verslunum Pennans Eymundssonar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, í Epal í Skeifunni og Kringlunni, Snúrunni, Ís-blómi, Netto.is og hjá Heimkaup.is, í tvær vikur, frá 1. maí til 15. maí.
CrossFit Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira