Um helmingur hópsins kominn á toppinn: „Víðsýni og fegurð blasir við á toppnum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2021 09:47 Á toppi Hvannadalshnjúks, eða Kvennadalshnjúks líkt og hópurinn kallar þennan hæsta tind Íslands. Vísir/RAX Fyrstu hópar kvennana 126, sem lögðu á stað seint í gærkvöldi upp á topp Hvannadalshnjúks í nafni Lífskrafts, náðu toppnum snemma í morgun. Markmið ferðarinnar var að safna fé til styrktar nýrri krabbameinsdeild Landspítalans. „Það er þvílík blíða hérna. Ég held að það sé ekki hægt að toppa hnjúkinn á betri degi en svona degi. Ekki ský á himni þannig að það er bara víðsýni og fegurð sem blasir við á toppnum,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, almannatengill og Snjódrífa sem er meðal þeirra sem fer fyrir leiðangrinum. Það var ekki ský á himni þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson flaug yfir tindinn í morgun og konurnar veifuðu fyrir myndavélina frá toppnum. Vísir/RAX Þegar Vísir náði tali af Soffíu nú á tíunda tímanum í morgun gerði hún ráð fyrir að sé rúmlega helmingur kvennanna væri búinn að ná toppnum en fyrsti hópurinn toppaði um klukkan hálf átta í morgun. Hún segir að nóttin hafi gengið vel en aðstæður hafi verið með besta móti. Auður Kjartansdóttir jöklaleiðsögukona leiddi ferðina en þetta var í 79. sinn sem Auður fer á þennan hæsta tind Íslands. „Hún er algjör fyrirmynd í þessum hóp,“ segir Soffía. Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir voru jafnframt leiðangursstjórar göngunnar en hópurinn skiptist niður á átján línur og hver lína leidd af jöklaleiðsögukonu. Ljósmyndarinn RAX flaug yfir snemma í morgun og náði meðfylgjandi myndum af hópnum, að því er virðist í blíðskaparveðri, þegar fyrstu hópar náðu toppnum í morgun. Hægt að styðja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Aðstæður voru með besta móti.Vísir/RAX Á leið á toppinn í bongó blíðu.Vísir/RAX Hvannadalshnjúkur í Öræfajökli er hæsti tindur Íslands. Aldrei hafa jafn margar konur lagt í þennan leiðangur í einu.Vísir/RAX Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Hvannadalshnjúkur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Það er þvílík blíða hérna. Ég held að það sé ekki hægt að toppa hnjúkinn á betri degi en svona degi. Ekki ský á himni þannig að það er bara víðsýni og fegurð sem blasir við á toppnum,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, almannatengill og Snjódrífa sem er meðal þeirra sem fer fyrir leiðangrinum. Það var ekki ský á himni þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson flaug yfir tindinn í morgun og konurnar veifuðu fyrir myndavélina frá toppnum. Vísir/RAX Þegar Vísir náði tali af Soffíu nú á tíunda tímanum í morgun gerði hún ráð fyrir að sé rúmlega helmingur kvennanna væri búinn að ná toppnum en fyrsti hópurinn toppaði um klukkan hálf átta í morgun. Hún segir að nóttin hafi gengið vel en aðstæður hafi verið með besta móti. Auður Kjartansdóttir jöklaleiðsögukona leiddi ferðina en þetta var í 79. sinn sem Auður fer á þennan hæsta tind Íslands. „Hún er algjör fyrirmynd í þessum hóp,“ segir Soffía. Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir voru jafnframt leiðangursstjórar göngunnar en hópurinn skiptist niður á átján línur og hver lína leidd af jöklaleiðsögukonu. Ljósmyndarinn RAX flaug yfir snemma í morgun og náði meðfylgjandi myndum af hópnum, að því er virðist í blíðskaparveðri, þegar fyrstu hópar náðu toppnum í morgun. Hægt að styðja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Aðstæður voru með besta móti.Vísir/RAX Á leið á toppinn í bongó blíðu.Vísir/RAX Hvannadalshnjúkur í Öræfajökli er hæsti tindur Íslands. Aldrei hafa jafn margar konur lagt í þennan leiðangur í einu.Vísir/RAX
Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Hvannadalshnjúkur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira