Bæta við þriðja sóttkvíarhótelinu á morgun þar sem hin eru að fyllast Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2021 16:51 Örvar Rafnsson og Áslaug Yngvadóttir eru umsjónarmenn sóttkvíarhótelsins. Vísir/Arnar Halldórsson Gert er ráð fyrir að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu á morgun, til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru. Að óbreyttu er útlit fyrir að þau hótel sem þegar eru í notkun fyllist á morgun eða hinn í ljósi þess að von er á þremur áætlunarferðum frá skilgreindum áhættusvæðum til landsins í dag og öðrum þremur á morgun. Þetta staðfestir Áslaug Ellen Yngvardóttir, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins, í samtali við Vísi. Ekki liggur endanlega fyrir ennþá hvaða hótel verður þriðja hótelið í Reykjavík sem notað verður sem sóttkvíarhótel. „Við erum að fara að opna nýtt hótel á morgun,“ segir Áslaug, sem var einmitt að í óða önn að skoða nýtt hótel þegar Vísir náði af henni tali síðdegis. „Við munum örugglega taka það í gagnið á morgun þannig að það verði tilbúið fyrir Póllandsflugið ef við skyldum fylla Fosshótel Reykjavík og Hótel Storm í Reykjavík í dag. Þannig að við erum að fara að undirbúa nýtt hótel á morgun því að við getum ekki verið viss um hvort að hin tvö muni duga,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún að ekki liggi endanlega fyrir hvaða hótel það verður sem bætist við. „Það eru búin að aukast svo mikið flugin á laugardögum og þess vegna eru breytingar núna af því það er miklu fleira fólk en hefur verið. Ferðasumarið er byrjað,“ segir Áslaug Ellen létt í bragði. „Við finnum fyrir því í sóttkvínni.“ Hún segir að almennt hafi gengið vel síðan að nýjar reglur tóku síðast gildi á landamærum sem skilda þá sem koma frá skilgreindum hááhættusvæðum til að sæta sóttkví á sóttvarnahóteli. „Ég myndi bara segja ótrúlega vel. Bara allir frekar sáttir og voða lítið um kvartanir og virðist bara sem fólki líði vel hjá okkur sem er mjög ánægjulegt,“ segir Áslaug. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þetta staðfestir Áslaug Ellen Yngvardóttir, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins, í samtali við Vísi. Ekki liggur endanlega fyrir ennþá hvaða hótel verður þriðja hótelið í Reykjavík sem notað verður sem sóttkvíarhótel. „Við erum að fara að opna nýtt hótel á morgun,“ segir Áslaug, sem var einmitt að í óða önn að skoða nýtt hótel þegar Vísir náði af henni tali síðdegis. „Við munum örugglega taka það í gagnið á morgun þannig að það verði tilbúið fyrir Póllandsflugið ef við skyldum fylla Fosshótel Reykjavík og Hótel Storm í Reykjavík í dag. Þannig að við erum að fara að undirbúa nýtt hótel á morgun því að við getum ekki verið viss um hvort að hin tvö muni duga,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún að ekki liggi endanlega fyrir hvaða hótel það verður sem bætist við. „Það eru búin að aukast svo mikið flugin á laugardögum og þess vegna eru breytingar núna af því það er miklu fleira fólk en hefur verið. Ferðasumarið er byrjað,“ segir Áslaug Ellen létt í bragði. „Við finnum fyrir því í sóttkvínni.“ Hún segir að almennt hafi gengið vel síðan að nýjar reglur tóku síðast gildi á landamærum sem skilda þá sem koma frá skilgreindum hááhættusvæðum til að sæta sóttkví á sóttvarnahóteli. „Ég myndi bara segja ótrúlega vel. Bara allir frekar sáttir og voða lítið um kvartanir og virðist bara sem fólki líði vel hjá okkur sem er mjög ánægjulegt,“ segir Áslaug.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira