Eðlilegar skýringar á því að margir hafi fengið ótímabæra boðun í bólusetningu Eiður Þór Árnason skrifar 2. maí 2021 23:00 Metvika er fram undan í bólusetningum í Laugardalshöll. Vísir/vilhelm Borið hefur á því að fólk undir fimmtugsaldri sem kannast ekki við að tilheyra áhættuhópum hafi verið boðað óvænt í bólusetningu gegn Covid-19 á næstu dögum. Smitsjúkdómalæknir hjá landlæknisembættinu segir að ný úrvinnsluaðferð geri það að verkum að allir sem fái ávísað lyfjum sem séu í einhverjum tilvikum gefin fólki í aukinni áhættu fái nú boð með þeim áhættuhópi. Fram að þessu hefur fyrst og fremst verið tekið mið af sjúkdómsgreiningum við úrvinnslu lista yfir fólk í áhættuhópum en í síðastliðinni viku var einnig byrjað að taka mið af lyfjaávísunum. Markmiðið með nýju aðferðinni er ná til allra sem gætu mögulega verið í aukinni áhættu á alvarlegri Covid-sýkingu en marga vantaði áður á listanna. Undanfarið hefur verið til umræðu að hefja handahófskenndar bólusetningar og hafa sumir ályktað að óvænt bólusetningarboð sé til marks um að sú breyting sé komin til framkvæmda. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, staðfestir í samtali við Vísi að svo sé ekki. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir smitsjúkdómalæknir.Lögreglan Marga vantaði á listana „Það vantaði svo marga sem eru í áhættuhópum í upphaflegu úttektina úr tölvukerfinu hjá okkur svo við bættum við annarri aðferð sem byggir á lyfjaávísunum. Inn í þeim lyfjaávísunum eru ýmis lyf sem eru líka notuð í ýmsum tilgangi sem eru ekki merki um að fólk sé með aukna áhættu á alvarlegri Covid-sýkingu,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir á sóttvarnasviði landlæknis. Eitt dæmi um það séu blóðþrýstingslyf sem eru einnig notuð sem fyrirbyggjandi meðferð fyrir mígreni. „Þess vegna er möguleiki að það verði einhverjir einstaklingar boðaðir sem telja sig ekki vera í áhættu.“ Kamilla segir að þeir einstaklingar geti valið að sleppa því að mæta og bíða frekar eftir því að vera boðaðir með sínum aldurshópi. Allir sem hundsa fyrsta boðið verða boðaðir aftur nema þau tilkynni sérstaklega að þau ætli ekki að þiggja bólusetningu. Hún bætir við að töluverður hópur hafi bæst við forgangslistana eftir að lyfjalistunum var bætt við. „Það vantaði til dæmis alveg ótrúlega marga sykursjúka í upphaflegu úttektina sem ég hef ekki góðar skýringar á.“ Munu passa að enginn verði út undan Úttekt verður gerð á nýju aðferðinni til að sjá hvort að einhverjir hafi aftur orðið út undan. „Ef það kemur í ljós að þetta er ennþá gallað þá verðum við bara að fara út í það að fá lista frá læknunum sem er svolítið flókið því það er engin örugg skilaleið þegar til staðar,“ segir Kamilla. Slíkt gæti tafið það að bólusetning fólks í áhættuhópum klárist þar sem embættið þyrfti að finna nýjar aðferðir til að safna gögnunum. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Smitsjúkdómalæknir hjá landlæknisembættinu segir að ný úrvinnsluaðferð geri það að verkum að allir sem fái ávísað lyfjum sem séu í einhverjum tilvikum gefin fólki í aukinni áhættu fái nú boð með þeim áhættuhópi. Fram að þessu hefur fyrst og fremst verið tekið mið af sjúkdómsgreiningum við úrvinnslu lista yfir fólk í áhættuhópum en í síðastliðinni viku var einnig byrjað að taka mið af lyfjaávísunum. Markmiðið með nýju aðferðinni er ná til allra sem gætu mögulega verið í aukinni áhættu á alvarlegri Covid-sýkingu en marga vantaði áður á listanna. Undanfarið hefur verið til umræðu að hefja handahófskenndar bólusetningar og hafa sumir ályktað að óvænt bólusetningarboð sé til marks um að sú breyting sé komin til framkvæmda. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, staðfestir í samtali við Vísi að svo sé ekki. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir smitsjúkdómalæknir.Lögreglan Marga vantaði á listana „Það vantaði svo marga sem eru í áhættuhópum í upphaflegu úttektina úr tölvukerfinu hjá okkur svo við bættum við annarri aðferð sem byggir á lyfjaávísunum. Inn í þeim lyfjaávísunum eru ýmis lyf sem eru líka notuð í ýmsum tilgangi sem eru ekki merki um að fólk sé með aukna áhættu á alvarlegri Covid-sýkingu,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir á sóttvarnasviði landlæknis. Eitt dæmi um það séu blóðþrýstingslyf sem eru einnig notuð sem fyrirbyggjandi meðferð fyrir mígreni. „Þess vegna er möguleiki að það verði einhverjir einstaklingar boðaðir sem telja sig ekki vera í áhættu.“ Kamilla segir að þeir einstaklingar geti valið að sleppa því að mæta og bíða frekar eftir því að vera boðaðir með sínum aldurshópi. Allir sem hundsa fyrsta boðið verða boðaðir aftur nema þau tilkynni sérstaklega að þau ætli ekki að þiggja bólusetningu. Hún bætir við að töluverður hópur hafi bæst við forgangslistana eftir að lyfjalistunum var bætt við. „Það vantaði til dæmis alveg ótrúlega marga sykursjúka í upphaflegu úttektina sem ég hef ekki góðar skýringar á.“ Munu passa að enginn verði út undan Úttekt verður gerð á nýju aðferðinni til að sjá hvort að einhverjir hafi aftur orðið út undan. „Ef það kemur í ljós að þetta er ennþá gallað þá verðum við bara að fara út í það að fá lista frá læknunum sem er svolítið flókið því það er engin örugg skilaleið þegar til staðar,“ segir Kamilla. Slíkt gæti tafið það að bólusetning fólks í áhættuhópum klárist þar sem embættið þyrfti að finna nýjar aðferðir til að safna gögnunum.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira