Guardiola: Ég mun ekki segja eitt orð um PSG við leikmennina mína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 12:30 Pep Guardiola er búinn að bíða lengi eftir því að koma Manchester City alla leið í Meistaradeildinni. AP/Steve Paston Leikmenn Manchester City eiga að einbeita að sér sjálfum en ekki mótherjunum í Paris Saint-Germain í undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Manchester City er í dauðafæri að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í kvöld þegar franska liðið Paris Saint-Germain kemur í heimsókn á Etihad leikvanginn í seinni leik liðanna. City vann fyrri leikinn 2-1 í París. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði blaðamönnum frá því að hann ætli ekki að segja eitt orð um PSG við leikmennina sína í aðdraganda leiksins. With @ManCity one game away from reaching the @ChampionsLeague final, manager Pep Guardiola insists they will be only focusing on themselves as he refuses to even mention opponents @PSG_English ahead of Tuesday's semi-final second leg! #UCLhttps://t.co/yOyolxEryi— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) May 4, 2021 „Við þurfum bara að einbeita okkur af því sem við þurfum að gera. Ég sagði ekki eitt orð um þá,“ sagði Pep Guardiola. Það hefur verið óvissa um þátttöku Kylian Mbappe, framherja PSG, í leiknum í kvöld en stjóri City er ekki í neinum vafa. „Hann mun spila þennan leik. Ég hlakka til að sjá hann spila. Fyrir fótboltann og fyrir leikinn þá vona ég að hann spili,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola calmer than ever as he bids to finally end Champions League semi-final hurt https://t.co/3LdnN0eFSi— The Independent (@Independent) May 3, 2021 „Þetta er í fyrsta sinn sem flestir okkar eru hér í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Ég veit hvað við erum að spila um. Í þessum leikjum þá máttu ekki vera með of mikið af tilfinningum. Þú þarft að vera rólegur og vita hvað þú átt að gera,“ sagði Guardiola. „Ég þarf ekki að segja neinum það hversu mikilvægt þetta er. Það vita allir hvort sem það eru leikmenn, þjálfarateymið, starfsmenn eða jafnvel kokkarnir,“ sagði Guardiola. Leikur Manchester City og Paris Saint-Germain hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.15 á sömu stöð. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Sjá meira
Manchester City er í dauðafæri að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í kvöld þegar franska liðið Paris Saint-Germain kemur í heimsókn á Etihad leikvanginn í seinni leik liðanna. City vann fyrri leikinn 2-1 í París. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði blaðamönnum frá því að hann ætli ekki að segja eitt orð um PSG við leikmennina sína í aðdraganda leiksins. With @ManCity one game away from reaching the @ChampionsLeague final, manager Pep Guardiola insists they will be only focusing on themselves as he refuses to even mention opponents @PSG_English ahead of Tuesday's semi-final second leg! #UCLhttps://t.co/yOyolxEryi— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) May 4, 2021 „Við þurfum bara að einbeita okkur af því sem við þurfum að gera. Ég sagði ekki eitt orð um þá,“ sagði Pep Guardiola. Það hefur verið óvissa um þátttöku Kylian Mbappe, framherja PSG, í leiknum í kvöld en stjóri City er ekki í neinum vafa. „Hann mun spila þennan leik. Ég hlakka til að sjá hann spila. Fyrir fótboltann og fyrir leikinn þá vona ég að hann spili,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola calmer than ever as he bids to finally end Champions League semi-final hurt https://t.co/3LdnN0eFSi— The Independent (@Independent) May 3, 2021 „Þetta er í fyrsta sinn sem flestir okkar eru hér í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Ég veit hvað við erum að spila um. Í þessum leikjum þá máttu ekki vera með of mikið af tilfinningum. Þú þarft að vera rólegur og vita hvað þú átt að gera,“ sagði Guardiola. „Ég þarf ekki að segja neinum það hversu mikilvægt þetta er. Það vita allir hvort sem það eru leikmenn, þjálfarateymið, starfsmenn eða jafnvel kokkarnir,“ sagði Guardiola. Leikur Manchester City og Paris Saint-Germain hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.15 á sömu stöð. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Sjá meira