Lena á leið í Stjörnuna: „Er að skipta því það er búið að frysta hana“ Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2021 07:00 Lena Margrét er á leið burt frá Fram. vísir/hulda margrét Lena Margrét Valdimarsdóttir er að ganga í raðir Stjörnunnar í Olís-deild kvenna en hún kemur frá uppeldisfélaginu Fram. Greint var frá skiptunum í Seinni bylgjunni sem var á dagskránni á mánudagskvöldið. Lena Margrét er ansi öflug skytta sem getur einnig leikið sem hægri hornamaður en hún hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands. Hún hefur þó verið á eftir Hildi Þorgeirsdóttur í Safamýrinni og hefur því ákveðið að skipta. Svava Kristín Grétarsdóttir, Sigurlaun Rúnarsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir ræddu um skiptin í Seinni bylgjunni i gær og Sigurlaug tók fyrst við boltanum. „Mér finnst þetta hræðilegt fyrir Fram. Hún er að skipta því það er búið að frysta hana alltof lengi. Hún er leikmaður sem átti að vera komin að minnsta kosti helming á móti Hildi,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Hildur er frábær leikmaður en það er alltaf gott að vera með tvo sterka leikmenn og sérstaklega því Lena er uppalin Framari. Þetta er stór og frábær biti fyrir Stjörnuna. Ég get gagnrýnt Stefán fyrir að yngri leikmenn fái ekki næg tækifæri og þetta er afleiðing af því, held ég,“ bætti Sigurlaug við. „Lena og Hildur eru ótrúlega ólíkir leikmenn. Hildur er með yfirsýn og leitar að línunni og finnur góðar sendingar í hornið. Hún er mikill spilari en Lena er árásargjörn og hugsar ég er að fara skjóta. Hún er með frábær undirskot og þetta eru tveir ólíkir leikmenn,“ sagði Íris Ásta. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem má meðal annars sjá viðbrögð þjálfara Stjörnunnar er hún var spurð út í skiptin sem og af hverju væri ekki búið að tilkynna um félagaskiptin. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Lenu og Stjörnuna Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Fram Stjarnan Olís-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Lena Margrét er ansi öflug skytta sem getur einnig leikið sem hægri hornamaður en hún hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands. Hún hefur þó verið á eftir Hildi Þorgeirsdóttur í Safamýrinni og hefur því ákveðið að skipta. Svava Kristín Grétarsdóttir, Sigurlaun Rúnarsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir ræddu um skiptin í Seinni bylgjunni i gær og Sigurlaug tók fyrst við boltanum. „Mér finnst þetta hræðilegt fyrir Fram. Hún er að skipta því það er búið að frysta hana alltof lengi. Hún er leikmaður sem átti að vera komin að minnsta kosti helming á móti Hildi,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Hildur er frábær leikmaður en það er alltaf gott að vera með tvo sterka leikmenn og sérstaklega því Lena er uppalin Framari. Þetta er stór og frábær biti fyrir Stjörnuna. Ég get gagnrýnt Stefán fyrir að yngri leikmenn fái ekki næg tækifæri og þetta er afleiðing af því, held ég,“ bætti Sigurlaug við. „Lena og Hildur eru ótrúlega ólíkir leikmenn. Hildur er með yfirsýn og leitar að línunni og finnur góðar sendingar í hornið. Hún er mikill spilari en Lena er árásargjörn og hugsar ég er að fara skjóta. Hún er með frábær undirskot og þetta eru tveir ólíkir leikmenn,“ sagði Íris Ásta. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem má meðal annars sjá viðbrögð þjálfara Stjörnunnar er hún var spurð út í skiptin sem og af hverju væri ekki búið að tilkynna um félagaskiptin. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Lenu og Stjörnuna Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Fram Stjarnan Olís-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira