Eðlilegar skýringar á því að margir hafi fengið ótímabæra boðun í bólusetningu Eiður Þór Árnason skrifar 2. maí 2021 23:00 Metvika er fram undan í bólusetningum í Laugardalshöll. Vísir/vilhelm Borið hefur á því að fólk undir fimmtugsaldri sem kannast ekki við að tilheyra áhættuhópum hafi verið boðað óvænt í bólusetningu gegn Covid-19 á næstu dögum. Smitsjúkdómalæknir hjá landlæknisembættinu segir að ný úrvinnsluaðferð geri það að verkum að allir sem fái ávísað lyfjum sem séu í einhverjum tilvikum gefin fólki í aukinni áhættu fái nú boð með þeim áhættuhópi. Fram að þessu hefur fyrst og fremst verið tekið mið af sjúkdómsgreiningum við úrvinnslu lista yfir fólk í áhættuhópum en í síðastliðinni viku var einnig byrjað að taka mið af lyfjaávísunum. Markmiðið með nýju aðferðinni er ná til allra sem gætu mögulega verið í aukinni áhættu á alvarlegri Covid-sýkingu en marga vantaði áður á listanna. Undanfarið hefur verið til umræðu að hefja handahófskenndar bólusetningar og hafa sumir ályktað að óvænt bólusetningarboð sé til marks um að sú breyting sé komin til framkvæmda. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, staðfestir í samtali við Vísi að svo sé ekki. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir smitsjúkdómalæknir.Lögreglan Marga vantaði á listana „Það vantaði svo marga sem eru í áhættuhópum í upphaflegu úttektina úr tölvukerfinu hjá okkur svo við bættum við annarri aðferð sem byggir á lyfjaávísunum. Inn í þeim lyfjaávísunum eru ýmis lyf sem eru líka notuð í ýmsum tilgangi sem eru ekki merki um að fólk sé með aukna áhættu á alvarlegri Covid-sýkingu,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir á sóttvarnasviði landlæknis. Eitt dæmi um það séu blóðþrýstingslyf sem eru einnig notuð sem fyrirbyggjandi meðferð fyrir mígreni. „Þess vegna er möguleiki að það verði einhverjir einstaklingar boðaðir sem telja sig ekki vera í áhættu.“ Kamilla segir að þeir einstaklingar geti valið að sleppa því að mæta og bíða frekar eftir því að vera boðaðir með sínum aldurshópi. Allir sem hundsa fyrsta boðið verða boðaðir aftur nema þau tilkynni sérstaklega að þau ætli ekki að þiggja bólusetningu. Hún bætir við að töluverður hópur hafi bæst við forgangslistana eftir að lyfjalistunum var bætt við. „Það vantaði til dæmis alveg ótrúlega marga sykursjúka í upphaflegu úttektina sem ég hef ekki góðar skýringar á.“ Munu passa að enginn verði út undan Úttekt verður gerð á nýju aðferðinni til að sjá hvort að einhverjir hafi aftur orðið út undan. „Ef það kemur í ljós að þetta er ennþá gallað þá verðum við bara að fara út í það að fá lista frá læknunum sem er svolítið flókið því það er engin örugg skilaleið þegar til staðar,“ segir Kamilla. Slíkt gæti tafið það að bólusetning fólks í áhættuhópum klárist þar sem embættið þyrfti að finna nýjar aðferðir til að safna gögnunum. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Smitsjúkdómalæknir hjá landlæknisembættinu segir að ný úrvinnsluaðferð geri það að verkum að allir sem fái ávísað lyfjum sem séu í einhverjum tilvikum gefin fólki í aukinni áhættu fái nú boð með þeim áhættuhópi. Fram að þessu hefur fyrst og fremst verið tekið mið af sjúkdómsgreiningum við úrvinnslu lista yfir fólk í áhættuhópum en í síðastliðinni viku var einnig byrjað að taka mið af lyfjaávísunum. Markmiðið með nýju aðferðinni er ná til allra sem gætu mögulega verið í aukinni áhættu á alvarlegri Covid-sýkingu en marga vantaði áður á listanna. Undanfarið hefur verið til umræðu að hefja handahófskenndar bólusetningar og hafa sumir ályktað að óvænt bólusetningarboð sé til marks um að sú breyting sé komin til framkvæmda. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, staðfestir í samtali við Vísi að svo sé ekki. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir smitsjúkdómalæknir.Lögreglan Marga vantaði á listana „Það vantaði svo marga sem eru í áhættuhópum í upphaflegu úttektina úr tölvukerfinu hjá okkur svo við bættum við annarri aðferð sem byggir á lyfjaávísunum. Inn í þeim lyfjaávísunum eru ýmis lyf sem eru líka notuð í ýmsum tilgangi sem eru ekki merki um að fólk sé með aukna áhættu á alvarlegri Covid-sýkingu,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir á sóttvarnasviði landlæknis. Eitt dæmi um það séu blóðþrýstingslyf sem eru einnig notuð sem fyrirbyggjandi meðferð fyrir mígreni. „Þess vegna er möguleiki að það verði einhverjir einstaklingar boðaðir sem telja sig ekki vera í áhættu.“ Kamilla segir að þeir einstaklingar geti valið að sleppa því að mæta og bíða frekar eftir því að vera boðaðir með sínum aldurshópi. Allir sem hundsa fyrsta boðið verða boðaðir aftur nema þau tilkynni sérstaklega að þau ætli ekki að þiggja bólusetningu. Hún bætir við að töluverður hópur hafi bæst við forgangslistana eftir að lyfjalistunum var bætt við. „Það vantaði til dæmis alveg ótrúlega marga sykursjúka í upphaflegu úttektina sem ég hef ekki góðar skýringar á.“ Munu passa að enginn verði út undan Úttekt verður gerð á nýju aðferðinni til að sjá hvort að einhverjir hafi aftur orðið út undan. „Ef það kemur í ljós að þetta er ennþá gallað þá verðum við bara að fara út í það að fá lista frá læknunum sem er svolítið flókið því það er engin örugg skilaleið þegar til staðar,“ segir Kamilla. Slíkt gæti tafið það að bólusetning fólks í áhættuhópum klárist þar sem embættið þyrfti að finna nýjar aðferðir til að safna gögnunum.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira