Endurmeta stærð hættusvæðis: Óvíst hvað veldur auknum hita og gróðurbruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2021 13:18 Vindátt var norðlæg í nótt en snérist í hæga austlæga um klukkan sex í morgun. Nokkrum klukkustundum síðar verður vart við reyk í suðvesturhlíðum Geldingadala. Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis í Geldingadölum nú fyrir stundu. Vísir/Vilhelm Gríðarlegur hiti er nú við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Vart hefur orðið við gróðurelda og rýkur úr jörðu en óvíst er nákvæmlega til hvers megi rekja gróðureldana. Í ljósi breyttrar virkni er verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. „Þetta heldur áfram. Hvað veldur þessum bruna, það geta verið mismunandi aðstæður og hlutir en við sjáum enga kviku koma upp eða neitt svoleiðis,“ segir Elísabet Árnadóttir, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Ljóst sé að sinu eða gróðurbruni sé á svæðinu sem sjáist vel á vefmyndavélum. „Það er spurning hvort að hitinn sé að koma frá hraunjaðrinum eða hvort hann sé að koma með einhverri gjósku úr gígnum, það eru náttúrlega stórir strókar að koma upp öðru hverju, eða hvort það sé einhver hiti neðan frá. Við vitum það ekki,“ segir Elísabet. Þónokkurn reyk leggur frá gosstöðvunum.Vísir/Vilhelm Hún ætlar að ekki sé ráðlagt að vera á ferðinni á því svæði þar sem að reykurinn er stígur upp. „Ég veit ekki hvað almannavarnir hafa ráðlagt en ég held að það sé ekki æskilegt að vera þar í kring. Við höfum náttúrlega séð breytingar á gosinu og verðum bara að búast við því áfram,“ segir Elísabet. Ekki sé útilokað að hitinn og gróðurbruninn sé einhvers konar undanfari nýrrar sprungu, þó er ekki víst að svo sé. Grannt sé fylgst með stöðunni. Töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt en þessi mynd af gosstróknum er tekin í dag.Vísir/Vilhelm Uppfært klukkan 14:02: Tilkynning var að berast frá Veðurstofu Íslands þar sem segir að töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt. Í ljósi þessa sé verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. „Kvikustrókavirkni sem hafði verið nokkuð stöðug undanfarna daga tók að sveiflast með þeim hætti að hún dettur niður í um 3 mínútur og eykst svo með miklum krafti með hærri strókum en áður hafa sést og stendur yfir í um 10 mínútur. Þessir taktföstu púlsar hafa einkennt gosið frá því klukkan 1 í nótt. Vindátt var norðlæg í nótt en snérist í hæga austlæga um klukkan 6 í morgun. Nokkrum klukkustundum síðar verður vart við reyk í suðvesturhlíðum Geldingadals. Hugsanlega hefur heit gjóska úr gosstróknum borist með vindi suðvestur fyrir hraunbreiðuna um 300 metra leið og kveikt í og veldur nú sinubruna sem sést á vefmyndavél Rúv. Ekki er ljóst hvað veldur þessum breytingum í gosvirkni, en ekki er hægt að útiloka að breytingar hafi orðið í kvikuflæði, efnasamsetningu kviku/gass eða að breytingar hafi orðið í aðfærslukerfinu. Í ljósi þessarar breyttu virkni er verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar,“ segir í tilkynningunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
„Þetta heldur áfram. Hvað veldur þessum bruna, það geta verið mismunandi aðstæður og hlutir en við sjáum enga kviku koma upp eða neitt svoleiðis,“ segir Elísabet Árnadóttir, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Ljóst sé að sinu eða gróðurbruni sé á svæðinu sem sjáist vel á vefmyndavélum. „Það er spurning hvort að hitinn sé að koma frá hraunjaðrinum eða hvort hann sé að koma með einhverri gjósku úr gígnum, það eru náttúrlega stórir strókar að koma upp öðru hverju, eða hvort það sé einhver hiti neðan frá. Við vitum það ekki,“ segir Elísabet. Þónokkurn reyk leggur frá gosstöðvunum.Vísir/Vilhelm Hún ætlar að ekki sé ráðlagt að vera á ferðinni á því svæði þar sem að reykurinn er stígur upp. „Ég veit ekki hvað almannavarnir hafa ráðlagt en ég held að það sé ekki æskilegt að vera þar í kring. Við höfum náttúrlega séð breytingar á gosinu og verðum bara að búast við því áfram,“ segir Elísabet. Ekki sé útilokað að hitinn og gróðurbruninn sé einhvers konar undanfari nýrrar sprungu, þó er ekki víst að svo sé. Grannt sé fylgst með stöðunni. Töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt en þessi mynd af gosstróknum er tekin í dag.Vísir/Vilhelm Uppfært klukkan 14:02: Tilkynning var að berast frá Veðurstofu Íslands þar sem segir að töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt. Í ljósi þessa sé verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. „Kvikustrókavirkni sem hafði verið nokkuð stöðug undanfarna daga tók að sveiflast með þeim hætti að hún dettur niður í um 3 mínútur og eykst svo með miklum krafti með hærri strókum en áður hafa sést og stendur yfir í um 10 mínútur. Þessir taktföstu púlsar hafa einkennt gosið frá því klukkan 1 í nótt. Vindátt var norðlæg í nótt en snérist í hæga austlæga um klukkan 6 í morgun. Nokkrum klukkustundum síðar verður vart við reyk í suðvesturhlíðum Geldingadals. Hugsanlega hefur heit gjóska úr gosstróknum borist með vindi suðvestur fyrir hraunbreiðuna um 300 metra leið og kveikt í og veldur nú sinubruna sem sést á vefmyndavél Rúv. Ekki er ljóst hvað veldur þessum breytingum í gosvirkni, en ekki er hægt að útiloka að breytingar hafi orðið í kvikuflæði, efnasamsetningu kviku/gass eða að breytingar hafi orðið í aðfærslukerfinu. Í ljósi þessarar breyttu virkni er verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira