Fluttur af gossvæðinu með sjúkrabíl Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2021 23:35 Fjölmargir hafa gert sér ferð í Geldingadali til að bera tignarlegt eldgosið augum. Vísir/vilhelm Tveir voru fluttir af gossvæðinu í Geldingadölum í gærkvöldi og var annar þeirra fluttur á brott með sjúkrabíl. Mikil mengun mældist við gosið og fundu margir fyrir sviða í augum og öndunarfærum. Báðir aðilar fundu fyrir verkjum og öðrum óþægindum og nutu aðstoðar björgunarsveitarfólks við að komast niður að Suðurstrandarvegi. Annar þeirra var keyrður á brott í einkabíl. Ekki er vitað um líðan þeirra að svo stöddu og ekki er hægt að fullyrða um það hvort mengunin hafi haft áhrif á líðan þeirra. Mjög há gildi mældust á svæðinu Ólafur Jón Jónsson, liðsmaður í Hjálparsveit Skáta í Reykjavík, var meðal þeirra sem sinntu vettvangsstjórn á svæðinu í gærkvöldi. Hann segir það gerast sjaldan að flytja þurfi fólk með sjúkrabíl af svæðinu en það sé ekki óalgengt að það þurfi að hjálpa fólki niður sem hafi slasast eða ofreynt sig. Hann segir að sums staðar í gær hafi magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) mælst allt að 15 kg/s sem teljist mjög hátt gildi. „Mengunin var frekar mikil þarna um tíma og ef fólk hefði verið í töluverðan tíma þá hefði það getað haft áhrif á það á mjög neikvæðan hátt,“ segir Ólafur sem efast um leið að björgunasveitarfólk hafi náð að mæla hæstu gildin í gærkvöldi. Hálfgerð Þjóðhátíðarstemning hefur gjarnan myndast í stúkunni svokölluðu.Vísir/vilhelm Hann telur að gasmagnið hafi verið hvað mest upp úr klukkan 21:30 og fram eftir kvöldi þegar stíf norð- og norðaustanátt var á svæðinu. „Ég er auðvitað ekki búinn að vera þarna á öllum vöktum en ég er búinn að vera töluvert og þetta er í fyrsta skipti sem það er svona hátt gildi þar sem er svolítill mannfjöldi.“ Ólafur á þar við um vinsælt svæði við enda gönguleiðar A sem hefur verið kallað stúkan. Þar má gjarnan sjá fólk safnast saman í brekkunni til að bera gosið augum í allri sinni dýrð. „Mökkinn lagði í rauninni þar yfir, af og til af því að vindáttin var breytileg. Okkar fólk setti upp gasgrímur og reyndi að fá fólk til að færa sig á öruggari stað innan svæðisins.“ Þar að auki var fólki sem streymdi í stúkuna af gönguleið A snúið við og beint inn á gönguleið B. Nokkur viðbúnaður hefur verið á svæðinu. Vísir/vilhelm Farið að hægjast um Ólafur skýtur lauslega á að um og yfir 200 manns hafi verið utan í fellinu og í stúkunni þegar björgunarsveitarfólk fór að beina því úr mengunarmóðunni sem lagði þar yfir. Gönguleið A hefur notið mun meiri vinsælda en gönguleið B þar sem sú fyrrnefnda liggur nær gosinu og gerir fólki kleift að horfa ofan í einn af gígunum. Dæmi voru um að fólk hafi valið að fylgja gönguleið A í gærkvöldi þrátt fyrir að björgunarsveitarmenn niðri við Suðurstrandarveg hafi mælt með að sneitt yrði hjá henni í ljósi hárra mengunargilda. Almennt segir Ólafur að viðráðanlegur fjöldi fólks hafi verið á gossvæðinu í gærkvöldi og greinilegt að aðeins sé farið að hægjast um. „Fleira fólk er auðvitað búið að sjá þetta og fara jafnvel í þriðju eða fjórðu ferð.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Báðir aðilar fundu fyrir verkjum og öðrum óþægindum og nutu aðstoðar björgunarsveitarfólks við að komast niður að Suðurstrandarvegi. Annar þeirra var keyrður á brott í einkabíl. Ekki er vitað um líðan þeirra að svo stöddu og ekki er hægt að fullyrða um það hvort mengunin hafi haft áhrif á líðan þeirra. Mjög há gildi mældust á svæðinu Ólafur Jón Jónsson, liðsmaður í Hjálparsveit Skáta í Reykjavík, var meðal þeirra sem sinntu vettvangsstjórn á svæðinu í gærkvöldi. Hann segir það gerast sjaldan að flytja þurfi fólk með sjúkrabíl af svæðinu en það sé ekki óalgengt að það þurfi að hjálpa fólki niður sem hafi slasast eða ofreynt sig. Hann segir að sums staðar í gær hafi magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) mælst allt að 15 kg/s sem teljist mjög hátt gildi. „Mengunin var frekar mikil þarna um tíma og ef fólk hefði verið í töluverðan tíma þá hefði það getað haft áhrif á það á mjög neikvæðan hátt,“ segir Ólafur sem efast um leið að björgunasveitarfólk hafi náð að mæla hæstu gildin í gærkvöldi. Hálfgerð Þjóðhátíðarstemning hefur gjarnan myndast í stúkunni svokölluðu.Vísir/vilhelm Hann telur að gasmagnið hafi verið hvað mest upp úr klukkan 21:30 og fram eftir kvöldi þegar stíf norð- og norðaustanátt var á svæðinu. „Ég er auðvitað ekki búinn að vera þarna á öllum vöktum en ég er búinn að vera töluvert og þetta er í fyrsta skipti sem það er svona hátt gildi þar sem er svolítill mannfjöldi.“ Ólafur á þar við um vinsælt svæði við enda gönguleiðar A sem hefur verið kallað stúkan. Þar má gjarnan sjá fólk safnast saman í brekkunni til að bera gosið augum í allri sinni dýrð. „Mökkinn lagði í rauninni þar yfir, af og til af því að vindáttin var breytileg. Okkar fólk setti upp gasgrímur og reyndi að fá fólk til að færa sig á öruggari stað innan svæðisins.“ Þar að auki var fólki sem streymdi í stúkuna af gönguleið A snúið við og beint inn á gönguleið B. Nokkur viðbúnaður hefur verið á svæðinu. Vísir/vilhelm Farið að hægjast um Ólafur skýtur lauslega á að um og yfir 200 manns hafi verið utan í fellinu og í stúkunni þegar björgunarsveitarfólk fór að beina því úr mengunarmóðunni sem lagði þar yfir. Gönguleið A hefur notið mun meiri vinsælda en gönguleið B þar sem sú fyrrnefnda liggur nær gosinu og gerir fólki kleift að horfa ofan í einn af gígunum. Dæmi voru um að fólk hafi valið að fylgja gönguleið A í gærkvöldi þrátt fyrir að björgunarsveitarmenn niðri við Suðurstrandarveg hafi mælt með að sneitt yrði hjá henni í ljósi hárra mengunargilda. Almennt segir Ólafur að viðráðanlegur fjöldi fólks hafi verið á gossvæðinu í gærkvöldi og greinilegt að aðeins sé farið að hægjast um. „Fleira fólk er auðvitað búið að sjá þetta og fara jafnvel í þriðju eða fjórðu ferð.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira